Enn mikil samþjöppun á matvörumarkaði Linda Blöndal skrifar 11. mars 2015 19:30 Samþjöppun á matvörumarkaði fer minnkandi en er enn mjög mikil segir í nýrri skýrslu samkeppniseftirlitsins. Þar segir einnig að styrking krónunnar hafi ekki skilað sér til neytenda og að enn sé rannsakað hvort mögulega sé verið að brjóta lög í viðskiptaháttum verslana og birgja. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri verslunar og þjónustu hafnaði því því alfarið í dag að verslunin skilaði ekki ábata til neytenda. Hann bendir á að verslanir hafi tekið á sig tap frá árið 2008 eftir hrunið og það tímabil verði að taka með í reikninginn. Samkeppniseftirlitið skoðar tímabilið frá 2011. Hagar enn langstærstir Í skýrslunni kemur fram að markaðshlutdeild Haga sem rekur Bónus og Hagkaup er langmest eða tæp fimmtíu prósent og Bónus þar af með 39 prósent. Næst kemur Kaupáss sem rekur Krónuna, Nóatún og Kjarval og Krónan er þar fyrirferðamest. Verslanir 10-11 og Iceland hafa 6 prósenta hlutdeild á matvörumarkaði, Fjarðarkaup og Víðir taka þá einungis á bilinu eins til þriggja prósenta hlut af markaðnum og aðrir enn minna. Ábendingum ekki tekið Samkeppniseftirlitið segir líka að matvörufyrirtæki hafi látið hjá líða að fylgja leiðbeiningum þess. Nefna má að árið 2012 kom í ljós að birgjar mismunuðu verslunum, seldu til minni verlslana vörur á allt að 16 prósenta hærra verði en til hinna stærri. Málið enn í rannsókn hjá eftirlitinu um hvort verið sé að brjóta samkeppnislög. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við höfum ástæðu til að ætla að þetta hafi ekki breyst nógu mikið og þarna kann að vera falinn stór vandi í þessari samkeppni. Að þarna sé skekkja sem verði til þess að það sé mjög erfitt fyrir minni aðila og nýrri að komast inn á markaðinn.“ Ekki hlustað á tilmæli Páll Gunnar segir að tillögur til úrbóta í nýju skýrslunni, til verslana og stjórnvalda, séu margar þær sömu og settar voru fram í skýrslunni á undan árið 2012. „Við höfum fært fram leiðbeiningar, bæði til aðila á markaði og stjórnvalda um það sem betur mætti fara en því miður hefur ekki alltaf verið hlustað á það,“ sagði Páll Gunnar og vísar meðal annars til þess að tollkvótar og fleira skekki samkeppnismarkað á matvælamarkaði. Engir skriflegir samningar er alvarlegt Einnig kemur fram að algengt sé að viðskiptasamningar birgja og verslana séu ekki skriflegir, eins og kom fram í síðstu skýrslu eftirlitsins frá 2012. Aðspurður hvort það sé ekki alvarlegt að ekki séu gerðir skriflegir samningar á milli birgja og verslana segir Páll Gunnar svo vera. „Sérstaklega í því ljósi að árið 2002 voru settar leiðbeinandi reglur af hálfu samkeppnisyfirvalda og sérstaklega nefnt að það sé ófrávíkjanlegt að gera skriflega samninga. Svo höfum við tekið stöðuna síðan og séð að það er ekki verið að fara að þessum tilmælum og það er auðvitað alvarlegt,“ sagði Páll Gunnar. Samkeppnismál Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Samþjöppun á matvörumarkaði fer minnkandi en er enn mjög mikil segir í nýrri skýrslu samkeppniseftirlitsins. Þar segir einnig að styrking krónunnar hafi ekki skilað sér til neytenda og að enn sé rannsakað hvort mögulega sé verið að brjóta lög í viðskiptaháttum verslana og birgja. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri verslunar og þjónustu hafnaði því því alfarið í dag að verslunin skilaði ekki ábata til neytenda. Hann bendir á að verslanir hafi tekið á sig tap frá árið 2008 eftir hrunið og það tímabil verði að taka með í reikninginn. Samkeppniseftirlitið skoðar tímabilið frá 2011. Hagar enn langstærstir Í skýrslunni kemur fram að markaðshlutdeild Haga sem rekur Bónus og Hagkaup er langmest eða tæp fimmtíu prósent og Bónus þar af með 39 prósent. Næst kemur Kaupáss sem rekur Krónuna, Nóatún og Kjarval og Krónan er þar fyrirferðamest. Verslanir 10-11 og Iceland hafa 6 prósenta hlutdeild á matvörumarkaði, Fjarðarkaup og Víðir taka þá einungis á bilinu eins til þriggja prósenta hlut af markaðnum og aðrir enn minna. Ábendingum ekki tekið Samkeppniseftirlitið segir líka að matvörufyrirtæki hafi látið hjá líða að fylgja leiðbeiningum þess. Nefna má að árið 2012 kom í ljós að birgjar mismunuðu verslunum, seldu til minni verlslana vörur á allt að 16 prósenta hærra verði en til hinna stærri. Málið enn í rannsókn hjá eftirlitinu um hvort verið sé að brjóta samkeppnislög. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við höfum ástæðu til að ætla að þetta hafi ekki breyst nógu mikið og þarna kann að vera falinn stór vandi í þessari samkeppni. Að þarna sé skekkja sem verði til þess að það sé mjög erfitt fyrir minni aðila og nýrri að komast inn á markaðinn.“ Ekki hlustað á tilmæli Páll Gunnar segir að tillögur til úrbóta í nýju skýrslunni, til verslana og stjórnvalda, séu margar þær sömu og settar voru fram í skýrslunni á undan árið 2012. „Við höfum fært fram leiðbeiningar, bæði til aðila á markaði og stjórnvalda um það sem betur mætti fara en því miður hefur ekki alltaf verið hlustað á það,“ sagði Páll Gunnar og vísar meðal annars til þess að tollkvótar og fleira skekki samkeppnismarkað á matvælamarkaði. Engir skriflegir samningar er alvarlegt Einnig kemur fram að algengt sé að viðskiptasamningar birgja og verslana séu ekki skriflegir, eins og kom fram í síðstu skýrslu eftirlitsins frá 2012. Aðspurður hvort það sé ekki alvarlegt að ekki séu gerðir skriflegir samningar á milli birgja og verslana segir Páll Gunnar svo vera. „Sérstaklega í því ljósi að árið 2002 voru settar leiðbeinandi reglur af hálfu samkeppnisyfirvalda og sérstaklega nefnt að það sé ófrávíkjanlegt að gera skriflega samninga. Svo höfum við tekið stöðuna síðan og séð að það er ekki verið að fara að þessum tilmælum og það er auðvitað alvarlegt,“ sagði Páll Gunnar.
Samkeppnismál Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira