Trendin af götunum 7. apríl 2015 16:00 Fjölbreytt götutískan fyrir sumarið. Glamour/Getty Nú þegar tískuvikunum í stærstu borgum heimsins er lokið er við hæfi að kíkja hvað gestirnir klæddust. Götutískan er farin að skipta jafn miklu máli og það sem gerist á pöllunum - bara á í sömu árstíð og það sem fæst í búðunum og því auðveldara að leika eftir jafnóðum. Glamour kíkti á helstu trendin í götutískunni þetta vorið. Strigaskórinn er óneitanlega þægilegur skóbúnað.Adidas SuperstarÞetta trend kemur eflaust fáum á óvart, en Superstar skórinn var á fótum margra tískumógúla á liðnum tískuvikum. Með því heldur Adidas áfram innreið sinni inn í tískuheiminn, sem hófst mjög skyndilega í fyrra með endurkomu Stan Smith.Smart samsetning.KögurKögur er eitt af trendum sumarsins ef marka má götutískuna og tískupallana. Hvort sem kögrið er stutt eða sítt, úr leðri eða rúskinni, í jökkum eða kjólum þá setur það smá 70’ fíling í fataskápinn.Klúturinn setur punktinn yfir i-ið.Gallaefni og kamel Undir áhrifum áttunda áratugs seinustu aldar virtust gestir tískuviknana vera sammála um að gallaefni og kamellitaðar flíkur skotheld samsetning. Bláar gallabuxur paraðar við brúnan rúskinnsjakka eða brúnt A-sniðið pils við bláa gallaskyrtu virka vel saman. Leðurjakki fær yfirhalningu.Áletraðar yfirhafnir Það hefur lengi verið vinsælt að klæðast bol eða peysu með áletri að framan. Nú eru það jakkar og kápur með áletrunum eða myndum á bakinu sem er málið.Flott.Stórar hettur Í kuldanum sem fylgir vetrinum getur verið gott að taka úr skápunum stóra yfirhöfn og ekki skemmir fyrir að hafa á henni stóra hettu sem gott er að hjúfra sig í. Það er nákvæmlega það sem margir gestir tískuviknanna gerðu þetta árið, yfirhafnir með stórum, loðnum hettum voru áberandi, hvort sem það voru pelsar, úlpur, kápur eða stórar peysur undir galla - eða leðurjakka. Flottur marglitur pels.Litríkir pelsar Sérstaklega áberandi á ísköldum, gráum götum New York á meðan tískuvikunni stóð voru litaglaðar kápur. Skemmtileg leið til að lífga upp á veturinn á sama tíma og yfirhöfnin heldur hlýjunni að manni. Vetrarkuldinn gæti næstum gleymst svona rétt á meðan.Flott sídd.Stuttar gallabuxur Á milli útvíðra og níþröngra gallabuxna má sjá stuttar gallabuxur. Í anda Levi’s 501 sniðsins er best að hafa þær með háu mitti og í klassísku sniði. Það er tilvalið að klæðast fallegum ökklastígvélum við þær og leyfa skónnum að njóta síns.Skemmtileg tilbreyting að fá aftur útvíðar skálmar.Útvíðar skálmar Útvíðar buxur virðast staðráðnar í því að setjast að í fataskápum tískuunnenda. Þessi tegund buxna sem er í hugum margra einkennandi fyrir hippatímabilið eru að koma sterkt aftur inn. Á götunum mátti sjá allskonar týpur af útvíðum buxum, hvort sem þær eru úr gallaefni, hvítar eða úr fínni efnum. Mest lesið "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Stal töskuhönnun Stellu McCartney Glamour Vegan vörur í hárið Glamour Adidas var svalasta fatamerki ársins 2016 Glamour Caitlyn Jenner og Kim Kardashian tala ekki saman Glamour Vinsælustu förðunarbloggararnir á Instagram Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Kim Kardashian hefur sjaldan litið betur út Glamour Rauðar varir eiga alltaf við Glamour Teymi Melaniu Trump tjáir sig um sniðgöngu fjölda hönnuða Glamour
