Volkswagen vinnur að 6.000 evra bíl fyrir Kínamarkað Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2015 10:40 Svona gæti ódýri bíllinn litið út fyrir Kínamarkað. Kína er stærsti markaður Volkswagen bíla og þar framleiðir Volkswagen bílafjölskyldan yfir 3 milljónir bíla á ári og stefnir að 4 milljón bíla framleiðslu árið 2018. Einn liður í því er að bjóða mjög ódýran bíl sem kosta á á bilinu 6-7.000 evrur. Þessi áform Volkswagen hafa legið fyrir í nokkurn tíma og sagði forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, á bílasýningunni í Genf að vænta mætti á næstunni frekari frétta af smíði slíks bíls. Hönnun bílsins er langt komin og teikningar af honum hafa verið samþykktar. Vandi Volkswagen hefur verið fólginn í því að ásættanlegur hagnaður verði af smíði bílsins, en Volkswagen er nú að taka verulega til hjá sér hvað varðar kostnað við smíði bíla sinna, sem eru langt á eftir systurmerkjunum Audi, Skoda, Porsche og Bentley hvað varðar arðsemi. Volkswagen er stærsti erlendi bílaframleiðandi í Kína og smíðar þar margar gerðir af Volkswagen, Audi, Skoda og fleiri bílgerðum Volkswagen samstæðunnar. Í Kína seljast um þriðjungur bíla sem samstæðan framleiðir á ári hverju og þar sem vöxturinn í sölu er þar einna mestur, er áherslan á framleiðslu bíla þar mikil. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent
Kína er stærsti markaður Volkswagen bíla og þar framleiðir Volkswagen bílafjölskyldan yfir 3 milljónir bíla á ári og stefnir að 4 milljón bíla framleiðslu árið 2018. Einn liður í því er að bjóða mjög ódýran bíl sem kosta á á bilinu 6-7.000 evrur. Þessi áform Volkswagen hafa legið fyrir í nokkurn tíma og sagði forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, á bílasýningunni í Genf að vænta mætti á næstunni frekari frétta af smíði slíks bíls. Hönnun bílsins er langt komin og teikningar af honum hafa verið samþykktar. Vandi Volkswagen hefur verið fólginn í því að ásættanlegur hagnaður verði af smíði bílsins, en Volkswagen er nú að taka verulega til hjá sér hvað varðar kostnað við smíði bíla sinna, sem eru langt á eftir systurmerkjunum Audi, Skoda, Porsche og Bentley hvað varðar arðsemi. Volkswagen er stærsti erlendi bílaframleiðandi í Kína og smíðar þar margar gerðir af Volkswagen, Audi, Skoda og fleiri bílgerðum Volkswagen samstæðunnar. Í Kína seljast um þriðjungur bíla sem samstæðan framleiðir á ári hverju og þar sem vöxturinn í sölu er þar einna mestur, er áherslan á framleiðslu bíla þar mikil.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent