Rúnar Kristinsson um 6-1 tap: Menn þurfa að koma hausnum í stand Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. mars 2015 16:45 Rúnar Kristinsson hefur leik í norsku úrvalsdeildinni 7. apríl. mynd/skjáskot af vef LSK.no Rúnar Kristinsson og lærisveinar hans í Lilleström fengu þokkalegan skell í æfingaleik gegn Odd, 6-1, um síðustu helgi. Þó um æfingaleik sé að ræða eru tölurnar áhyggjuefni þar sem aðeins eru um tvær vikur þar til Lilleström mætir Start í Íslendingaslag í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar. „Strákarnir sögðu að þeir væru þreyttir. Ég veit ekki af hverju það var en við þurfum að spila miklu betur. Það er mikið sem við þurfum að laga en það munum við gera. Ég talaði við hvern og einn leikmann eftir leikinn,“ segir Rúnar í viðtali við heimasíðu Lilleström, en þar er hann spurður að því hver á að skora mörkin í sumar? „Við erum með nokkra menn sem geta skorað. Moryké Fofana er búinn að skora fjögur mörk í æfingaleikjunum hingað til. Erling hefur ekki spilað ennþá en við vonumst til að hann geti skorað mörg mörg eins og í fyrra.“ „Svo erum við með Árna Vilhjálmsson og Fred Thursday sem geta báðir skorað. Ég vona að við verðum með nokkra menn sem skora 6-10 mörk í staðinn fyrir að binda vonir okkar við einn mann,“ segir Rúnar. Auk Árna er Finnur Orri Margeirsson á mála hjá Lilleström. Þeir halda til Drammen um helgina og mæta öðru stórliði í Noregi, Strömsgodset, í æfingaleik. „Við þurfum að koma hausnum í stand hjá strákunum. Við verðum að leggja meira á okkur saman, bæði leikmenn og þjálfarar. Við munum gefa Strömsgodset góðan leik. Það verður samt erfiður leikur en ég er viss um að strákarnir gefa allt sitt í þann leik,“ segir Rúnar Kristinsson. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Leik lokið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Sjá meira
Rúnar Kristinsson og lærisveinar hans í Lilleström fengu þokkalegan skell í æfingaleik gegn Odd, 6-1, um síðustu helgi. Þó um æfingaleik sé að ræða eru tölurnar áhyggjuefni þar sem aðeins eru um tvær vikur þar til Lilleström mætir Start í Íslendingaslag í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar. „Strákarnir sögðu að þeir væru þreyttir. Ég veit ekki af hverju það var en við þurfum að spila miklu betur. Það er mikið sem við þurfum að laga en það munum við gera. Ég talaði við hvern og einn leikmann eftir leikinn,“ segir Rúnar í viðtali við heimasíðu Lilleström, en þar er hann spurður að því hver á að skora mörkin í sumar? „Við erum með nokkra menn sem geta skorað. Moryké Fofana er búinn að skora fjögur mörk í æfingaleikjunum hingað til. Erling hefur ekki spilað ennþá en við vonumst til að hann geti skorað mörg mörg eins og í fyrra.“ „Svo erum við með Árna Vilhjálmsson og Fred Thursday sem geta báðir skorað. Ég vona að við verðum með nokkra menn sem skora 6-10 mörk í staðinn fyrir að binda vonir okkar við einn mann,“ segir Rúnar. Auk Árna er Finnur Orri Margeirsson á mála hjá Lilleström. Þeir halda til Drammen um helgina og mæta öðru stórliði í Noregi, Strömsgodset, í æfingaleik. „Við þurfum að koma hausnum í stand hjá strákunum. Við verðum að leggja meira á okkur saman, bæði leikmenn og þjálfarar. Við munum gefa Strömsgodset góðan leik. Það verður samt erfiður leikur en ég er viss um að strákarnir gefa allt sitt í þann leik,“ segir Rúnar Kristinsson.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Leik lokið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Sjá meira