Nú þegar tískuvikunum í stærstu borgum heimsins er lokið er við hæfi að kíkja hvað gestirnir klæddust. Götutískan er farin að skipta jafn miklu máli og það sem gerist á pöllunum - bara á í sömu árstíð og það sem fæst í búðunum og því auðveldara að leika eftir jafnóðum. Glamour kíkti á helstu trendin í götutískunni þetta vorið. Strigaskórinn er óneitanlega þægilegur skóbúnað.Adidas SuperstarÞetta trend kemur eflaust fáum á óvart, en Superstar skórinn var á fótum margra tískumógúla á liðnum tískuvikum. Með því heldur Adidas áfram innreið sinni inn í tískuheiminn, sem hófst mjög skyndilega í fyrra með endurkomu Stan Smith.Smart samsetning.KögurKögur er eitt af trendum sumarsins ef marka má götutískuna og tískupallana. Hvort sem kögrið er stutt eða sítt, úr leðri eða rúskinni, í jökkum eða kjólum þá setur það smá 70’ fíling í fataskápinn.Klúturinn setur punktinn yfir i-ið.Gallaefni og kamel Undir áhrifum áttunda áratugs seinustu aldar virtust gestir tískuviknana vera sammála um að gallaefni og kamellitaðar flíkur skotheld samsetning. Bláar gallabuxur paraðar við brúnan rúskinnsjakka eða brúnt A-sniðið pils við bláa gallaskyrtu virka vel saman. Leðurjakki fær yfirhalningu.Áletraðar yfirhafnir Það hefur lengi verið vinsælt að klæðast bol eða peysu með áletri að framan. Nú eru það jakkar og kápur með áletrunum eða myndum á bakinu sem er málið.Flott.Stórar hettur Í kuldanum sem fylgir vetrinum getur verið gott að taka úr skápunum stóra yfirhöfn og ekki skemmir fyrir að hafa á henni stóra hettu sem gott er að hjúfra sig í. Það er nákvæmlega það sem margir gestir tískuviknanna gerðu þetta árið, yfirhafnir með stórum, loðnum hettum voru áberandi, hvort sem það voru pelsar, úlpur, kápur eða stórar peysur undir galla - eða leðurjakka. Flottur marglitur pels.Litríkir pelsar Sérstaklega áberandi á ísköldum, gráum götum New York á meðan tískuvikunni stóð voru litaglaðar kápur. Skemmtileg leið til að lífga upp á veturinn á sama tíma og yfirhöfnin heldur hlýjunni að manni. Vetrarkuldinn gæti næstum gleymst svona rétt á meðan.Flott sídd.Stuttar gallabuxur Á milli útvíðra og níþröngra gallabuxna má sjá stuttar gallabuxur. Í anda Levi’s 501 sniðsins er best að hafa þær með háu mitti og í klassísku sniði. Það er tilvalið að klæðast fallegum ökklastígvélum við þær og leyfa skónnum að njóta síns.Skemmtileg tilbreyting að fá aftur útvíðar skálmar.Útvíðar skálmar Útvíðar buxur virðast staðráðnar í því að setjast að í fataskápum tískuunnenda. Þessi tegund buxna sem er í hugum margra einkennandi fyrir hippatímabilið eru að koma sterkt aftur inn. Á götunum mátti sjá allskonar týpur af útvíðum buxum, hvort sem þær eru úr gallaefni, hvítar eða úr fínni efnum.
Mest lesið "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Stal töskuhönnun Stellu McCartney Glamour Vegan vörur í hárið Glamour Adidas var svalasta fatamerki ársins 2016 Glamour Caitlyn Jenner og Kim Kardashian tala ekki saman Glamour Vinsælustu förðunarbloggararnir á Instagram Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Kim Kardashian hefur sjaldan litið betur út Glamour Rauðar varir eiga alltaf við Glamour Teymi Melaniu Trump tjáir sig um sniðgöngu fjölda hönnuða Glamour