Segir það vart þekkjast að seðlabankastjóri sé einráður ingvar haraldsson skrifar 25. mars 2015 15:30 Friðrik Már Baldursson segir markmið tillagnanna að draga úr valdi einráðs seðlabankastjóra. vísir/GVA „Það er málinu óviðkomandi, ef pólitíkusar vilja sína menn eða sjálfa sig í embætti seðlabankastjóra þá geta þeir gert það burtséð frá því hvort þeir séu einir eða þrír,” segir Friðrik Már Baldursson, sem átti sæti í nefnd um endurskoðun laga um Seðlabanka Íslands. Friðrik Már var þar að vísa til ummæla Þórólfs Matthíasson, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands, um að tillögur um fjölgun seðlabankastjóra bentu til pólitískra afskipta af Seðlabankanum.Markmiðið að seðlabankastjóri sé ekki einráður Friðrik Már segir að meginatriðið í tillögunum sé að takmarka völd einráðs seðlabankastjóra með fjölgun seðlabankastjóra í þrjá. „Það er mikill misskilningur sem gengur í gegnum umræðuna um þetta sé svona erlendis. Það er hægt að finna einhver dæmi en í nánast öllum nágrannalöndum sem við horfum nú gjarnan til eru vissulega einn seðlabankastjóri sem er formaður bankastjórnar. En hann tekur ekki einn ákvarðanir í bankanum. Hann þarf að sækja sér stuðning til bankastjórnar,“ segir Friðrik Már.Sjá einnig:Þrjú þúsund seðlabankastjórar Í Seðlabanka Íslands sé hins vegar engin bankastjórn. Því séu margar af stærstu ákvörðunum bankans lagðar á hendur þess sem situr í embætti seðlabankastjóra. Friðrik Már segir að vissulega taki peningastefnunefnd margar veigamiklar ákvarðanir en völd seðlabankastjóra séu engu síður gífurleg. Friðrik Már nefnir sem dæmi svokallaðan Avens gjörning þar sem Seðlabankinn leysti út 90 milljarða skuldabréf úr Seðlabankanum í Lúxemborg. „Þú myndir nú tæplega finna það fyrirtæki eða aðra stofnun þar sem forstjóri eða sá sem situr á toppnum í þeirri stofnun geti tekið ákvörðun af þessari stærðargráðu án þess að þurfa að bera það undir stjórn. Þrátt fyrir að þetta fyrirkomulag hafi gengið ágætlega þá felast miklar hættur í því. Það segir sig eiginlega sjálft,“ segir Friðrik.Friðrik Már segir að Már Guðmundsson hafi staðið sig vel í starfi seðlabankastjóra.vísir/daníelEinn sem leiðir starf bankans Ekki er hægt að miða tillögurnar út frá þeim sem nú starfar í Seðlabankanum heldur þarf að horfa til lengri tíma, að sögn Friðriks Más. „Sá sem nú situr í embætti Seðlabankastjóra hefur staðið sig vel,“ segir hann. Með fjölgun seðlabankastjóra í þrjá sé því markmiðið að fá fjölskipað vald þar sem seðlabankastjórar taki sameiginlegar ákvarðanir. Þá segir Friðrik Már alveg skýrt að einn aðili muni bera titil seðlabankastjóra og koma fram fyrir hönd bankans. „Í þessum tillögum þá er seðlabankastjórinn fremstur meðal jafningja í seðlabankastjórninni. Hinir tveir í bankastjórninni myndu bera titlana bankastjóri peningamála og og bankastjóri fjármálstöðugleika og bera ábyrgð á innra starfi bankans. Seðlabankastjórinn mun leiða starf bankans og koma fram fyrir hans hönd. Það mun ekkert fara á milli mála að hann verður formaður bankastjórnar, þótt að bankastjórnin taki sameiginlegar ákvarðanir,“ segir Friðrik.Alþingi mun þurfa að samþykkja útnefningu seðlabankastjóra sé hann ekki valinn úr hópi þeirra hæfustu.vísir/gvaÞarf samþykki Alþingis sé sá hæfasti ekki valinn Í tillögunum er einnig ákvæði um nafnleynd umsækjenda. Friðrik Már segir að ákvæðið muni einungis gilda um þá umsækjendur sem óska nafnleyndar. „En nafnleyndin takmarkast auðvitað við það að þegar kemur að því að ráða viðkomandi einstakling verður að birta umsögn um viðkomandi,“ segir hann. Þá segir Friðrik að samkvæmt tillögunum þurfi Alþingi að samþykkja skipun seðlabankastjóra ætli ráðherra ekki að ráða þann sem valnefnd hefur talið