Ný gerð Tesla Model S Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2015 14:44 Tesla Model S 70D Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla selur nú eingöngu eina bílgerð, Tesla Model S, þótt styttast fari í útkomu Model X jepplingsins. Til eru nokkrar gerðir Model S bílsins, en nú var að bætast við ein enn. Ber hún nafnið Model S 70D. Talan 70 vísar í þau kílóvött á klukkutíma sem rafhlöður bílsins orka, en fyrri gerðir bílsins eru 60 og 85 kílóvött. Model S 70D er fjórhjóladrifinn, 329 hestöfl og kemst í 100 km hraða á 5,2 sekúndum. Bíllinn hefur hámarkshraðann 225 km/klst og drægnin er 400 kílómetrar. Verð bílsins er 75.000 dollarar, eða um 10,3 milljónir króna. Það er aðeins 5.000 dollurum meira en ódýrasta gerð Model S, með 60 kWh rafhlöðu og drifi á einum öxli. Ýmislegt meira en öflugri rafhlöður fylgja 70D bílnum umfram þann ódýrasta, þar á meðal hraðhleðslustöð. Með nýrri gerð Model S býður Tesla 3 nýja liti á bílinn, þar á meðal þenna Ocean Blue lit sem sést á myndinni, en auk hans Warm Silver og Obsidian Black. Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent
Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla selur nú eingöngu eina bílgerð, Tesla Model S, þótt styttast fari í útkomu Model X jepplingsins. Til eru nokkrar gerðir Model S bílsins, en nú var að bætast við ein enn. Ber hún nafnið Model S 70D. Talan 70 vísar í þau kílóvött á klukkutíma sem rafhlöður bílsins orka, en fyrri gerðir bílsins eru 60 og 85 kílóvött. Model S 70D er fjórhjóladrifinn, 329 hestöfl og kemst í 100 km hraða á 5,2 sekúndum. Bíllinn hefur hámarkshraðann 225 km/klst og drægnin er 400 kílómetrar. Verð bílsins er 75.000 dollarar, eða um 10,3 milljónir króna. Það er aðeins 5.000 dollurum meira en ódýrasta gerð Model S, með 60 kWh rafhlöðu og drifi á einum öxli. Ýmislegt meira en öflugri rafhlöður fylgja 70D bílnum umfram þann ódýrasta, þar á meðal hraðhleðslustöð. Með nýrri gerð Model S býður Tesla 3 nýja liti á bílinn, þar á meðal þenna Ocean Blue lit sem sést á myndinni, en auk hans Warm Silver og Obsidian Black.
Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent