Freyr búinn að velja Hollands-hópinn 24. mars 2015 16:36 Freyr Alexandersson. vísir/valli Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, valdi í dag landsliðshópinn sem mun spila gegn Hollandi í byrjun næsta mánaðar. Um vináttulandsleik er að ræða og fer leikurinn fram í Kórnum þann 4. apríl næstkomandi. Þetta verður í áttunda skiptið sem þjóðirnar eigast við hjá en Ísland hefur fimm sinnum farið með sigur af hólmi í viðureignunum hingað til, einu sinni hefur orðið jafntefli og einu sinni hefur Holland haft betur. Þjóðirnar munu svo leika vináttulandsleik í Hollandi á næsta ári. Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir eru leikjahæstu leikmenn hópsins en þær hafa báðar leikið 97 landsleiki. Síðast léku þjóðirnar í úrslitakeppni EM í Svíþjóð árið 2013 og þá hafði Ísland betur, 1–0, með marki Dagnýjar Brynjarsdóttur. Þjóðirnar hafa einu sinni áður mæst í Kórnum, árið 2009, í vináttulandsleik. Honum lyktaði með jafntefli, 1 – 1. Holland undirbýr sig nú af kappi fyrir úrslitakeppni HM í Kanada sem hefst 6. júní en þar leika þær í riðli með Kína, Nýja Sjálandi og heimastúlkum. Holland mun svo verða gestgjafi úrslitakeppni EM 2017 en dregið verður í riðla undankeppninnar þann 13. apríl næstkomandi og verður Ísland þar í efsta styrkleikaflokki. Holland situr nú í 11. sæti á styrkleikalista FIFA kvenna, fór upp um fjögur sæti á milli lista, en nýr listi verður birtur 27. mars. Holland tók þátt á Kýpurmótinu sem fram fór á sama tíma og Ísland lék á Algarve mótinu. Þar hafnaði liðið í 8. sæti, gerðu jafntefli við Finnland og England en töpuðu gegn Ástralíu og Skotlandi. Hollenska liðið heldur héðan til Noregs þar sem þær leika vináttulandsleik 8. apríl.Hópurinn:Markverðir: Guðbjörg Gunnarsdóttir, Lilleström Sandra Sigurðardóttur, StjarnanAðrir leikmenn: Anna Björk Kristjánsdóttir, Stjarnan Anna María Baldursdóttir, Stjarnan Arna Sif Ásgrímsdóttir, Kopparsberg/Göteborg Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Stjarnan Dagný Brynjarsdóttir, FC Bayern Fanndís Friðriksdóttir, Breiðablik Glódís Perla Viggósdóttir, Eskilstuna Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfoss Guðný Björk Óðinsdóttir, Kristianstads Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Stabæk Hallbera Guðný Gísladóttir, Breiðablik Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan Hólmfríður Magnúsdóttir, Avaldsnes Margrét Lára Viðarsdóttir, Kristianstads Rakel Hönnudóttir, Breiðablik Sara Björk Gunnarsdóttir, FC Rosengård Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, valdi í dag landsliðshópinn sem mun spila gegn Hollandi í byrjun næsta mánaðar. Um vináttulandsleik er að ræða og fer leikurinn fram í Kórnum þann 4. apríl næstkomandi. Þetta verður í áttunda skiptið sem þjóðirnar eigast við hjá en Ísland hefur fimm sinnum farið með sigur af hólmi í viðureignunum hingað til, einu sinni hefur orðið jafntefli og einu sinni hefur Holland haft betur. Þjóðirnar munu svo leika vináttulandsleik í Hollandi á næsta ári. Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir eru leikjahæstu leikmenn hópsins en þær hafa báðar leikið 97 landsleiki. Síðast léku þjóðirnar í úrslitakeppni EM í Svíþjóð árið 2013 og þá hafði Ísland betur, 1–0, með marki Dagnýjar Brynjarsdóttur. Þjóðirnar hafa einu sinni áður mæst í Kórnum, árið 2009, í vináttulandsleik. Honum lyktaði með jafntefli, 1 – 1. Holland undirbýr sig nú af kappi fyrir úrslitakeppni HM í Kanada sem hefst 6. júní en þar leika þær í riðli með Kína, Nýja Sjálandi og heimastúlkum. Holland mun svo verða gestgjafi úrslitakeppni EM 2017 en dregið verður í riðla undankeppninnar þann 13. apríl næstkomandi og verður Ísland þar í efsta styrkleikaflokki. Holland situr nú í 11. sæti á styrkleikalista FIFA kvenna, fór upp um fjögur sæti á milli lista, en nýr listi verður birtur 27. mars. Holland tók þátt á Kýpurmótinu sem fram fór á sama tíma og Ísland lék á Algarve mótinu. Þar hafnaði liðið í 8. sæti, gerðu jafntefli við Finnland og England en töpuðu gegn Ástralíu og Skotlandi. Hollenska liðið heldur héðan til Noregs þar sem þær leika vináttulandsleik 8. apríl.Hópurinn:Markverðir: Guðbjörg Gunnarsdóttir, Lilleström Sandra Sigurðardóttur, StjarnanAðrir leikmenn: Anna Björk Kristjánsdóttir, Stjarnan Anna María Baldursdóttir, Stjarnan Arna Sif Ásgrímsdóttir, Kopparsberg/Göteborg Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Stjarnan Dagný Brynjarsdóttir, FC Bayern Fanndís Friðriksdóttir, Breiðablik Glódís Perla Viggósdóttir, Eskilstuna Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfoss Guðný Björk Óðinsdóttir, Kristianstads Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Stabæk Hallbera Guðný Gísladóttir, Breiðablik Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan Hólmfríður Magnúsdóttir, Avaldsnes Margrét Lára Viðarsdóttir, Kristianstads Rakel Hönnudóttir, Breiðablik Sara Björk Gunnarsdóttir, FC Rosengård
Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Sjá meira