Amazon kvartar yfir seinagangi flugmálastjórnar Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2015 12:53 Amazon vill flytja vörur að dyrum fólks með drónum. Vísir/AFP Internetfyrirtækið Amazon vill að flugmálastjórn Bandaríkjanna líti til Evrópu við löggjöf og reglur varðandi flug dróna. Flugmálastjórn samþykkti í síðustu viku að Amazon gæti hafið tilraunir með heimsendingaþjónustu með dróna. Markmið fyrirtækisins er að sé eitthvað keypt á heimasíðu þeirra, verði mögulegt að fá það sent heim að dyrum með drónum. Forsvarsmenn Amazon segja þó að yfirvöld í Bandaríkjunum vinni allt of hægt. Leyfisveitingin tók eitt og hálft ár og nær leyfið einungis yfir eina tegund dróna. Á þeim tíma hefur Amazon þróað dróna síðan áfram svo tegundin sem hefur fengið leyfi er úrelt. „Hvergi, nema í Bandaríkjunum, höfum við þurft að bíða lengur en einn til tvo mánuði áður en við getum hafið tilraunir okkar og leyfin hafa náð til flokk dróna, sem veitir okkur svigrúm til frekari þróunar og tilrauna, án þess að þurfa sífellt ný leyfi,“ hefur The Verge eftir Paul Misener frá Amazon. Misener setti einnig út á reglur sem flugmálastjórnin (FAA) hefur lagt til. Þar er sagt til um að öllum drónum eigi að vera flogið af manneskjum og að þeim megi ekki fljúga úr sjónmáli. Hann sagði að allar reglur yrðu að gera fyrirtækjum mögulegt að nýta tæknina til fulls. Að leyfilegt verði að fljúga drónum sjálfvirkt og úr sjónmáli. Það hefði mögulega verið hættulegt fyrir nokkrum árum, en Misener sagði að tækninni hefði fleygt áfram á undanförnum árum og vel sé hægt að draga úr hættunni. Forsvarsmenn Amazon telja að Bandaríkin muni missa af lestinni, nái uppástungur FAA fram að ganga. Í Evrópu hafa drónar verið flokkaðir sem ný tegund flygilda, en í Bandaríkjunum eru þeir flokkaðir með mönnuðum flugvélum. Misener segir fyrirkomulagið í Evrópu vera mun betra. Sérfræðingar sem Forbes ræddi við á dögunum segja að fyrirtæki eins og Amazon og Google muni Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Internetfyrirtækið Amazon vill að flugmálastjórn Bandaríkjanna líti til Evrópu við löggjöf og reglur varðandi flug dróna. Flugmálastjórn samþykkti í síðustu viku að Amazon gæti hafið tilraunir með heimsendingaþjónustu með dróna. Markmið fyrirtækisins er að sé eitthvað keypt á heimasíðu þeirra, verði mögulegt að fá það sent heim að dyrum með drónum. Forsvarsmenn Amazon segja þó að yfirvöld í Bandaríkjunum vinni allt of hægt. Leyfisveitingin tók eitt og hálft ár og nær leyfið einungis yfir eina tegund dróna. Á þeim tíma hefur Amazon þróað dróna síðan áfram svo tegundin sem hefur fengið leyfi er úrelt. „Hvergi, nema í Bandaríkjunum, höfum við þurft að bíða lengur en einn til tvo mánuði áður en við getum hafið tilraunir okkar og leyfin hafa náð til flokk dróna, sem veitir okkur svigrúm til frekari þróunar og tilrauna, án þess að þurfa sífellt ný leyfi,“ hefur The Verge eftir Paul Misener frá Amazon. Misener setti einnig út á reglur sem flugmálastjórnin (FAA) hefur lagt til. Þar er sagt til um að öllum drónum eigi að vera flogið af manneskjum og að þeim megi ekki fljúga úr sjónmáli. Hann sagði að allar reglur yrðu að gera fyrirtækjum mögulegt að nýta tæknina til fulls. Að leyfilegt verði að fljúga drónum sjálfvirkt og úr sjónmáli. Það hefði mögulega verið hættulegt fyrir nokkrum árum, en Misener sagði að tækninni hefði fleygt áfram á undanförnum árum og vel sé hægt að draga úr hættunni. Forsvarsmenn Amazon telja að Bandaríkin muni missa af lestinni, nái uppástungur FAA fram að ganga. Í Evrópu hafa drónar verið flokkaðir sem ný tegund flygilda, en í Bandaríkjunum eru þeir flokkaðir með mönnuðum flugvélum. Misener segir fyrirkomulagið í Evrópu vera mun betra. Sérfræðingar sem Forbes ræddi við á dögunum segja að fyrirtæki eins og Amazon og Google muni
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira