„Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Lovísa Arnardóttir skrifar 9. maí 2025 15:41 Halla táraðist í samtali. Pétur Fjeldsted Velsældarverðlaunin, Wellbeing Awards, voru veitt í fyrsta sinn á Velsældarþinginu sem haldið er í Hörpu. Verðlaunin eru veitt aðilum sem hafa stuðlað að árangursríku framlagi til velsældar í samfélögum sínum og í heiminum. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands og verndandi þingsins, afhenti fulltrúum WEGo þjóðanna verðlaunin. „Það er mér sönn ánægja að taka á móti þessum verðlaunum fyrir hönd ríkisstjórna velsældarhagkerfa. Þetta samstarf er gott dæmi um hvernig ríki geta unnið saman að sameiginlegum markmiðum,“ segir Gary Gillespie aðalhagfræðingur og ráðgjafi skosku ríkisstjórnarinnar, í tilkynningu um málið. Gillispie er einn fjögurra fulltrúa þjóðanna á þinginu. Hinir eru Veli-Mikko Niemi ráðuneytisstjóri finnska félags- og heilbrigðisráðuneytisins, Lloyd Harris forstöðumaður sjálfbærniþróunar ríkisstjórnar Wales og Benedikt Árnason ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins. Halla táraðist í samtali. Pétur Fjeldsted Í tilkynningu kemur fram að verðlaunin eru veitt þeim sem hafa stuðlað að árangursríku framlagi til velsældar í samfélögum sínum og í heiminum. Wellbeing Economy Governments (WEGo) er samstarfsvettvangur þar sem Ísland, Finnland, Skotland, Kanada, Nýja Sjáland og Wales vinna saman að því að þróa hagkerfi sem setja lífsgæði, velsæld og sjálfbærni í forgang. Þessi ríki deila reynslu, stefnumótun og mælikvörðum sem miða að því að tryggja að efnahagsstefna stuðli að velferð fólks og náttúru, ekki eingöngu hagvexti. Velsældarþingið, Wellbeing Economy Forum, fer nú fram í Hörpu. Þar koma saman um þrjú hundruð þátttakendur úr stjórnsýslu, fræðasamfélagi, atvinnulífi, alþjóðastofnunum og grasrótarsamtökum til að ræða hvernig hægt sé að byggja upp hagkerfi þar sem lífsgæði, heilsa, félagslegt réttlæti og sjálfbærni eru höfð að leiðarljósi. Haldið af embætti landlæknis Þingið er haldið af Embætti landlæknis í samstarfi við fjölmargar innlendar og alþjóðlegar stofnanir og samstarfsaðila, þar á meðal forsætisráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, Alþjóðlegu heilbrigðismálastofnunina, OECD, UNESCO, WEGo, WEAll, Festu – Miðstöð um sjálfbærni, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga. Velsældarþingið er hluti af evrópska verkefninu JA PreventNCD, sem er styrkt af Heilbrigðisáætlun Evrópusambandsins. Halla Tómasdóttir átti fjölmörg samtöl á þinginu. Pétur Fjeldsted Annar dagur Velsældarþingsins, Wellbeing Economy Forum, hófst í morgun í Hörpu með samræðum um hugrekki, samkennd og mikilvægi tengsla í leiðtogahlutverki og hvernig þessi gildi eru forsenda velsældar í samfélögum nútímans. Í tilkynningu segir að þar hafi Halla Tómasdóttir átt samtal við Sandrine Dixson-Declève, alþjóðlegan sendiherra Club of Rome og stjórnanda Earth4All og Dr. Jude Currivan, framtíðarfræðing og stofnanda WholeWorld-View. Samtal milli kynslóða mikilvægt Hún hafi í erindi sínu talað um mikilvægi hugrekkis í leiðtogahlutverkinu og mikilvægi samtals á milli kynslóða, mismunandi geira í samfélaginu og ólíkra menningarheima. „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis, hugrekkis til að leiða á nýjan hátt, hlusta víðar og vinna þvert á geira, kynslóðir og menningarheima. Við þurfum að finna hugrekki til að raska ríkjandi kerfum og venjum, til að skapa raunverulegt og jákvætt gildi í heiminum. WEGo þjóðirnar og Norðurlöndin gegna þar lykilhlutverki. Ísland líkt og Norðurlandaþjóðirnar erum hver um sig lítil þjóð, en saman erum við ellefta stærsta hagkerfi heims, G11. Með sameiginlegri framtíðarsýn og samstarfi getum við haft varanleg áhrif á leið okkar í átt að velsæld fyrir fólk og náttúru,“ sagði Halla. Halldóra Geirharðsdóttir leikkona skemmti gestum. Pétur Fjeldsted Romina Boarini, forstöðukona WISE-seturs hjá OECD, stýrði pallborðsumræðum um hvernig hægt sé að efla tengsl, minnka einmanaleika og styrkja samfélagslega samheldni, sem hefur bein áhrif á andlega heilsu, þátttöku og almenn lífsgæði. Þátttakendur voru Katarina Ivanković Knežević, framkvæmdastjóri félagslegra réttinda hjá framkvæmdastjórn ESB, Gabriela Ramos, frambjóðandi Mexíkó til embættis framkvæmdastjóra UNESCO, Lourdes Márquez hjá ONCE Foundation, Spánn, Ilona Kickbusch, University of Geneva og Lucía Rodríguez-Borlado, lýðheilsulæknir og ungliðafulltrúi JA PreventNCD. Forseti Íslands Heilbrigðismál Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