hæfastan eða í hópi þeirra hæfustu. Fari málið fyrir Alþingi verði nafnleynd sjálfkrafa aflétt. Með þessu sé verið að styrkja umsóknarferlið að mati Friðriks. Friðrik Már gaf einnig lítið fyrir áhyggjur Þórólfs af því að erfitt gæti verið að fá hæft fólk í embættið. „Ég gæti nefnt nokkra, bæði utan og innan Seðlabankans. Það ætti ekki að vera erfitt að finna einn hæfan til viðbótar við þá seðlabankastjóra sem nú sitja,“ segir Friðrik Már. Alþingi Tengdar fréttir Þrjú þúsund seðlabankastjórar Bandaríkin, Bretland, Noregur, Finnland, Danmörk og Svíþjóð. Allt eru þetta lönd sem láta sér nægja einn seðlabankastjóra. Sama gildir um Seðlabanka Evrópu, en þar hefur ekki verið talin ástæða til að skipa tvo meðreiðarsveina til aðstoðar Mario Draghi. 25. mars 2015 10:15 Segir pólitísk fingraför á tillögum um fjölgun seðlabankastjóra Þórólfi Matthíassyni hagfræðingi hugnast illa hugmyndir um þrjá seðlabankastjóra. 23. mars 2015 19:00 Útilokar ekki frumvarp um Seðlabanka á vorþingi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útilokar ekki að leggja fram frumvarp á yfirstandandi vorþingi um breytingar á lögum um Seðlabankann þar sem meðal annars er gert ráð fyrir því að fjölga bankastjórum úr einum í þrjá. 23. mars 2015 18:30 Seðlabankastjórum verði fjölgað í þrjá Nefnd undir stjórn Þráins Eggertssonar hagfræðings telur skynsamlegt að fjölga seðlabankastjórum úr einum í þrjá. 20. mars 2015 16:37 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
„Það er málinu óviðkomandi, ef pólitíkusar vilja sína menn eða sjálfa sig í embætti seðlabankastjóra þá geta þeir gert það burtséð frá því hvort þeir séu einir eða þrír,” segir Friðrik Már Baldursson, sem átti sæti í nefnd um endurskoðun laga um Seðlabanka Íslands. Friðrik Már var þar að vísa til ummæla Þórólfs Matthíasson, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands, um að tillögur um fjölgun seðlabankastjóra bentu til pólitískra afskipta af Seðlabankanum.Markmiðið að seðlabankastjóri sé ekki einráður Friðrik Már segir að meginatriðið í tillögunum sé að takmarka völd einráðs seðlabankastjóra með fjölgun seðlabankastjóra í þrjá. „Það er mikill misskilningur sem gengur í gegnum umræðuna um þetta sé svona erlendis. Það er hægt að finna einhver dæmi en í nánast öllum nágrannalöndum sem við horfum nú gjarnan til eru vissulega einn seðlabankastjóri sem er formaður bankastjórnar. En hann tekur ekki einn ákvarðanir í bankanum. Hann þarf að sækja sér stuðning til bankastjórnar,“ segir Friðrik Már.Sjá einnig:Þrjú þúsund seðlabankastjórar Í Seðlabanka Íslands sé hins vegar engin bankastjórn. Því séu margar af stærstu ákvörðunum bankans lagðar á hendur þess sem situr í embætti seðlabankastjóra. Friðrik Már segir að vissulega taki peningastefnunefnd margar veigamiklar ákvarðanir en völd seðlabankastjóra séu engu síður gífurleg. Friðrik Már nefnir sem dæmi svokallaðan Avens gjörning þar sem Seðlabankinn leysti út 90 milljarða skuldabréf úr Seðlabankanum í Lúxemborg. „Þú myndir nú tæplega finna það fyrirtæki eða aðra stofnun þar sem forstjóri eða sá sem situr á toppnum í þeirri stofnun geti tekið ákvörðun af þessari stærðargráðu án þess að þurfa að bera það undir stjórn. Þrátt fyrir að þetta fyrirkomulag hafi gengið ágætlega þá felast miklar hættur í því. Það segir sig eiginlega sjálft,“ segir Friðrik.Friðrik Már segir að Már Guðmundsson hafi staðið sig vel í starfi seðlabankastjóra.vísir/daníelEinn sem leiðir starf bankans Ekki er hægt að miða tillögurnar út frá þeim sem nú starfar í Seðlabankanum heldur þarf að horfa til lengri tíma, að sögn Friðriks Más. „Sá sem nú situr í embætti Seðlabankastjóra hefur staðið sig vel,“ segir hann. Með fjölgun seðlabankastjóra í þrjá