Jose Mourinho: Réðu ekki við pressuna að vera manni fleiri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2015 22:59 Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea. Vísir/AFP Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, horfði upp á sína menn detta út úr Meistaradeildinni í kvöld þrátt fyrir að vera manni fleiri í 90 mínútur og komast tvisva sinnum yfir á móti PSG. Paris St-Germain jafnaði metin tvisvar manni færri og komast á endanum áfram í átta liða úrslitin á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. „Ég vil reyna halda ró minni og ræða við mína leikmenn af hverju við duttum út. Ég vil fá að vita hvernig þeim leið á vellinum og reyna að finna lausnir," sagði Jose Mourinho við Sky Sports eftir leikinn. „Frammistaða okkar var ekki nógu góð. Mótherjinn var sterkari en við og þeir réðu betur við pressuna. Það var meiri pressa á okkur að vinna af því að við vorum ellefu á móti tíu og þeir höfðu engu að tapa," sagði Jose Mourinho. „Við fengum á okkur tvö mörk úr föstum leikatriðum og það er erfitt að sætta sig við það. Á síðasta tímabili töpuðum við 3-1 og það var bara ein leið í boði. 1-1 voru hættuleg úrslit. Við reyndum að vinna en það var of mikil pressa á liðinu þegar við urðum manni fleiri," sagði Mourinho. „Það voru fáir í liðinu að spila nægilega vel og þeir voru líka að spila betur sem eitt lið. Þeir hafa ástæðu til fagna en það er ekki minn stíll að sparka í borð og hurðir eftir lélegan leik. Þá er tíminn til að vera rólegur og greina leik liðsins," sagði Mourinho. „Þeir voru grimmir og voru klókir eins og við köllum þetta á meginlandinu. Það er ekki talið vera klókt að spila svona á Englandi," sagði Mourinho. „Liðin frá meginlandinu eru betur tilbúin að ráða við sálfræðilega þáttinn í tengslum við svona leik," sagði Mourinho. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Tíu menn PSG slógu Chelsea út í framlengingu | Sjáið mörkin og rauða spjaldið Franska liðið Paris Saint-Germain varð í kvöld fjórða liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir að liðið náði 2-2 jafntefli á móti Chelsea á Stamford Bridge í dramatískum leik svo ekki sé meira sagt. Paris Saint-Germain fer þar með áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 15:59 David Luiz: Þetta er stórkostlegt fyrir alla í París David Luiz átti mikinn þátt í því að slá út sína gömlu félaga í Chelsea út úr Meistaradeildinni í kvöld en Paris St-Germain fór áfram í átta liða úrslit á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 22:40 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Sjá meira
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, horfði upp á sína menn detta út úr Meistaradeildinni í kvöld þrátt fyrir að vera manni fleiri í 90 mínútur og komast tvisva sinnum yfir á móti PSG. Paris St-Germain jafnaði metin tvisvar manni færri og komast á endanum áfram í átta liða úrslitin á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. „Ég vil reyna halda ró minni og ræða við mína leikmenn af hverju við duttum út. Ég vil fá að vita hvernig þeim leið á vellinum og reyna að finna lausnir," sagði Jose Mourinho við Sky Sports eftir leikinn. „Frammistaða okkar var ekki nógu góð. Mótherjinn var sterkari en við og þeir réðu betur við pressuna. Það var meiri pressa á okkur að vinna af því að við vorum ellefu á móti tíu og þeir höfðu engu að tapa," sagði Jose Mourinho. „Við fengum á okkur tvö mörk úr föstum leikatriðum og það er erfitt að sætta sig við það. Á síðasta tímabili töpuðum við 3-1 og það var bara ein leið í boði. 1-1 voru hættuleg úrslit. Við reyndum að vinna en það var of mikil pressa á liðinu þegar við urðum manni fleiri," sagði Mourinho. „Það voru fáir í liðinu að spila nægilega vel og þeir voru líka að spila betur sem eitt lið. Þeir hafa ástæðu til fagna en það er ekki minn stíll að sparka í borð og hurðir eftir lélegan leik. Þá er tíminn til að vera rólegur og greina leik liðsins," sagði Mourinho. „Þeir voru grimmir og voru klókir eins og við köllum þetta á meginlandinu. Það er ekki talið vera klókt að spila svona á Englandi," sagði Mourinho. „Liðin frá meginlandinu eru betur tilbúin að ráða við sálfræðilega þáttinn í tengslum við svona leik," sagði Mourinho.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Tíu menn PSG slógu Chelsea út í framlengingu | Sjáið mörkin og rauða spjaldið Franska liðið Paris Saint-Germain varð í kvöld fjórða liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir að liðið náði 2-2 jafntefli á móti Chelsea á Stamford Bridge í dramatískum leik svo ekki sé meira sagt. Paris Saint-Germain fer þar með áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 15:59 David Luiz: Þetta er stórkostlegt fyrir alla í París David Luiz átti mikinn þátt í því að slá út sína gömlu félaga í Chelsea út úr Meistaradeildinni í kvöld en Paris St-Germain fór áfram í átta liða úrslit á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 22:40 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Sjá meira
Tíu menn PSG slógu Chelsea út í framlengingu | Sjáið mörkin og rauða spjaldið Franska liðið Paris Saint-Germain varð í kvöld fjórða liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir að liðið náði 2-2 jafntefli á móti Chelsea á Stamford Bridge í dramatískum leik svo ekki sé meira sagt. Paris Saint-Germain fer þar með áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 15:59
David Luiz: Þetta er stórkostlegt fyrir alla í París David Luiz átti mikinn þátt í því að slá út sína gömlu félaga í Chelsea út úr Meistaradeildinni í kvöld en Paris St-Germain fór áfram í átta liða úrslit á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 22:40