Handbolti

Öruggt hjá Berlínarrefunum í Serbíu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dagur Sigurðsson lætur af störfum sem þjálfari Füchse Berlin eftir tímabilið.
Dagur Sigurðsson lætur af störfum sem þjálfari Füchse Berlin eftir tímabilið. vísir/getty
Füchse Berlin gerði góða ferð til Novi Sad í Serbíu og vann fimm marka sigur, 25-30, á HC Vojvodina í EHF-bikarnum í handbolta. Staðan í hálfleik var 11-17, Berlínarrefunum í vil.

Konstantin Igropulo var markahæstur í liði Füchse með sjö mörk en Paul Drux og Petar Nenadic komu næstir með fjögur mörk hvor.

Þetta var lokaleikur lærisveina Dags Sigurðssonar í riðlakeppninni en þeir urðu efstir í C-riðli með 10 stig, jafnmörg og Skjern frá Danmörku.

Füchse Berlin verður því í pottinum þegar dregið verður í átta-liða úrslit EHF-bikarsins sem fara fram í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×