sé því markmiðið að fá fjölskipað vald þar sem seðlabankastjórar taki sameiginlegar ákvarðanir. Þá segir Friðrik Már alveg skýrt að einn aðili muni bera titil seðlabankastjóra og koma fram fyrir hönd bankans. „Í þessum tillögum þá er seðlabankastjórinn fremstur meðal jafningja í seðlabankastjórninni. Hinir tveir í bankastjórninni myndu bera titlana bankastjóri peningamála og og bankastjóri fjármálstöðugleika og bera ábyrgð á innra starfi bankans. Seðlabankastjórinn mun leiða starf bankans og koma fram fyrir hans hönd. Það mun ekkert fara á milli mála að hann verður formaður bankastjórnar, þótt að bankastjórnin taki sameiginlegar ákvarðanir,“ segir Friðrik.Alþingi mun þurfa að samþykkja útnefningu seðlabankastjóra sé hann ekki valinn úr hópi þeirra hæfustu.vísir/gvaÞarf samþykki Alþingis sé sá hæfasti ekki valinn Í tillögunum er einnig ákvæði um nafnleynd umsækjenda. Friðrik Már segir að ákvæðið muni einungis gilda um þá umsækjendur sem óska nafnleyndar. „En nafnleyndin takmarkast auðvitað við það að þegar kemur að því að ráða viðkomandi einstakling verður að birta umsögn um viðkomandi,“ segir hann. Þá segir Friðrik að samkvæmt tillögunum þurfi Alþingi að samþykkja skipun seðlabankastjóra ætli ráðherra ekki að ráða þann sem valnefnd hefur talið hæfastan eða í hópi þeirra hæfustu. Fari málið fyrir Alþingi verði nafnleynd sjálfkrafa aflétt. Með þessu sé verið að styrkja umsóknarferlið að mati Friðriks. Friðrik Már gaf einnig lítið fyrir áhyggjur Þórólfs af því að erfitt gæti verið að fá hæft fólk í embættið. „Ég gæti nefnt nokkra, bæði utan og innan Seðlabankans. Það ætti ekki að vera erfitt að finna einn hæfan til viðbótar við þá seðlabankastjóra sem nú sitja,“ segir Friðrik Már.
Alþingi Tengdar fréttir Þrjú þúsund seðlabankastjórar Bandaríkin, Bretland, Noregur, Finnland, Danmörk og Svíþjóð. Allt eru þetta lönd sem láta sér nægja einn seðlabankastjóra. Sama gildir um Seðlabanka Evrópu, en þar hefur ekki verið talin ástæða til að skipa tvo meðreiðarsveina til aðstoðar Mario Draghi. 25. mars 2015 10:15 Segir pólitísk fingraför á tillögum um fjölgun seðlabankastjóra Þórólfi Matthíassyni hagfræðingi hugnast illa hugmyndir um þrjá seðlabankastjóra. 23. mars 2015 19:00 Útilokar ekki frumvarp um Seðlabanka á vorþingi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útilokar ekki að leggja fram frumvarp á yfirstandandi vorþingi um breytingar á lögum um Seðlabankann þar sem meðal annars er gert ráð fyrir því að fjölga bankastjórum úr einum í þrjá. 23. mars 2015 18:30 Seðlabankastjórum verði fjölgað í þrjá Nefnd undir stjórn Þráins Eggertssonar hagfræðings telur skynsamlegt að fjölga seðlabankastjórum úr einum í þrjá. 20. mars 2015 16:37 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Þrjú þúsund seðlabankastjórar Bandaríkin, Bretland, Noregur, Finnland, Danmörk og Svíþjóð. Allt eru þetta lönd sem láta sér nægja einn seðlabankastjóra. Sama gildir um Seðlabanka Evrópu, en þar hefur ekki verið talin ástæða til að skipa tvo meðreiðarsveina til aðstoðar Mario Draghi. 25. mars 2015 10:15
Segir pólitísk fingraför á tillögum um fjölgun seðlabankastjóra Þórólfi Matthíassyni hagfræðingi hugnast illa hugmyndir um þrjá seðlabankastjóra. 23. mars 2015 19:00
Útilokar ekki frumvarp um Seðlabanka á vorþingi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útilokar ekki að leggja fram frumvarp á yfirstandandi vorþingi um breytingar á lögum um Seðlabankann þar sem meðal annars er gert ráð fyrir því að fjölga bankastjórum úr einum í þrjá. 23. mars 2015 18:30
Seðlabankastjórum verði fjölgað í þrjá Nefnd undir stjórn Þráins Eggertssonar hagfræðings telur skynsamlegt að fjölga seðlabankastjórum úr einum í þrjá. 20. mars 2015 16:37