Norrköping og Örebro skildu jöfn, 1-1, fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.
Christoffer Nyman kom Norrköping yfir strax á 6. mínútu en Robert Åhman Persson tryggði Örbro stig með marki eftir rúmlega klukkutíma leik.
Eiður Aron Sigurbjörnsson og Hjörtur Logi Valgarðsson léku allan leikinn í vörn Örebrö og fengu báðir að líta gula spjaldið.
Keflvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Norrköping en fór af velli í uppbótartíma.
Jafnt í Íslendingaslag í Svíþjóð

Tengdar fréttir

Birkir Már og félagar byrja vel
Birkir Már Sævarsson lék allan leikinn fyrir Hammarby sem bar 2-0 sigurorð af Häcken í opnunarleik sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.