0,3% nýrra bíla bandarískra stjórnvalda rafmagnsbílar Finnur Thorlacius skrifar 20. mars 2015 15:14 Fögur orð sjást stundum ekki í verki. Þó svo yfirlýst stefna bandarískra stjórvalda sé að styðja við framleiðslu rafmagnsbíla vegna umhverfismála keyptu þau aðeins 512 bíla af þeim 175.122 nýjum bílum sem stjórnvöld fjárfestu í á fyrstu 10 mánuðum síðasta árs. Á þetta bæði við um stjórnvöld einstakra fylkja og ríkisins. Það voru bílarísarnir þrír, GM, Ford og Chrysler, ásamt Toyota og Volkswagen sem bent hafa á þessa staðreynd og þykir þeim að yfirlýst stefna þeirra lýsi sér ekki í verki. Af þessum 175.122 keyptu bílum í fyrra voru 7.048 tvinnbílar, þ.e. bílar sem bæði ganga fyrir brunvélum og rafmótorum, en aðeins 512 ganga eingöngu fyrir rafmagni. Barack Obama forseti Bandaríkjanna hefur samt undirritað stefnuyfirlýsingu þess efnis að árið 2025 verði 50% af þeim bílum sem ríkið og fylkisstjórnir kaupa verði að vera rafmagnsbílar eða tvinnorkubílar. Víst eru 10 ár í það, en ekki hefst þessi stefna í verki, enn sem komið er. Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent
Þó svo yfirlýst stefna bandarískra stjórvalda sé að styðja við framleiðslu rafmagnsbíla vegna umhverfismála keyptu þau aðeins 512 bíla af þeim 175.122 nýjum bílum sem stjórnvöld fjárfestu í á fyrstu 10 mánuðum síðasta árs. Á þetta bæði við um stjórnvöld einstakra fylkja og ríkisins. Það voru bílarísarnir þrír, GM, Ford og Chrysler, ásamt Toyota og Volkswagen sem bent hafa á þessa staðreynd og þykir þeim að yfirlýst stefna þeirra lýsi sér ekki í verki. Af þessum 175.122 keyptu bílum í fyrra voru 7.048 tvinnbílar, þ.e. bílar sem bæði ganga fyrir brunvélum og rafmótorum, en aðeins 512 ganga eingöngu fyrir rafmagni. Barack Obama forseti Bandaríkjanna hefur samt undirritað stefnuyfirlýsingu þess efnis að árið 2025 verði 50% af þeim bílum sem ríkið og fylkisstjórnir kaupa verði að vera rafmagnsbílar eða tvinnorkubílar. Víst eru 10 ár í það, en ekki hefst þessi stefna í verki, enn sem komið er.
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent