Umfjöllun: Töpuð FIFA-stig í jafntefli við Eista í Tallinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. mars 2015 18:00 Viðar Örn Kjartansson í baráttunni við hinn firnasterka Ragnar Klavan, miðvörð Eista. Vísir/epa Íslenska landsliðið í fótbolta gerði jafntefli við Eistland, 1-1, í vináttulandsleik í Tallinn í kvöld. Frammistaða okkar manna var ekki nógu góð og úrslitin eftir því. Rúrik Gíslason skoraði mark Íslands. Lars og Heimir gerðu ellefu breytingar á byrjunarliðinu frá sigrinum á Kasakstan. Emil Hallfreðsson bar fyrirliðabandið að þessu sinni, en bekkurinn hjá Íslandi var svakalega sterkur í dag.Ísland í dag (4-4-2); Ögmundur Kristinsson - Haukur Heiðar Hauksson, Hallgrímur Jónasson, Jón Guðni Fjóluson (Ragnar Sigurðsson 46.), Hörður Björgvin Magnússon (Ari Freyr Skúlason 46.) - Rúrik Gíslason, Guðlaugur Victor Pálsson (Ólafur Ingi Skúlason 46.), Emil Hallfreðsson (Rúnar Már S. Sigurjónsson 60.), Jón Daði Böðvarsson (Jóhann Berg Guðmundsson 46.) - Alfreð Finnbogason, Viðar Örn Kjartansson. Fyrir leik var mikil athöfn þar sem Raio Piiroja, leikmaður Eista var kvaddur. Hann fékk fjöldan allan af gjöfum, þar á meðal íslenska landsliðstreyju frá Geir Þorsteinssyni með nafni sínu á. Hann fékk einnig gúmmíbát.Haukur Heiðar Hauksson skallar frá marki.vísir/epaPiiroja spilaði svo bara fyrstu tólf mínútur leiksins og hefur væntanlega drifið sig heim á gúmmíbátnum með allan þann fjölda af gjöfum sem hann fékk. Piiroja tókst þó að vera nógu lengi inn á til að sjá Ísland skora fyrsta markið, en það gerði Rúrik Gíslason á níundu mínútu. Guðlaugur Victor átti þá flotta skiptingu frá vinstri til hægri og vinstri bakvörður Eista missti boltann yfir sig. Haukur Heiðar renndi boltanum inn á teiginn þar sem Viðar Örn gerði sig líklega til að skora en hann hitti ekki boltann. Þess í stað endaði boltinn hjá Jóni Daða Böðvarssyni. Hann var yfirvegaður og sendi á Rúrik Gíslason á fjærstönginni vinstra megin. Rúrik lét ekki bjóða sér það tvisvar og skoraði með góðu skoti. Eistar pressuðu stíft eftir markið og fengu skotfæri rétt fyrir utan teig sem þeir nýttu ekki. Skömmu síðar tók Ísland aftur völdin á vellinum og þurfti Aksalu markvörður Eista að taka á honum stóra sínum þegar Viðar Örn Kjartansson slapp einn í gegn eftir glæsilega sendingu Alfreðs Finnbogasonar. Sjálfur komst Alfreð í dauðafæri á 33. mínútu en skaut framhjá. Hann átti þó klárlega að fá vítaspyrnu því Taijo Teniste, leikmaður Eista, hélt í treyju hans allan tímann.Alfreð Finbogason átti að fá vítaspyrnu.vísir/epaEistar voru mun betri síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiks og voru hársbreidd frá því að jafna metin í uppbótartíma. Þá reyndi fyrst almennilega á Ögmund Kristinsson í markinu, en Ögmundur varði skalla Konstantin Vassiljev af stuttu færi. Eistar fóru mikið upp vinstra megin í fyrri hálfleik og fengu nokkrar góðar fyrirgjafir sem miðverðirnir Hallgrímur Jónasson og Jón Guðni Fjóluson skölluðu frá. Emil Hallfreðsson stýrði spilinu ágætlega í fyrri hálfleik og átti varla misheppnaða sendingu, en á síðasta þriðjungi vallarins var ekki mikið að frétta. Sterkir miðverðir Eista gerðu framherjum Íslands lífið leitt þegar langar sendingar komu fram völlinn. Lars og Heimir gerðu fjórar breytingar í hálfleik. Ólafur Ingi, Jóhann Berg, Ari Freyr og Ragnar Sigurðsson komu inn á, en það gerði ekkert til að hrista upp í liðinu þegar seinni hálfleikurinn var flautaður á. Doði var yfir íslenska liðinu sem endaði með því að Emil Hallfreðsson missti boltann í baráttu við Konstantin Vassiljev á miðjunni. Vassiljev rak boltann frá miðju, fíflaði Ragnar Sigurðsson með nokkrum skærum og skoraði með föstu skoti í vinstra hornið. Alls ekki nógu gott