Handbolti

Íslendingarnir spiluðu vel í óvæntum sigri Bergrischer

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór skoraði sjö.
Arnór skoraði sjö. vísir/vilhelm
Bergrischer gerði sér lítið fyrir og lagði Flensburg af velli, 36-31, en Flensburg er ríkjandi Evrópumeistari. Arnór Þór Gunnarsson átti góðan leik sem og Björgvin Páll Gústavsson.

Bergrischer var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var meðal annars einu marki yfir þegar flautað var til leikhlés, 14-13.

Í síðari hálfleik héldu þeir svo uppteknum hætti og náðu mest sjö marka forskoti. Lokatölur urðu eins og fyrr segir 36-31.

Arnór Þór Gunnarsson skoraði sjö mörk fyrir Bergrischer, en þrjú þeirra komu úr vítum. Christian Hoße skoraði níu fyrir Bergrischer, en Lasse Svan og Ahmed Elahmar gerðu sex fyrir Flensburg.

Björgvin Páll Gústavsson varði vel í marki Bergrischer sem situr í ellefta sætinu. Flensburg er í þriðja sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×