Sala bíla jókst um 82% í mars Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2015 16:44 Meiri söluaukning varð í mars en á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. til 31. mars jókst um 81,9% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 977 bílar á móti 537 í sama mánuði 2014. Þar af voru 456 bílaleigubílar eða 46,6 % af heildarnýskráningum fólksbíla í mánuðinum. Sú jákvæða þróun er fór af stað á síðasta ári heldur áfram og er jafn stígandi í sölu nýrra bíla. Aukning er bæði í nýskráningum bíla til einstaklinga sem og bílaleiga samfara auknum ferðamannastraumi. Er það von Bílgreinasambandsins að þessi þróun haldi áfram svo fækka megi mengandi og óöruggum bílum í umferðinni. Þó nokkuð er samt enn í land en Ísland er með einn elsta bílaflota í Evrópu með meðalaldur uppá 12 ár. Í Evrópu er meðalaldur fólksbíla 8,4 ár segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent
Sala á nýjum fólksbílum frá 1. til 31. mars jókst um 81,9% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 977 bílar á móti 537 í sama mánuði 2014. Þar af voru 456 bílaleigubílar eða 46,6 % af heildarnýskráningum fólksbíla í mánuðinum. Sú jákvæða þróun er fór af stað á síðasta ári heldur áfram og er jafn stígandi í sölu nýrra bíla. Aukning er bæði í nýskráningum bíla til einstaklinga sem og bílaleiga samfara auknum ferðamannastraumi. Er það von Bílgreinasambandsins að þessi þróun haldi áfram svo fækka megi mengandi og óöruggum bílum í umferðinni. Þó nokkuð er samt enn í land en Ísland er með einn elsta bílaflota í Evrópu með meðalaldur uppá 12 ár. Í Evrópu er meðalaldur fólksbíla 8,4 ár segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent