Handbolti

Kolding hefndi fyrir bikartapið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron hættir sem kunnugt er hjá Kolding eftir tímabilið.
Aron hættir sem kunnugt er hjá Kolding eftir tímabilið. vísir/daníel
Lærisveinar Arons Kristjánssonar í KIF Kolding Köbenhavn rúlluðu yfir Skjern, 31-20, í úrslitakeppninni í danska handboltanum í dag.

Kolding hefndi þar með fyrir tapið í undanúrslitum bikarkeppninnar fyrir viku síðan.

Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar en í stöðunni 4-4 skildu leiðir. Kolding skoraði níu mörk gegn tveimur og náði sjö marka forskoti, 13-6.

Eftir það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Að lokum munaði 11 mörkum á liðunum, 31-20.

Kolding, sem varð deildarmeistari, er búið að vinna báða leiki sína í úrslitakeppninni en leikið er í tveimur fjögurra liða riðlum.


Tengdar fréttir

Aron hættir með Kolding

Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson er að hætta með danska meistaraliðið Kolding og verður tilkynnt um þessar breytingar hjá félaginu síðar í dag.

Aron og lærisveinar ekki í úrslit

Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í KIF Kolding töpuðu fyrir Skjern í undanúrslit dönsku bikarkeppninnar. Lokatölur urðu 26-23, en Kolding var þó yfir í hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×