hjá Emil sem hafði annars verið góður, en hann fór af velli skömmu síðar. Ragnar leit heldur ekkert sérstaklega vel út í markinu.vísir/epaStrákarnir vöknuðu við þetta mark Eistanna og tóku aftur völdin í leiknum. Sendingarnar voru betri og Ísland náði að setja smá pressu á heimamenn. Ari Freyr átti hættulega fyrirgjöf frá vinstri sem Eistar björguðu frá marki á síðustu stundu. Íslenska pressan entist þó ekki lengi. Eistar, sem eru ekki þekktir fyrir frábæran sóknarleik og þvert á móti, áttu nokkrar hraðar og skemmtilegar sóknir á meðan okkar menn áttu erfitt með að byggja upp sóknir. Það hjálpaði Eistum hversu slitið var á milli varnar og miðju hjá íslenska liðinu í dag. Mikið pláss skapaðist þar á milli sem Eistar nýttu sér vel og settu íslensku vörnina undir mikla pressu á köflum. Íslenska liðið náði aldrei að setja það eistneska undir neina alvöru pressu undir lokin og ógnaði marki ekki mikið. Framherjarnir voru í vandræðum gegn sterkri vörn heimamanna og færin af skornum skammti. Alfreð Finnbogason fékk þó gott færi í uppbótartíma en Aksalu í markinu varði skot hans eftir sendingu Jóhanns Berg Guðmundssonar. Íslandi átti svo að fá annað víti í seinni hálfleik en ömurlegur dómari leiksins dæmdi ekki neitt. Auðvitað er hægt að benda á að það vantaði lykilmenn á borð við Gylfa Þór, Aron Einar, Eið Smára og Kolbein Sigþórsson, en þeir sem voru inn á vellinum í dag áttu klárlega að geta afgreitt lið Eistlands. Jóhann Berg kom inn á í hálfleik og átti nokkrar ágætar fyrirgjafir. Hann reyndi að "skera" inn frá hægri kantinum og koma sér í skotfæri en sá ekkert nema bláan varnarvegg heimamanna. Í heildina frekar svekkjandi niðurstaða. Þó um vináttuleik hafi verið að ræða vildu þjálfararnir og leikmennirnir innbyrða sigur til að ná í FIFA-stiga klífa upp heimslistann. Hann skiptir gríðarlega miklu máli þegar raðað er í styrkleikaflokka fyrir undankeppni HM 2018. Jafnteflið sanngjarnt. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta gerði jafntefli við Eistland, 1-1, í vináttulandsleik í Tallinn í kvöld. Frammistaða okkar manna var ekki nógu góð og úrslitin eftir því. Rúrik Gíslason skoraði mark Íslands. Lars og Heimir gerðu ellefu breytingar á byrjunarliðinu frá sigrinum á Kasakstan. Emil Hallfreðsson bar fyrirliðabandið að þessu sinni, en bekkurinn hjá Íslandi var svakalega sterkur í dag.Ísland í dag (4-4-2); Ögmundur Kristinsson - Haukur Heiðar Hauksson, Hallgrímur Jónasson, Jón Guðni Fjóluson (Ragnar Sigurðsson 46.), Hörður Björgvin Magnússon (Ari Freyr Skúlason 46.) - Rúrik Gíslason, Guðlaugur Victor Pálsson (Ólafur Ingi Skúlason 46.), Emil Hallfreðsson (Rúnar Már S. Sigurjónsson 60.), Jón Daði Böðvarsson (Jóhann Berg Guðmundsson 46.) - Alfreð Finnbogason, Viðar Örn Kjartansson. Fyrir leik var mikil athöfn þar sem Raio Piiroja, leikmaður Eista var kvaddur. Hann fékk fjöldan allan af gjöfum, þar á meðal íslenska landsliðstreyju frá Geir Þorsteinssyni með nafni sínu á. Hann fékk einnig gúmmíbát.Haukur Heiðar Hauksson skallar frá marki.vísir/epaPiiroja spilaði svo bara fyrstu tólf mínútur leiksins og hefur væntanlega drifið sig heim á gúmmíbátnum með allan þann fjölda af gjöfum sem hann fékk. Piiroja tókst þó að vera nógu lengi inn á til að sjá Ísland skora fyrsta markið, en það gerði Rúrik Gíslason á níundu mínútu. Guðlaugur Victor átti þá flotta skiptingu frá vinstri til hægri og vinstri bakvörður Eista missti boltann yfir sig. Haukur Heiðar renndi boltanum inn á teiginn þar sem Viðar Örn gerði sig líklega til að skora en hann hitti ekki boltann. Þess í stað endaði boltinn hjá Jóni Daða Böðvarssyni. Hann var yfirvegaður og sendi á Rúrik Gíslason á fjærstönginni vinstra megin. Rúrik lét ekki bjóða sér það tvisvar