Með því að mæta í Kringluna þessa dagana og skoða nýjasta Opel smellinn, Opel Corsa, er hægt að taka þátt í laufléttum spurningaleik og vinna helgarferð fyrir tvo til Þýskalands.
Þeir sem reynsluaka Opel geta líka tekið þátt í leiknum og aukið vinningslíkur sínar. Þá er bara að mæta í Opel-salinn í Tangarhöfða eða í útibú Bílabúðar Benna í Reykjanesbæ og taka snúning á Opel. Dregið verður í leiknum 31. mars.
Með Opel til Þýskalands
