Audi stærra en BMW Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2015 10:04 Audi A8. Eftir tvo fyrstu mánuði ársins hefur Audi selt fleiri bíla en samkeppnisaðilarnir BMW og Mercedes Benz. Audi seldi 260.250 í janúar og febrúar en BMW 255.981 og Mercedes Benz 246.135. Það er því harður slagurinn á milli þessara þýsku lúxusbílaframleiðenda og óvíst hver stendur uppi sem sá stærsti við árslok. BMW hefur verið söluhærra en Audi og Mercedes Benz allt frá árinu 2005. Það gæti því breyst í ár. Í febrúar seldi BMW meira en hinir tveir, en góð sala Audi í janúar vegur það upp. Sala BMW, ásamt undirmerkjunum Mini og Rolls Royce, sló fyrri sölumet og nam heildarsala þessara þriggja bílamerkja 151.952 bílum. Mjög góð sala var í Mini bílum, sérstaklega í Bandaríkjunum og Þýskalandi. Aukningin hjá Mini nam 27% í febrúar. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent
Eftir tvo fyrstu mánuði ársins hefur Audi selt fleiri bíla en samkeppnisaðilarnir BMW og Mercedes Benz. Audi seldi 260.250 í janúar og febrúar en BMW 255.981 og Mercedes Benz 246.135. Það er því harður slagurinn á milli þessara þýsku lúxusbílaframleiðenda og óvíst hver stendur uppi sem sá stærsti við árslok. BMW hefur verið söluhærra en Audi og Mercedes Benz allt frá árinu 2005. Það gæti því breyst í ár. Í febrúar seldi BMW meira en hinir tveir, en góð sala Audi í janúar vegur það upp. Sala BMW, ásamt undirmerkjunum Mini og Rolls Royce, sló fyrri sölumet og nam heildarsala þessara þriggja bílamerkja 151.952 bílum. Mjög góð sala var í Mini bílum, sérstaklega í Bandaríkjunum og Þýskalandi. Aukningin hjá Mini nam 27% í febrúar.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent