Suárez hetja Barcelona í El Clásico | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. mars 2015 00:01 Suárez skorar sigurmark Barcelona. Vísir/Getty Luis Suárez tryggði Barcelona sigur á Real Madrid í El Clásico á Nývangi í kvöld. Lokatölur 2-1, fyrir Börsunga sem eru komnir með fjögurra stiga forskot á Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar.Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Leikurinn var nokkuð harður en dómarinn Antonio Mateu lyfti gula spjaldinu alls 12 sinnum. Þó voru aðeins dæmdar 23 aukaspyrnur í leiknum. Real Madrid var sterkari aðilinn framan af leik og Ronaldo var nálægt því að koma Evrópumeisturunum yfir þegar hann skaut í slá af stuttu færi eftir sendingu Karim Benzema á 12. mínútu. Það voru hins vegar Börsungar sem náðu forystunni á 19. mínútu þegar franski varnarmaðurinn Jeremy Mathieu skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu Lionel Messi. Mathieu varð þar með áttundi Frakkinn sem skorar í El Clásico.Messi lagði upp fyrra mark Barcelona.vísir/gettyNeymar fékk gott færi eftir hornspyrnu á 29. mínútu en þremur mínútum síðar jafnaði Ronaldo metin eftir frábæra sókn Real Madrid og sendingu Benzema. Þetta var 15. mark Ronaldo í El Clásico en aðeins Messi (21) og Alfredo Di Stéfano (18) hafa skorað fleiri. Madrídingar sóttu stíft að marki Barcelona það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en náðu ekki að bæta við marki. Gareth Bale skoraði reyndar á 40. mínútu en markið var, að því er virtist ranglega, dæmt af vegna rangstöðu. Nokkrum mínútum síðar átti Ronaldo þrumuskot sem Claudio Bravo varði vel. Bravo varði aftur vel frá Benzema í upphafi seinni hálfleiks en Börsungar tóku forystuna á ný á 56. mínútu. Dani Alves átti þá langa sendingu inn fyrir vörn gestanna, á Luis Suárez sem lagði boltann vel fyrir sig og setti hann svo framhjá Iker Casillas í markinu. Þetta var 14. mark Úrúgvæans fyrir Barcelona í vetur.Ronaldo skoraði en það dugði ekki til.vísir/gettyEftir mark Suárez höfðu Börsungar góð tök á leiknum og Neymar og Messi fengu góð færi til að auka forskotið. Bravo varð svo að taka á honum stóra sínum á 78. mínútu þegar hann varði skot Benzema, sem fór af varnarmanni, frábærlega. Jordi Alba fékk dauðafæri til að klára leikinn á 86. mínútu, þegar hann komst inn fyrir vörn gestanna, en Casillas varði vel. Hann varði svo aftur frá Messi tveimur mínútum síðar. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Börsungar fögnuðu sigri sem gæti reynst afar dýrmætur í toppbaráttunni.Barcelona 1-0 Real Madrid Barcelona 1-1 Real Madrid Barcelona 2-1 Real Madrid Spænski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Dramatík í Manchester Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Luis Suárez tryggði Barcelona sigur á Real Madrid í El Clásico á Nývangi í kvöld. Lokatölur 2-1, fyrir Börsunga sem eru komnir með fjögurra stiga forskot á Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar.Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Leikurinn var nokkuð harður en dómarinn Antonio Mateu lyfti gula spjaldinu alls 12 sinnum. Þó voru aðeins dæmdar 23 aukaspyrnur í leiknum. Real Madrid var sterkari aðilinn framan af leik og Ronaldo var nálægt því að koma Evrópumeisturunum yfir þegar hann skaut í slá af stuttu færi eftir sendingu Karim Benzema á 12. mínútu. Það voru hins vegar Börsungar sem náðu forystunni á 19. mínútu þegar franski varnarmaðurinn Jeremy Mathieu skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu Lionel Messi. Mathieu varð þar með áttundi Frakkinn sem skorar í El Clásico.Messi lagði upp fyrra mark Barcelona.vísir/gettyNeymar fékk gott færi eftir hornspyrnu á 29. mínútu en þremur mínútum síðar jafnaði Ronaldo metin eftir frábæra sókn Real Madrid og sendingu Benzema. Þetta var 15. mark Ronaldo í El Clásico en aðeins Messi (21) og Alfredo Di Stéfano (18) hafa skorað fleiri. Madrídingar sóttu stíft að marki Barcelona það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en náðu ekki að bæta við marki. Gareth Bale skoraði reyndar á 40. mínútu en markið var, að því er virtist ranglega, dæmt af vegna rangstöðu. Nokkrum mínútum síðar átti Ronaldo þrumuskot sem Claudio Bravo varði vel. Bravo varði aftur vel frá Benzema í upphafi seinni hálfleiks en Börsungar tóku forystuna á ný á 56. mínútu. Dani Alves átti þá langa sendingu inn fyrir vörn gestanna, á Luis Suárez sem lagði boltann vel fyrir sig og setti hann svo framhjá Iker Casillas í markinu. Þetta var 14. mark Úrúgvæans fyrir Barcelona í vetur.Ronaldo skoraði en það dugði ekki til.vísir/gettyEftir mark Suárez höfðu Börsungar góð tök á leiknum og Neymar og Messi fengu góð færi til að auka forskotið. Bravo varð svo að taka á honum stóra sínum á 78. mínútu þegar hann varði skot Benzema, sem fór af varnarmanni, frábærlega. Jordi Alba fékk dauðafæri til að klára leikinn á 86. mínútu, þegar hann komst inn fyrir vörn gestanna, en Casillas varði vel. Hann varði svo aftur frá Messi tveimur mínútum síðar. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Börsungar fögnuðu sigri sem gæti reynst afar dýrmætur í toppbaráttunni.Barcelona 1-0 Real Madrid Barcelona 1-1 Real Madrid Barcelona 2-1 Real Madrid
Spænski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Dramatík í Manchester Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira