Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar | Haukar í bílstjórasætið Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 7. apríl 2015 18:45 Haukar unnu í kvöld frábæran sigur á FH, 32-29, í 8-liða úrslitum Olís deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Haukar náðu mest átta marka forskoti en FH kom til baka og háspenna varð undir lokin í Krikanum. Árni Steinn Steinþórsson var frábær í liði Hauka í kvöld og skoraði tíu mörk. Staðan er því 1-0 í einvígi liðanna. Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins en í byrjun var ljóst að vörn og markvarsla var að fara vinna þennan leik. Liðin virkuðu bæði ryðguð í sínum sóknarleik og var staðan til að mynda aðeins 7-4 fyrir Haukum þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Haukarnir voru einu skrefi á undan FH í fyrri hálfleiknum og var það mikið til komið vegna frammistöðu Giedrius Morkunas í marki Hauka, en hann stóð sig einstaklega vel og varði 11 skot á fyrstu þrjátíu mínútum leiksins. Haukar keyrðu hreinlega yfir FH á síðustu mínútum síðari hálfleiksins og var staðan í hálfleik 17-11 fyrir gestina. FH varð að gjörbreyta sínum sóknarleik í leikhléinu og koma mun grimmari til leiks út í síðari hálfleikinn. Haukar héldu áfram sínum leik og náðu fljótlega átta marka forystu 21-13. Haukar keyrðu upp hraðan og virkuðu með leikinn í sínum höndum. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum kviknaði einhver neisti í FH og salurinn með. Liðið þurfti að saxa á forskotið og það strax. FH breytti stöðunni í 21-17 og þakið ætlaði að rifna af Kaplakrika. Fljótlega eftir það var munurinn kominn niður í þrjú mörk. Stemningin var komin yfir til FH-inga en spurning hvort leikmenn liðsins höfðu nægilega mikla orku til að jafna metin. Á loka mínútum leiksins var spennan í hámarki og munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum þegar um ein mínúta var eftir af leiknum. FH-ingar höfðu komið sér inn í leikinn með frábærum varnarleik en liðið breytti í 3-2-1 varnarleik í síðari hálfleiknum. Undir lokin misstu FH-ingar hausinn þegar það munaði aðeins einu marki á liðunum, 30-29. Tjörvi Þorgeirsson, leikmaður Hauka, fékk þá að vaða upp völlinn og skora auðvelt mark. Haukar unnu að lokum frábæran þriggja marka sigur 32-29. Liðið er því komið í 1-0 í einvíginu en vinna þarf tvö leiki til að komast í undanúrslitin. Patrekur: Héldum haus og fórum ekkert á taugum„Það var spenna í þessu undir lokin og mér fannst FH-ingarnir góðir í kvöld en ég er ánægður með okkur, hvernig við komum inn í leikinn og hvernig við spiluðum,“ segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Haukar, eftir leikinn. „Þetta voru bara tvö góð lið sem voru að mætast, það var spenna undir lokin en við leiddum alltaf í þessum leik. Mér finnst þessi úrslit nokkuð sanngjörn en núna er staðan bara 1-0.“ Patrekur segir það vera frábæra stöðu að geta klárað einvígið í næsta leik á Ásvöllum. Haukar komust mest átta mörkum yfir í stöðunni 21-13 en FH náði að minnka muninn í aðeins eitt mark undir lokin. „Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því, svona gerist oft í handbolta. Við héldum alveg haus og fórum ekki á taugum, það er mjög jákvætt.“ Ísak: Þurfum alltaf að lenda undir til að byrja spila handbolta„Við gerum þetta alltof oft í svona leikjum, að lenda nokkrum mörkum undir,“ segir Ísak Rafnsson, leikmaður FH, eftir tapið í kvöld. „Við komum aftur á móti alltaf til baka en það er leiðinlegt að þurfa alltaf að lenda undir til að byrja spila handbolta.“ Ísak segir að liðið sé komið með bakið upp við vegg. „Það er leikur á fimmtudaginn og við ætlum að vinna hann. Það verður síðan oddaleikur hér á sunndaginn næsta sem verður skemmtilegt.“ Ísak hvetur alla FH-inga til að mæta á Ásvelli í næsta leik.Vísir/Ernir Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Fleiri fréttir Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjá meira
