Neville: Leikmenn Chelsea voru sniðugir því Mourinho kann að spila leikinn Tómas Þór Þóraðrson skrifar 12. mars 2015 09:00 José Mourinho gerir allt til að vinna. vísir/getty Jamie Carragher, Graeme Souness og Gary Neville, allt fyrrverandi knattspyrnumenn og núverandi sparkspekingar á Englandi, voru í myndveri Sky Sports í gærkvöldi og fylgdust með leik Chelsea og PSG. Carragher og Souness helltu sér yfir lærisveina Mourino eftir leikinn en Gary Neville kom Chelsea-liðinu til varnar.Sjá einnig:Tíu menn PSG slógu Chelsea út í framlengingu | Sjáið mörkin og rauða spjaldið PSG komst áfram eftir 2-2 jafntefli, en það missti þó Zlatan Ibrahimovic af velli með rautt spjald sem var glórulaus dómur. Leikmenn Chelsea umkringdu dómarann þegar Zlatan fór í tæklingu á móti Oscari og það fannst Carragher verða til þess að Svíinn fauk út af. Zlatan fær rautt: „Viðbrögð leikmanna Chelsea eru skammarleg. Þetta gera lið José Mourinho. Þetta hefur gerst áður,“ sagði Carragher og Souness tók undir orð miðvarðarins. „Þegar Jamie var að spila vildu menn ekkert sýna andstæðingnum að þeir væru meiddir. Í dag hefur þetta snúist á hvolf. Ef einhver rétt kemur við þig hendirðu þér niður til að koma þeim brotlega í vandræði. Þetta er ömurlegt,“ sagði Souness. Carragher bætti svo við: „Lið sem José Mourinho stýrir verða alltaf virt en aldrei elskuð vegna atvika eins og þessa.“ Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, var þó ekki alveg sammála Souness og Carragher. Honum fannst Chelsea bara vera að spila leikinn. „Þetta er bara lið sem er sniðugt. Fólk sem er að horfa heima vill kannski ekki heyra þetta en ef PSG hefði gert sama hlut værum við að kalla leikmenn þess sniðuga. Chelsea var bara að spila leikinn. Það er það sem þarf til í Evrópukeppnum,“ sagði Neville. „Ég er ánægður þegar enska liðið er það sniðuga en ekki mótherjinn. Þetta kemur frá Mourinho. Hann kann að spila leikinn,“ sagði Gary Neville. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Dýrasta varnarlína sögunnar á Brúnni í kvöld Franska liðið Paris Saint-Germain mætir Chelsea í kvöld á Stamford Bridge í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og menn hafa bent á verðmiðann á þeim fjórum leikmönnum sem skipa vörn liðsins í þessum mikilvæga leik. 11. mars 2015 19:49 David Luiz: Þetta er stórkostlegt fyrir alla í París David Luiz átti mikinn þátt í því að slá út sína gömlu félaga í Chelsea út úr Meistaradeildinni í kvöld en Paris St-Germain fór áfram í átta liða úrslit á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 22:40 Zlatan: Leikmenn Chelsea voru eins og smábörn | Myndband Sænski framherjinn var ranglega rekinn af velli eftir hálftíma leik í Meistaradeildinni í gærkvöldi. 12. mars 2015 08:30 Jose Mourinho: Réðu ekki við pressuna að vera manni fleiri Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, horfði upp á sína menn detta út úr Meistaradeildinni í kvöld þrátt fyrir að vera manni fleiri í 90 mínútur og komast tvisva sinnum yfir á móti PSG. 11. mars 2015 22:59 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Jamie Carragher, Graeme Souness og Gary Neville, allt fyrrverandi knattspyrnumenn og núverandi sparkspekingar á Englandi, voru í myndveri Sky Sports í gærkvöldi og fylgdust með leik Chelsea og PSG. Carragher og Souness helltu sér yfir lærisveina Mourino eftir leikinn en Gary Neville kom Chelsea-liðinu til varnar.Sjá einnig:Tíu menn PSG slógu Chelsea út í framlengingu | Sjáið mörkin og rauða spjaldið PSG komst áfram eftir 