Samkvæmt heimildum Vísis þá mun Gunnar Magnússon láta af þjálfun karlaliðs ÍBV eftir tímabilið.
Hann hefur þegar sagt starfi sínu lausu og þjálfarinn mun vera að láta af störfum af fjölskylduástæðum. Hann er á sínu öðru ári sem þjálfari liðsins.
Karl Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, vildi ekki tjá sig um málið er eftir því var leitað en sagði að von væri á fréttatilkynningu frá ÍBV í dag eða á morgun.
Gunnar hefur unnið þrekvirki hjá Eyjamönnum sem eru handhafar beggja stóru titlanna í dag. ÍBV varð Íslandsmeistari á síðustu leiktíð og tryggði sér svo bikarmeistaratitilinn á dögunum.
Gunnar hættir hjá ÍBV eftir tímabilið
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
