Handbolti

Sunna og Hildigunnur fögnuðu dramarískum sigri með Heid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hildigunnur Einarsdóttir.
Hildigunnur Einarsdóttir. Vísir/Valli
Landsliðskonurnar Sunna Jónsdóttir og Hildigunnur Einarsdóttir fögnuðu dramatískum sigri með liði sínu BK Heid í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

BK Heid vann þá 20-19 sigur á VästeråsIrsta HF þar sem sigurmarkið kom aðeins tveimur sekúndum fyrir leikslok. Louise Karlsson var hetja síns liðs en eina mark hennar í leiknum var þetta sigurmark.

Íslensku stelpurnar skoruðu sjö mörk saman og nýttu skotin sín vel. Sunna Jónsdóttir skoraði 4 mörk úr 5 skotum og gaf að auki 4 stoðsendingar. Tvö af mörkum Sunnu komu af vítalínunni. Hildigunnur nýtti öll þrjú skotin sín í leiknum.

BK Heid var 13-11 yfir í hálfleik og Hildigunnur kom liðinu í 14-11 með því að skora fyrsta markið í seinni hálfleiknum. VästeråsIrsta HF svaraði þá með fjórum mörkum í röð og komst í 15-14.

Lokamínúturnar voru æsispennandi og náði að jafna metin tíu sekúndum fyrir leikslok en það dugði ekki því leikmenn BK Heid brunuðu fram völlinn og tókst að skora sigurmarkið.

BK Heid var tveimur sætum og fimm stigum á eftir VästeråsIrsta fyrir leikinn og sigurinn mun hjálpa liðinu að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×