Haukar unnu í kvöld frábæran sigur á FH, 32-29, í 8-liða úrslitum Olís deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Haukar náðu mest átta marka forskoti en FH kom til baka og háspenna varð undir lokin í Krikanum. Árni Steinn Steinþórsson var frábær í liði Hauka í kvöld og skoraði tíu mörk. Staðan er því 1-0 í einvígi liðanna. Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins en í byrjun var ljóst að vörn og markvarsla var að fara vinna þennan leik. Liðin virkuðu bæði ryðguð í sínum sóknarleik og var staðan til að mynda aðeins 7-4 fyrir Haukum þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Haukarnir voru einu skrefi á undan FH í fyrri hálfleiknum og var það mikið til komið vegna frammistöðu Giedrius Morkunas í marki Hauka, en hann stóð sig einstaklega vel og varði 11 skot á fyrstu þrjátíu mínútum leiksins. Haukar keyrðu hreinlega yfir FH á síðustu mínútum síðari hálfleiksins og var staðan í hálfleik 17-11 fyrir gestina. FH varð að gjörbreyta sínum sóknarleik í leikhléinu og koma mun grimmari til leiks út í síðari hálfleikinn. Haukar héldu áfram sínum leik og náðu fljótlega átta marka forystu 21-13. Haukar keyrðu upp hraðan og virkuðu með leikinn í sínum höndum. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum kviknaði einhver neisti í FH og salurinn með. Liðið þurfti að saxa á forskotið og það strax. FH breytti stöðunni í 21-17 og þakið ætlaði að rifna af Kaplakrika. Fljótlega eftir það var munurinn kominn niður í þrjú mörk. Stemningin var komin yfir til FH-inga en spurning hvort leikmenn liðsins höfðu nægilega mikla orku til að jafna metin. Á loka mínútum leiksins var spennan í hámarki og munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum þegar um ein mínúta var eftir af leiknum. FH-ingar höfðu komið sér inn í leikinn með frábærum varnarleik en liðið breytti í 3-2-1 varnarleik í síðari hálfleiknum. Undir lokin misstu FH-ingar hausinn þegar það munaði aðeins einu marki á liðunum, 30-29. Tjörvi Þorgeirsson, leikmaður Hauka, fékk þá að vaða upp völlinn og skora auðvelt mark. Haukar unnu að lokum frábæran þriggja marka sigur 32-29. Liðið er því komið í 1-0 í einvíginu en vinna þarf tvö leiki til að komast í undanúrslitin. Patrekur: Héldum haus og fórum ekkert á taugum„Það var spenna í þessu undir lokin og mér fannst FH-ingarnir góðir í kvöld en ég er ánægður með okkur, hvernig við komum inn í leikinn og hvernig við spiluðum,“ segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Haukar, eftir leikinn. „Þetta voru bara tvö góð lið sem voru að mætast, það var spenna undir lokin en við leiddum alltaf í þessum leik. Mér finnst þessi úrslit nokkuð sanngjörn en núna er staðan bara 1-0.“ Patrekur segir það vera frábæra stöðu að geta klárað einvígið í næsta leik á Ásvöllum. Haukar komust mest átta mörkum yfir í stöðunni 21-13 en FH náði að minnka muninn í aðeins eitt mark undir lokin. „Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því, svona gerist oft í handbolta. Við héldum alveg haus og fórum ekki á taugum, það er mjög jákvætt.“ Ísak: Þurfum alltaf að lenda undir til að byrja spila handbolta„Við gerum þetta alltof oft í svona leikjum, að lenda nokkrum mörkum undir,“ segir Ísak Rafnsson, leikmaður FH, eftir tapið í kvöld. „Við komum aftur á móti alltaf til baka en það er leiðinlegt að þurfa alltaf að lenda undir til að byrja spila handbolta.“ Ísak segir að liðið sé komið með bakið upp við vegg. „Það er leikur á fimmtudaginn og við ætlum að vinna hann. Það verður síðan oddaleikur hér á sunndaginn næsta sem verður skemmtilegt.“ Ísak hvetur alla FH-inga til að mæta á Ásvelli í næsta leik.Vísir/Ernir
Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Fleiri fréttir Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjá meira