Game of Thrones mun spilla fyrir lesendum Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2015 13:45 Vísir/AFP/HBO David Benioff, framleiðandi Game of Thrones, sagði nýverið að þættirnir myndu klárast áður en bækurnar sjö í Song of Ice and Fire seríunni væru komnar út. Þættirnir munu enda á sama máta og bækurnar og munu því spilla fyrir lesendum bókanna. „Sem betur fer höfum við rætt þetta við George um langt skeið, allt frá því að við áttuðum okkur á því að þetta gæti gerst og við vissum hvert stefndi. Á endanum munum við enda á sama stað og George er að fara. Það verða mögulega farnar mismunandi leiðir, en við stefnum á sama stað,“ hefur Vanity Fair, eftir Benioff. „Ég vildi að vissu leyti að við þyrftum ekki að spilla fyrir, en við erum fastir á milli steins og sleggju. Sýningin verður að halda áfram og við ætlum okkur að gera það.“ Fimmta sería GOT, sem hefst í næsta mánuði mun fjalla um fjórðu og fimmtu bækur SOIAF, A Feast for Crows og A Dance with Dragons. Þá verða bæði lesendur og áhorfendur á sama stað í sögunni. George R.R. Martin, höfundur sögunnar, hefur hætt við fjölda ráðstefna og viðtala og segist vera að einbeita sér af því að klára sjöttu bókina, The Winds of Winter. Þá hefur hann gefið í skyn að mögulega verði hann búinn að skrifa hana í sumar. Því er mögulegt að lesendur verði aftur komnir lengra áfram í sögunni, en þeir sem horfa eingöngu á þættina. Hins vegar verður að teljast ljóst að slíkt er nánast ómögulegt fyrir sjöundu seríu. Sjöunda bókin mun heita A Dream of Spring, en fyrsta bókin A Game of Thrones, var gefin út árið 1996. Ef einhverjir vilja rifja upp hvað hafi gerst hingað til í Westeros og hinum gífurlega flókna heimi sem George R.R. Martin hefur skapað er það mögulegt hér á aðdáendasíðunni Westeros.org. Sýning fimmtu seríunnar hefst þann 13. apríl. Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones sýndir í 170 löndum samtímis Til þessa hefur samstilling á frumsýningum á leiknum sjónvarpsþáttum ekki náð til Íslands. 10. mars 2015 16:43 „Fólk mun deyja sem deyr ekki í bókunum“ George R.R. Martin segir að aðdáendur Game of Thrones þurfi að vera á tánum. 17. febrúar 2015 10:46 Heimsfrumsýning á Vísi: Á bak við tjöldin við gerð Game of Thrones Hálftímalangur þáttur sem HBO gerði þar sem farið er á bak við tjöldin við gerð þáttanna. 9. febrúar 2015 01:00 Mest lesið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Eyjólfur er kominn í úrslit Lífið samstarf Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Fleiri fréttir „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Sjá meira
David Benioff, framleiðandi Game of Thrones, sagði nýverið að þættirnir myndu klárast áður en bækurnar sjö í Song of Ice and Fire seríunni væru komnar út. Þættirnir munu enda á sama máta og bækurnar og munu því spilla fyrir lesendum bókanna. „Sem betur fer höfum við rætt þetta við George um langt skeið, allt frá því að við áttuðum okkur á því að þetta gæti gerst og við vissum hvert stefndi. Á endanum munum við enda á sama stað og George er að fara. Það verða mögulega farnar mismunandi leiðir, en við stefnum á sama stað,“ hefur Vanity Fair, eftir Benioff. „Ég vildi að vissu leyti að við þyrftum ekki að spilla fyrir, en við erum fastir á milli steins og sleggju. Sýningin verður að halda áfram og við ætlum okkur að gera það.“ Fimmta sería GOT, sem hefst í næsta mánuði mun fjalla um fjórðu og fimmtu bækur SOIAF, A Feast for Crows og A Dance with Dragons. Þá verða bæði lesendur og áhorfendur á sama stað í sögunni. George R.R. Martin, höfundur sögunnar, hefur hætt við fjölda ráðstefna og viðtala og segist vera að einbeita sér af því að klára sjöttu bókina, The Winds of Winter. Þá hefur hann gefið í skyn að mögulega verði hann búinn að skrifa hana í sumar. Því er mögulegt að lesendur verði aftur komnir lengra áfram í sögunni, en þeir sem horfa eingöngu á þættina. Hins vegar verður að teljast ljóst að slíkt er nánast ómögulegt fyrir sjöundu seríu. Sjöunda bókin mun heita A Dream of Spring, en fyrsta bókin A Game of Thrones, var gefin út árið 1996. Ef einhverjir vilja rifja upp hvað hafi gerst hingað til í Westeros og hinum gífurlega flókna heimi sem George R.R. Martin hefur skapað er það mögulegt hér á aðdáendasíðunni Westeros.org. Sýning fimmtu seríunnar hefst þann 13. apríl.
Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones sýndir í 170 löndum samtímis Til þessa hefur samstilling á frumsýningum á leiknum sjónvarpsþáttum ekki náð til Íslands. 10. mars 2015 16:43 „Fólk mun deyja sem deyr ekki í bókunum“ George R.R. Martin segir að aðdáendur Game of Thrones þurfi að vera á tánum. 17. febrúar 2015 10:46 Heimsfrumsýning á Vísi: Á bak við tjöldin við gerð Game of Thrones Hálftímalangur þáttur sem HBO gerði þar sem farið er á bak við tjöldin við gerð þáttanna. 9. febrúar 2015 01:00 Mest lesið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Eyjólfur er kominn í úrslit Lífið samstarf Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Fleiri fréttir „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Sjá meira
Game of Thrones sýndir í 170 löndum samtímis Til þessa hefur samstilling á frumsýningum á leiknum sjónvarpsþáttum ekki náð til Íslands. 10. mars 2015 16:43
„Fólk mun deyja sem deyr ekki í bókunum“ George R.R. Martin segir að aðdáendur Game of Thrones þurfi að vera á tánum. 17. febrúar 2015 10:46
Heimsfrumsýning á Vísi: Á bak við tjöldin við gerð Game of Thrones Hálftímalangur þáttur sem HBO gerði þar sem farið er á bak við tjöldin við gerð þáttanna. 9. febrúar 2015 01:00