og skoraði með góðu skoti. Eistar pressuðu stíft eftir markið og fengu skotfæri rétt fyrir utan teig sem þeir nýttu ekki. Skömmu síðar tók Ísland aftur völdin á vellinum og þurfti Aksalu markvörður Eista að taka á honum stóra sínum þegar Viðar Örn Kjartansson slapp einn í gegn eftir glæsilega sendingu Alfreðs Finnbogasonar. Sjálfur komst Alfreð í dauðafæri á 33. mínútu en skaut framhjá. Hann átti þó klárlega að fá vítaspyrnu því Taijo Teniste, leikmaður Eista, hélt í treyju hans allan tímann.Alfreð Finbogason átti að fá vítaspyrnu.vísir/epaEistar voru mun betri síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiks og voru hársbreidd frá því að jafna metin í uppbótartíma. Þá reyndi fyrst almennilega á Ögmund Kristinsson í markinu, en Ögmundur varði skalla Konstantin Vassiljev af stuttu færi. Eistar fóru mikið upp vinstra megin í fyrri hálfleik og fengu nokkrar góðar fyrirgjafir sem miðverðirnir Hallgrímur Jónasson og Jón Guðni Fjóluson skölluðu frá. Emil Hallfreðsson stýrði spilinu ágætlega í fyrri hálfleik og átti varla misheppnaða sendingu, en á síðasta þriðjungi vallarins var ekki mikið að frétta. Sterkir miðverðir Eista gerðu framherjum Íslands lífið leitt þegar langar sendingar komu fram völlinn. Lars og Heimir gerðu fjórar breytingar í hálfleik. Ólafur Ingi, Jóhann Berg, Ari Freyr og Ragnar Sigurðsson komu inn á, en það gerði ekkert til að hrista upp í liðinu þegar seinni hálfleikurinn var flautaður á. Doði var yfir íslenska liðinu sem endaði með því að Emil Hallfreðsson missti boltann í baráttu við Konstantin Vassiljev á miðjunni. Vassiljev rak boltann frá miðju, fíflaði Ragnar Sigurðsson með nokkrum skærum og skoraði með föstu skoti í vinstra hornið. Alls ekki nógu gott hjá Emil sem hafði annars verið góður, en hann fór af velli skömmu síðar. Ragnar leit heldur ekkert sérstaklega vel út í markinu.vísir/epaStrákarnir vöknuðu við þetta mark Eistanna og tóku aftur völdin í leiknum. Sendingarnar voru betri og Ísland náði að setja smá pressu á heimamenn. Ari Freyr átti hættulega fyrirgjöf frá vinstri sem Eistar björguðu frá marki á síðustu stundu. Íslenska pressan entist þó ekki lengi. Eistar, sem eru ekki þekktir fyrir frábæran sóknarleik og þvert á móti, áttu nokkrar hraðar og skemmtilegar sóknir á meðan okkar menn áttu erfitt með að byggja upp sóknir. Það hjálpaði Eistum hversu slitið var á milli varnar og miðju hjá íslenska liðinu í dag. Mikið pláss skapaðist þar á milli sem Eistar nýttu sér vel og settu íslensku vörnina undir mikla pressu á köflum. Íslenska liðið náði aldrei að setja það eistneska undir neina alvöru pressu undir lokin og ógnaði marki ekki mikið. Framherjarnir voru í vandræðum gegn sterkri vörn heimamanna og færin af skornum skammti. Alfreð Finnbogason fékk þó gott færi í uppbótartíma en Aksalu í markinu varði skot hans eftir sendingu Jóhanns Berg Guðmundssonar. Íslandi átti svo að fá annað víti í seinni hálfleik en ömurlegur dómari leiksins dæmdi ekki neitt. Auðvitað er hægt að benda á að það vantaði lykilmenn á borð við Gylfa Þór, Aron Einar, Eið Smára og Kolbein Sigþórsson, en þeir sem voru inn á vellinum í dag áttu klárlega að geta afgreitt lið Eistlands. Jóhann Berg kom inn á í hálfleik og átti nokkrar ágætar fyrirgjafir. Hann reyndi að "skera" inn frá hægri kantinum og koma sér í skotfæri en sá ekkert nema bláan varnarvegg heimamanna. Í heildina frekar svekkjandi niðurstaða. Þó um vináttuleik hafi verið að ræða vildu þjálfararnir og leikmennirnir innbyrða sigur til að ná í FIFA-stiga klífa upp heimslistann. Hann skiptir gríðarlega miklu máli þegar raðað er í styrkleikaflokka fyrir undankeppni HM 2018. Jafnteflið sanngjarnt.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Sjá meira