Yfir 200 knattspyrnumenn missa af leiknum á morgun: „Þetta er alveg skelfilegt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2015 14:00 Álftanes vann 4. deildina síðasta sumar. Leikmenn liðsins missa af landsleiknum á morgun. vísir/daníel Fjöldinn allur af íslenskum knattspyrnumönnum og konum missir af fyrri hálfleik eða öllum leik Kasakstan og Íslands í undankeppni EM 2016 á morgun. Strákarnir okkar hefja leik klukkan 15.00 að íslenskum tíma á gervigrasinu í Astana, en á svipuðum tíma fara fram fjórir leikir í C-deild Lengjubikars karla og tveir í C-deild Lengjubikars kvenna. Leikmenn Álftaness og KFR koma verst út úr þessu hjá körlunum líkt og lið Hamranna, Völsungs, Víkings Ólafsvíkur og Grindavíkur hjá konunum. Þau munu missa af öllum leiknum. Þrír leikir í C-deild karla hefjast klukkan 14.00 og munu þau lið ná seinni hálfleik ef þau drífa sig heim eða inn í félagshús.Markavélin Andri Janusson missir af leiknum.vísir/daníelÍ heildina fara fram sex fótboltaleikir á svipuðum tíma og strákarnir okkar spila. Það eru tólf lið og ef öll mæta með fullan leikmannahóp er um að ræða 216 leikmenn. Einn leikur átti að fara fram í A-deild Lengjubikarsins á morgun á sama tíma og landsleikurinn. Það er viðureign Vals og Þórs í Egilshöllinni, en mönnum hefur tekist að færa hann til klukkan 13.00. „Þetta er alveg skelfilegt,“ segir Pétur Ásbjörn Sæmundsson, leikmaður Álftaness, við Vísi. „Maður vill auðvitað sjá leikinn en svona er þetta.“ Vanalega þegar landsliðið spilar liggur íslenskur fótbolti meira og minna í dái en erfitt getur verið að færa til leiki á undirbúningsmótunum. „Þetta kemur svolítið á óvart samt. Ég skil ekki af hverju leikirnir eru ekki færðir fram eða afur um nokkra klukkutíma. Leikurinn verður bara spilaður. Það er ekkert hægt að gera í þessu.“ Pétur býst ekki við að menn fari allt í einu að hrynja niður í meiðsli í kvöld. „Nei, þetta er ekki svo alvarlegt,“ segir hann og hlær við. „Það vilja samt allir sjá leikina þannig þetta er voða spes,“ segir Pétur Ásbjörn Sæmundsson.Leikirnir á morgun:Karlar: 15:30 Álftanes - KFR 14:00 Árborg - Kormákur/Hvöt 14:00 Hvíti riddarinn - Elliði 14:00 Vatnaliljur - StokkseyriKonur: 14:45 Hamrarnir - Völsungur 15:00 Víkingur Ó. - Grindavík Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári: Ætla ekkert að gera það að vana mínum að grenja í sjónvarpinu Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi „kvaddi“ fyrir hálfu öðru ári en snýr væntanlega aftur í liðið á morgun. 27. mars 2015 10:30 Frá íslensku, yfir á ensku og loks á rússnesku Vandræðalegur blaðamannafundur íslenska landsliðsins í Astana í morgun. 27. mars 2015 11:00 Jón Daði: Gaman að vera með Eiði Smára í þessum hóp Samkeppnin fyrir Jón Daða Böðvarsson og aðra sóknarmenn íslenska landsliðsins minnkaði ekki þegar Eiður Smári Guðjohnsen snéri aftur í íslenska landsliðið. 27. mars 2015 13:00 Birkir: Við erum fínir á þessu gervigrasi líka Birkir Bjarnason segir alla í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta spennta og tilbúna fyrir leikinn á móti Kasakstan á morgun. 27. mars 2015 14:30 Heimir: Bera ekkert minni virðingu fyrir okkur heldur en Tékkum „Við búumst við jöfnun leik og undirbúum okkur undir það," sagði Heimir Hallgrímsson á blaðamannafundi í morgun. 27. mars 2015 09:45 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Sjá meira
Fjöldinn allur af íslenskum knattspyrnumönnum og konum missir af fyrri hálfleik eða öllum leik Kasakstan og Íslands í undankeppni EM 2016 á morgun. Strákarnir okkar hefja leik klukkan 15.00 að íslenskum tíma á gervigrasinu í Astana, en á svipuðum tíma fara fram fjórir leikir í C-deild Lengjubikars karla og tveir í C-deild Lengjubikars kvenna. Leikmenn Álftaness og KFR koma verst út úr þessu hjá körlunum líkt og lið Hamranna, Völsungs, Víkings Ólafsvíkur og Grindavíkur hjá konunum. Þau munu missa af öllum leiknum. Þrír leikir í C-deild karla hefjast klukkan 14.00 og munu þau lið ná seinni hálfleik ef þau drífa sig heim eða inn í félagshús.Markavélin Andri Janusson missir af leiknum.vísir/daníelÍ heildina fara fram sex fótboltaleikir á svipuðum tíma og strákarnir okkar spila. Það eru tólf lið og ef öll mæta með fullan leikmannahóp er um að ræða 216 leikmenn. Einn leikur átti að fara fram í A-deild Lengjubikarsins á morgun á sama tíma og landsleikurinn. Það er viðureign Vals og Þórs í Egilshöllinni, en mönnum hefur tekist að færa hann til klukkan 13.00. „Þetta er alveg skelfilegt,“ segir Pétur Ásbjörn Sæmundsson, leikmaður Álftaness, við Vísi. „Maður vill auðvitað sjá leikinn en svona er þetta.“ Vanalega þegar landsliðið spilar liggur íslenskur fótbolti meira og minna í dái en erfitt getur verið að færa til leiki á undirbúningsmótunum. „Þetta kemur svolítið á óvart samt. Ég skil ekki af hverju leikirnir eru ekki færðir fram eða afur um nokkra klukkutíma. Leikurinn verður bara spilaður. Það er ekkert hægt að gera í þessu.“ Pétur býst ekki við að menn fari allt í einu að hrynja niður í meiðsli í kvöld. „Nei, þetta er ekki svo alvarlegt,“ segir hann og hlær við. „Það vilja samt allir sjá leikina þannig þetta er voða spes,“ segir Pétur Ásbjörn Sæmundsson.Leikirnir á morgun:Karlar: 15:30 Álftanes - KFR 14:00 Árborg - Kormákur/Hvöt 14:00 Hvíti riddarinn - Elliði 14:00 Vatnaliljur - StokkseyriKonur: 14:45 Hamrarnir - Völsungur 15:00 Víkingur Ó. - Grindavík
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári: Ætla ekkert að gera það að vana mínum að grenja í sjónvarpinu Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi „kvaddi“ fyrir hálfu öðru ári en snýr væntanlega aftur í liðið á morgun. 27. mars 2015 10:30 Frá íslensku, yfir á ensku og loks á rússnesku Vandræðalegur blaðamannafundur íslenska landsliðsins í Astana í morgun. 27. mars 2015 11:00 Jón Daði: Gaman að vera með Eiði Smára í þessum hóp Samkeppnin fyrir Jón Daða Böðvarsson og aðra sóknarmenn íslenska landsliðsins minnkaði ekki þegar Eiður Smári Guðjohnsen snéri aftur í íslenska landsliðið. 27. mars 2015 13:00 Birkir: Við erum fínir á þessu gervigrasi líka Birkir Bjarnason segir alla í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta spennta og tilbúna fyrir leikinn á móti Kasakstan á morgun. 27. mars 2015 14:30 Heimir: Bera ekkert minni virðingu fyrir okkur heldur en Tékkum „Við búumst við jöfnun leik og undirbúum okkur undir það," sagði Heimir Hallgrímsson á blaðamannafundi í morgun. 27. mars 2015 09:45 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Sjá meira
Eiður Smári: Ætla ekkert að gera það að vana mínum að grenja í sjónvarpinu Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi „kvaddi“ fyrir hálfu öðru ári en snýr væntanlega aftur í liðið á morgun. 27. mars 2015 10:30
Frá íslensku, yfir á ensku og loks á rússnesku Vandræðalegur blaðamannafundur íslenska landsliðsins í Astana í morgun. 27. mars 2015 11:00
Jón Daði: Gaman að vera með Eiði Smára í þessum hóp Samkeppnin fyrir Jón Daða Böðvarsson og aðra sóknarmenn íslenska landsliðsins minnkaði ekki þegar Eiður Smári Guðjohnsen snéri aftur í íslenska landsliðið. 27. mars 2015 13:00
Birkir: Við erum fínir á þessu gervigrasi líka Birkir Bjarnason segir alla í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta spennta og tilbúna fyrir leikinn á móti Kasakstan á morgun. 27. mars 2015 14:30
Heimir: Bera ekkert minni virðingu fyrir okkur heldur en Tékkum „Við búumst við jöfnun leik og undirbúum okkur undir það," sagði Heimir Hallgrímsson á blaðamannafundi í morgun. 27. mars 2015 09:45