Jeremy Clarkson, þáttastjórnandi bílaþáttanna Top Gear, hefur verið vikið úr starfi í kjölfar hávaðarifrildis við framleiðanda þáttanna.
Á vef breska ríkissjónvarpsins segir að Clarkson hafi verið vikið úr starfi á meðan rannsókn málsins stendur yfir.
Í tilkynningu frá BBC segir að engum öðrum hafi verið vikið úr starfi. „Top Gear verður ekki sýndur næstkomandi sunnudag,“ segir í tilkynningu.
BBC mun ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.
Clarkson hefur stýrt þáttunum vinsælu frá árinu 1988.