2-2 jafntefli, en það missti þó Zlatan Ibrahimovic af velli með rautt spjald sem var glórulaus dómur. Leikmenn Chelsea umkringdu dómarann þegar Zlatan fór í tæklingu á móti Oscari og það fannst Carragher verða til þess að Svíinn fauk út af. Zlatan fær rautt: „Viðbrögð leikmanna Chelsea eru skammarleg. Þetta gera lið José Mourinho. Þetta hefur gerst áður,“ sagði Carragher og Souness tók undir orð miðvarðarins. „Þegar Jamie var að spila vildu menn ekkert sýna andstæðingnum að þeir væru meiddir. Í dag hefur þetta snúist á hvolf. Ef einhver rétt kemur við þig hendirðu þér niður til að koma þeim brotlega í vandræði. Þetta er ömurlegt,“ sagði Souness. Carragher bætti svo við: „Lið sem José Mourinho stýrir verða alltaf virt en aldrei elskuð vegna atvika eins og þessa.“ Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, var þó ekki alveg sammála Souness og Carragher. Honum fannst Chelsea bara vera að spila leikinn. „Þetta er bara lið sem er sniðugt. Fólk sem er að horfa heima vill kannski ekki heyra þetta en ef PSG hefði gert sama hlut værum við að kalla leikmenn þess sniðuga. Chelsea var bara að spila leikinn. Það er það sem þarf til í Evrópukeppnum,“ sagði Neville. „Ég er ánægður þegar enska liðið er það sniðuga en ekki mótherjinn. Þetta kemur frá Mourinho. Hann kann að spila leikinn,“ sagði Gary Neville.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Dýrasta varnarlína sögunnar á Brúnni í kvöld Franska liðið Paris Saint-Germain mætir Chelsea í kvöld á Stamford Bridge í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og menn hafa bent á verðmiðann á þeim fjórum leikmönnum sem skipa vörn liðsins í þessum mikilvæga leik. 11. mars 2015 19:49 David Luiz: Þetta er stórkostlegt fyrir alla í París David Luiz átti mikinn þátt í því að slá út sína gömlu félaga í Chelsea út úr Meistaradeildinni í kvöld en Paris St-Germain fór áfram í átta liða úrslit á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 22:40 Zlatan: Leikmenn Chelsea voru eins og smábörn | Myndband Sænski framherjinn var ranglega rekinn af velli eftir hálftíma leik í Meistaradeildinni í gærkvöldi. 12. mars 2015 08:30 Jose Mourinho: Réðu ekki við pressuna að vera manni fleiri Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, horfði upp á sína menn detta út úr Meistaradeildinni í kvöld þrátt fyrir að vera manni fleiri í 90 mínútur og komast tvisva sinnum yfir á móti PSG. 11. mars 2015 22:59 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Dýrasta varnarlína sögunnar á Brúnni í kvöld Franska liðið Paris Saint-Germain mætir Chelsea í kvöld á Stamford Bridge í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og menn hafa bent á verðmiðann á þeim fjórum leikmönnum sem skipa vörn liðsins í þessum mikilvæga leik. 11. mars 2015 19:49
David Luiz: Þetta er stórkostlegt fyrir alla í París David Luiz átti mikinn þátt í því að slá út sína gömlu félaga í Chelsea út úr Meistaradeildinni í kvöld en Paris St-Germain fór áfram í átta liða úrslit á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 22:40
Zlatan: Leikmenn Chelsea voru eins og smábörn | Myndband Sænski framherjinn var ranglega rekinn af velli eftir hálftíma leik í Meistaradeildinni í gærkvöldi. 12. mars 2015 08:30
Jose Mourinho: Réðu ekki við pressuna að vera manni fleiri Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, horfði upp á sína menn detta út úr Meistaradeildinni í kvöld þrátt fyrir að vera manni fleiri í 90 mínútur og komast tvisva sinnum yfir á móti PSG. 11. mars 2015 22:59