Fín opnun í Litluá í Kelduhverfi Karl Lúðvíksson skrifar 7. apríl 2015 11:10 Glæsilegur urriði úr Litluá í Keldum á opnunardaginn Mynd: www.veida.is Þessa dagana hópast veiðimenn að ánum og vötnunum sem eru þegar komin í gang og það berast ágætar fréttir frá flestum opnunum. Litlaá í Kelduhverfi fór til að mynda ágætlega af stað miðað við erfiðar aðstæður en að sögn þeirra veiðimanna sem voru þar við veiðar var mikill krapi og ís frá Ræsi og að Brunnárbreiðu. Það var líka hvasst, skafrenningur og ansi kalt í veðri sem gerir veiði á þessum árstíma ekkert annað en gífurlega áskorun á þolinmæði. Þrátt fyrir þessar erfiðu aðstæður komu 32 fiskar á land og voru þeir allir í góðum holdum. Sá stærsti var um 70 sm en annars var meðalstærðin nokkuð góð. Framundan er frábær tími í ánni svo ekki sé talað um ef það hlýnar aðeins þá verður sannkölluð veisla við bakka Litluá. Þeir sem vilja komast í ánna í vor ættu að kíkja inná www.veida.is en örfáir dagar eru ennþá lausir. Af öðrum veiðisvæðum norðan heiða er lítið að frétta. Það ríkir ennþá fimbulvetur á þessum slóðum og nokkuð í að það verði hreinlega veiðanlegt á fleiri svæðum. Vötnin opna flest ekki fyrr en 1. maí en það má meira að segja reikna með að þau verði ekki öll íslaus á þeim tíma svo þykkt er íslagið á þeim mörgum þessa dagana. Stangveiði Mest lesið Ein besta vikan í Veiðivötnum Veiði 105 sm lax úr Hítará Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Treg taka en nóg af laxi Veiði Ragnheiður nýr formaður SVFR Veiði Laxá í Dölum að vakna til lífsins Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Ágæt veiði í Laxá frá opnun Veiði Veiðar hefjast í Þjórsá 1. júní Veiði
Þessa dagana hópast veiðimenn að ánum og vötnunum sem eru þegar komin í gang og það berast ágætar fréttir frá flestum opnunum. Litlaá í Kelduhverfi fór til að mynda ágætlega af stað miðað við erfiðar aðstæður en að sögn þeirra veiðimanna sem voru þar við veiðar var mikill krapi og ís frá Ræsi og að Brunnárbreiðu. Það var líka hvasst, skafrenningur og ansi kalt í veðri sem gerir veiði á þessum árstíma ekkert annað en gífurlega áskorun á þolinmæði. Þrátt fyrir þessar erfiðu aðstæður komu 32 fiskar á land og voru þeir allir í góðum holdum. Sá stærsti var um 70 sm en annars var meðalstærðin nokkuð góð. Framundan er frábær tími í ánni svo ekki sé talað um ef það hlýnar aðeins þá verður sannkölluð veisla við bakka Litluá. Þeir sem vilja komast í ánna í vor ættu að kíkja inná www.veida.is en örfáir dagar eru ennþá lausir. Af öðrum veiðisvæðum norðan heiða er lítið að frétta. Það ríkir ennþá fimbulvetur á þessum slóðum og nokkuð í að það verði hreinlega veiðanlegt á fleiri svæðum. Vötnin opna flest ekki fyrr en 1. maí en það má meira að segja reikna með að þau verði ekki öll íslaus á þeim tíma svo þykkt er íslagið á þeim mörgum þessa dagana.
Stangveiði Mest lesið Ein besta vikan í Veiðivötnum Veiði 105 sm lax úr Hítará Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Treg taka en nóg af laxi Veiði Ragnheiður nýr formaður SVFR Veiði Laxá í Dölum að vakna til lífsins Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Ágæt veiði í Laxá frá opnun Veiði Veiðar hefjast í Þjórsá 1. júní Veiði