Handbolti

Fimm íslensk mörk þegar Löwen fór á toppinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lexi skoraði tvö mörk.
Lexi skoraði tvö mörk. vísir/getty
Rhein-Neckar Löwen skaust aftur á toppinn í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta með góðum fimm marka sigra á VfL Gummersbach, 29-24.

Ljónin tóku völdin í upphafi og voru meðal annars sex mörkum yfir í hálfleik, 17-11. Þeir slökuðu aðeins á klónni í síðari hálfleik, en unnu að lokum með sex mörkum.

Alexander Peterson skoraði tvö mörk úr fjórum skotum fyrir Löwen, en Uwe Gensheimer lék á alls oddi og skoraði tólf mörk þar af fjögur úr vítum.

Gunnar Steinn Jónsson skoraði þrjú mörk úr þremur skotum. Julius Kuhn og Florian von Gruchalla voru markahæstir hjá Gummersbach með sjö mörk hvor.

Löwen er með tveggja stiga forskot á Kiel sem á þó leik til góða. Gummersbach er í níunda sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×