Umfjöllun: ÍBV - Haukar 30-24 | Ester mögnuð og ÍBV tók forystu Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 6. apríl 2015 00:01 Ester Óskarsdóttir, leikmaður ÍBV. Vísir/Vilhelm ÍBV vann Hauka með sex marka mun í fyrsta leik í 8-liða úrslitum í úrslitakeppni kvenna. Sigurinn var nokkuð öruggur en Ester Óskarsdóttir átti stórleik og skoraði þrettán mörk. Tvær sterkar voru fjarri góðu gamni hjá Haukum í dag en þær verða ekki meira með á tímabilinu. Þær Marija Gedroit og Viktoría Valdimarsdóttir höfðu leikið vel í vetur og var þeirra sárt saknað í dag. Sóknarleikur Haukakvenna var einhæfur og enduðu flestar sóknir þeirra á skotum frá tveimur leikmönnum Hauka. Hjá ÍBV vantaði einn besta leikmann liðsins en Telma Amado verður ekki meira með á tímabilinu. ÍBV tókst að fylla skarð hennar vel og spiluðu þær mjög vel í dag eins og í undanförnum leikjum. Stjarnan og Grótta töpuðu fyrir ÍBV í síðustu tveimur leikjum deildarinnar og geta stelpurnar tryggt sig í undanúrslitin með sigri á miðvikudaginn. Leikurinn byrjaði frábærlega fyrir ÍBV en Haukastúlkur virtust áhugalausar í upphafi. Lið ÍBV keyrði yfir gestina á upphafsmínútunum og var staðan orðin 6-1 eftir einungis fimm mínútur. Í stöðunni 8-4 fékk Anna Lillian Þrastardóttir að líta rauða spjaldið. Díana Dögg Magnúsdóttir var komin í hraðaupphlaup en Anna keyrði þá inn í hliðina á Díönu. Haukar mótmæltu dómnum ekki enda engin ástæða til þess. Margir héldu þá að engin leið væri til baka fyrir Haukastelpur. Þeim tókst þó að minnka muninn í þrjú mörk. Ester skoraði þá þrjú mörk á tveimur mínútum og ÍBV skyndilega komið átta mörkum yfir. Markvarslan í fyrri hálfleik var ömurleg en samtals vörðu markverðir liðanna sex skot. Liðin skoruðu því mjög mikið og staðan 19-15 í hálfleik. Halldór Harri Kristjánsson virðist hafa messað yfir sínum stelpum í hálfleik þar sem hann nýtti allar fimmtán mínúturnar. Í síðari hálfleik virtust Haukastúlkur hressari en ÍBV tók frábæra kafla inn á milli þar sem forystan jókst. ÍBV sýndi mikinn styrk í sókninni en þær nýttu sínar sóknir mjög vel. Lokastaðan, 30-24, en munurinn hefði getað orðið mun meiri. Sigrar ÍBV undir lok deildarinnar greinilega mikilvægir þar sem heimaleikjarétturinn vegur þungt. Liðin mætast aftur á miðvikudaginn og þar getur ÍBV tryggt sig áfram í undanúrslitin. Sigri Haukastúlkur verður úrslitaleikur, hér í Eyjum, á laugardaginn. Olís-deild kvenna Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira
ÍBV vann Hauka með sex marka mun í fyrsta leik í 8-liða úrslitum í úrslitakeppni kvenna. Sigurinn var nokkuð öruggur en Ester Óskarsdóttir átti stórleik og skoraði þrettán mörk. Tvær sterkar voru fjarri góðu gamni hjá Haukum í dag en þær verða ekki meira með á tímabilinu. Þær Marija Gedroit og Viktoría Valdimarsdóttir höfðu leikið vel í vetur og var þeirra sárt saknað í dag. Sóknarleikur Haukakvenna var einhæfur og enduðu flestar sóknir þeirra á skotum frá tveimur leikmönnum Hauka. Hjá ÍBV vantaði einn besta leikmann liðsins en Telma Amado verður ekki meira með á tímabilinu. ÍBV tókst að fylla skarð hennar vel og spiluðu þær mjög vel í dag eins og í undanförnum leikjum. Stjarnan og Grótta töpuðu fyrir ÍBV í síðustu tveimur leikjum deildarinnar og geta stelpurnar tryggt sig í undanúrslitin með sigri á miðvikudaginn. Leikurinn byrjaði frábærlega fyrir ÍBV en Haukastúlkur virtust áhugalausar í upphafi. Lið ÍBV keyrði yfir gestina á upphafsmínútunum og var staðan orðin 6-1 eftir einungis fimm mínútur. Í stöðunni 8-4 fékk Anna Lillian Þrastardóttir að líta rauða spjaldið. Díana Dögg Magnúsdóttir var komin í hraðaupphlaup en Anna keyrði þá inn í hliðina á Díönu. Haukar mótmæltu dómnum ekki enda engin ástæða til þess. Margir héldu þá að engin leið væri til baka fyrir Haukastelpur. Þeim tókst þó að minnka muninn í þrjú mörk. Ester skoraði þá þrjú mörk á tveimur mínútum og ÍBV skyndilega komið átta mörkum yfir. Markvarslan í fyrri hálfleik var ömurleg en samtals vörðu markverðir liðanna sex skot. Liðin skoruðu því mjög mikið og staðan 19-15 í hálfleik. Halldór Harri Kristjánsson virðist hafa messað yfir sínum stelpum í hálfleik þar sem hann nýtti allar fimmtán mínúturnar. Í síðari hálfleik virtust Haukastúlkur hressari en ÍBV tók frábæra kafla inn á milli þar sem forystan jókst. ÍBV sýndi mikinn styrk í sókninni en þær nýttu sínar sóknir mjög vel. Lokastaðan, 30-24, en munurinn hefði getað orðið mun meiri. Sigrar ÍBV undir lok deildarinnar greinilega mikilvægir þar sem heimaleikjarétturinn vegur þungt. Liðin mætast aftur á miðvikudaginn og þar getur ÍBV tryggt sig áfram í undanúrslitin. Sigri Haukastúlkur verður úrslitaleikur, hér í Eyjum, á laugardaginn.
Olís-deild kvenna Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira