Handbolti

Aron ekki með þegar Alfreð hafði betur gegn Geir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason. Vísir/Getty
Aron Pálmarsson var ekki með Kiel í kvöld en það kom ekki á sök þegar liðið vann sex marka útisigur á SC Magdeburg í þýsku deildinni í handbolta.

Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, hafði þarna betur á móti Geir Sveinssyni, þjálfara Magdeburg en Alfreð þjálfaði líka Magdeburg-liðið á sínum tíma og hann þekkir því vel til á heimavelli liðsins.

Sigurinn skilar Kiel tveggja stiga forskoti á Rhein-Neckar Löwen á toppi deildarinnar en liðin eru í miklu kapphlaupi um þýska meistaratitilinn alveg eins og í fyrra.

Króatinn Domagoj Duvnjak var frábær fyrir Kiel í leiknum með sjö mörk og fimm stoðsendingar en Marko Vujin var næstmarkahæstur með sex mörk.  Robert Weber skoraði sex mörk fyrir lið Magdeburg.

Kiel hefur ekki bara stigaforskot á Ljónin því liðið er einnig með mun betri markatölu. Þessi leikur í kvöld var einn af þeim sem liðið mátti passa sig á en þegar á hólminn var komið þá voru strákarnir hans Alfreðs bara miklu sterkari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×