„Það er mér sönn ánægja að taka á móti þessum verðlaunum fyrir hönd ríkisstjórna velsældarhagkerfa. Þetta samstarf er gott dæmi um hvernig ríki geta unnið saman að sameiginlegum markmiðum,“ segir Gary Gillespie aðalhagfræðingur og ráðgjafi skosku ríkisstjórnarinnar, í tilkynningu um málið. Gillispie er einn fjögurra fulltrúa þjóðanna á þinginu. Hinir eru Veli-Mikko Niemi ráðuneytisstjóri finnska félags- og heilbrigðisráðuneytisins, Lloyd Harris forstöðumaður sjálfbærniþróunar ríkisstjórnar Wales og Benedikt Árnason ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins. Halla táraðist í samtali. Pétur Fjeldsted Í tilkynningu kemur fram að verðlaunin eru veitt þeim sem hafa stuðlað að árangursríku framlagi til velsældar í samfélögum sínum og í heiminum. Wellbeing Economy Governments (WEGo) er samstarfsvettvangur þar sem Ísland, Finnland, Skotland, Kanada, Nýja Sjáland og Wales vinna saman að því að þróa hagkerfi sem setja lífsgæði, velsæld og sjálfbærni í forgang. Þessi ríki deila reynslu, stefnumótun og mælikvörðum sem miða að því að tryggja að efnahagsstefna stuðli að velferð fólks og náttúru, ekki eingöngu hagvexti. Velsældarþingið, Wellbeing Economy Forum, fer nú fram í Hörpu. Þar koma saman um þrjú hundruð þátttakendur úr stjórnsýslu, fræðasamfélagi, atvinnulífi, alþjóðastofnunum og grasrótarsamtökum til að ræða hvernig hægt sé að byggja upp hagkerfi þar sem lífsgæði, heilsa, félagslegt réttlæti og sjálfbærni eru höfð að leiðarljósi. Haldið af embætti landlæknis Þingið er haldið af Embætti landlæknis í samstarfi við fjölmargar innlendar og alþjóðlegar stofnanir og samstarfsaðila, þar á meðal forsætisráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, Alþjóðlegu heilbrigðismálastofnunina, OECD, UNESCO, WEGo, WEAll, Festu – Miðstöð um sjálfbærni, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga. Velsældarþingið er hluti af evrópska verkefninu JA PreventNCD, sem er styrkt af Heilbrigðisáætlun Evrópusambandsins. Halla Tómasdóttir átti fjölmörg samtöl á þinginu. Pétur Fjeldsted Annar dagur Velsældarþingsins, Wellbeing Economy Forum, hófst í morgun í Hörpu með samræðum um hugrekki, samkennd og mikilvægi tengsla í leiðtogahlutverki og hvernig þessi gildi eru forsenda velsældar í samfélögum nútímans. Í tilkynningu segir að þar hafi Halla Tómasdóttir átt samtal við Sandrine Dixson-Declève, alþjóðlegan sendiherra Club of Rome og stjórnanda Earth4All og Dr. Jude Currivan, framtíðarfræðing og stofnanda WholeWorld-View. Samtal milli kynslóða mikilvægt Hún hafi í erindi sínu talað um mikilvægi hugrekkis í leiðtogahlutverkinu og mikilvægi samtals á milli kynslóða, mismunandi geira í samfélaginu og ólíkra menningarheima. „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis, hugrekkis til að leiða á nýjan hátt, hlusta víðar og vinna þvert á geira, kynslóðir og menningarheima. Við þurfum að finna hugrekki til að raska ríkjandi kerfum og venjum, til að skapa raunverulegt og jákvætt gildi í heiminum. WEGo þjóðirnar og Norðurlöndin gegna þar lykilhlutverki. Ísland líkt og Norðurlandaþjóðirnar erum hver um sig lítil þjóð, en saman erum við ellefta stærsta hagkerfi heims, G11. Með sameiginlegri framtíðarsýn og samstarfi getum við haft varanleg áhrif á leið okkar í átt að velsæld fyrir fólk og náttúru,“ sagði Halla. Halldóra Geirharðsdóttir leikkona skemmti gestum. Pétur Fjeldsted Romina Boarini, forstöðukona WISE-seturs hjá OECD, stýrði pallborðsumræðum um hvernig hægt sé að efla tengsl, minnka einmanaleika og styrkja samfélagslega samheldni, sem hefur bein áhrif á andlega heilsu, þátttöku og almenn lífsgæði. Þátttakendur voru Katarina Ivanković Knežević, framkvæmdastjóri félagslegra réttinda hjá framkvæmdastjórn ESB, Gabriela Ramos, frambjóðandi Mexíkó til embættis framkvæmdastjóra UNESCO, Lourdes Márquez hjá ONCE Foundation, Spánn, Ilona Kickbusch, University of Geneva og Lucía Rodríguez-Borlado, lýðheilsulæknir og ungliðafulltrúi JA PreventNCD.
Forseti Íslands Heilbrigðismál Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira