Hlustar á Beyoncé þegar hún ætlar að taka á því 2. apríl 2015 09:00 Ellie Goulding Glamour/Getty Söngkonan Ellie Goulding er þekkt fyrir margt annað en líkamsrækt en hún stundar hlaup af ástríðu á milli þess sem hún býr til tónlist og syngur. Nike + Training Club fékk hana til að hanna app með sér þar sem hún deilir æfingaráætlun sinni. Franska Glamour spurði söngkonuna nokkurra spurninga um heilsurækt. Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Ég set á mig 24 stunda krem frá Bee Venom og svo skelli ég í búst með grænkáli, spirulinu og banana. Þetta tvennt er það sem ég geri alla morgna, sama hvað gengur á og þrátt fyrir að það sé ræs klukkan 4 á morgnanna.Hvað er það sem hvetur þig til að stunda líkamsrækt alla daga? Fyrir mig er það hreinlega nauðsyn, alveg eins og að borða eða sofa þá verð ég að æfa alla daga til að tryggja það að mér líði vel.Hvaða lagalista hlustar þú á æfingum? Ég hlusta á fullt af mismunandi tónlistarfólki. Þessa dagana hlusta ég aðallega á Ben Howard, Odesza og að sjálfsögðu Beyonce þegar ég er að taka á því.Hvernig hannaðiru æfingaáætlunina? Sonia, þjálfari hjá Nike, hjálpaði mér. Mig langaði að velja úr þeim æfingum sem hafa haft mestu áhrif á mig seinustu árin og hafa þar af leiðandi nýst mér best í að móta líkamann minn. Ég er mjög ánægð með útkomuna, því æfingaáætlunin gerir manni kleift að æfa sem flesta vöðva á sem stuttum tíma, og það er nákvæmlega það sem ég vil!Hvaða æfingu af æfingaáætluninni þinni finnst þér erfiðust? Það eru "burpees" (armbeygjuhopp), án efa. Þeir eru miskunnarlausir en erfiðisins virði.Hvaða æfing finnst þér skemmtilegust ? Þessi þar sem maður situr á rassinum og þarf að gera ákveðnar hreyfingar með löppunum án þess að búkurinn sigi niður.Hvaða íþróttakonu dáist þú mest að? Jessica Ennis, hún var Ólympíumeistari í sjöþraut á Ólympíuleikunum í London. Ég dáist af líkamanum hennar og öllum kraftinum sem hún býr yfir.Hvar er uppáhalds hlaupastaðurinn þinn í London? Hyde Park, Regent Park, Primrose Hill fyrir stutt hlaup, en mér finnst gaman að prófa nýja staði til að hlaupa á í hvert skipti sem ég heimsæki nýja borg. Í gær til dæmis var ég í Barcelona og mér fannst mjög gaman að hlaupa á Römblunni.Finnst þér mikilvægt að vera í fötum í stíl þegar þú stundar íþróttir? Þegar ég hleyp finnst mér mikilvægast að fötin sem ég er í séu þægileg og að það sé ekkert að trufla mig á meðan áreynslunni stendur. Ég klæðist þeim fötum sem mér líður best í og láta mér líða vel með mig.Hefur þú einhver ráð fyrir þá sem vilja byrja að hlaupa og stunda líkamsrækt?Skóbúnaður er það mikilvægasta þegar maður er að byrja, eða byrja aftur í íþróttum. Svo þarf maður bara að finna sinn eigin takt og taka upp nýjar venjur sem er auðvelt fyrir mann að fylgja. Þetta er það sem mér finnst best að gera þegar maður byrjar að þjálfa líkamann sinn. Bootcamp. Complete. Too. Bright. *robotvoice* A photo posted by elliegoulding (@elliegoulding) on Mar 6, 2015 at 9:22am PST #nikewomen can take a punk out. A photo posted by elliegoulding (@elliegoulding) on Feb 28, 2015 at 1:44am PST A photo posted by elliegoulding (@elliegoulding) on Mar 4, 2015 at 5:34am PST Mest lesið Adidas var svalasta fatamerki ársins 2016 Glamour Caitlyn Jenner og Kim Kardashian tala ekki saman Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Kim Kardashian hefur sjaldan litið betur út Glamour Rauðar varir eiga alltaf við Glamour Teymi Melaniu Trump tjáir sig um sniðgöngu fjölda hönnuða Glamour Barn númer tvö á leiðinni Glamour Förðunin fyrir helgina Glamour Flugeldasýning Victoria´s Secret í París Glamour Unglingar tískufyrirmyndirnar í Mílanó Glamour
Söngkonan Ellie Goulding er þekkt fyrir margt annað en líkamsrækt en hún stundar hlaup af ástríðu á milli þess sem hún býr til tónlist og syngur. Nike + Training Club fékk hana til að hanna app með sér þar sem hún deilir æfingaráætlun sinni. Franska Glamour spurði söngkonuna nokkurra spurninga um heilsurækt. Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Ég set á mig 24 stunda krem frá Bee Venom og svo skelli ég í búst með grænkáli, spirulinu og banana. Þetta tvennt er það sem ég geri alla morgna, sama hvað gengur á og þrátt fyrir að það sé ræs klukkan 4 á morgnanna.Hvað er það sem hvetur þig til að stunda líkamsrækt alla daga? Fyrir mig er það hreinlega nauðsyn, alveg eins og að borða eða sofa þá verð ég að æfa alla daga til að tryggja það að mér líði vel.Hvaða lagalista hlustar þú á æfingum? Ég hlusta á fullt af mismunandi tónlistarfólki. Þessa dagana hlusta ég aðallega á Ben Howard, Odesza og að sjálfsögðu Beyonce þegar ég er að taka á því.Hvernig hannaðiru æfingaáætlunina? Sonia, þjálfari hjá Nike, hjálpaði mér. Mig langaði að velja úr þeim æfingum sem hafa haft mestu áhrif á mig seinustu árin og hafa þar af leiðandi nýst mér best í að móta líkamann minn. Ég er mjög ánægð með útkomuna, því æfingaáætlunin gerir manni kleift að æfa sem flesta vöðva á sem stuttum tíma, og það er nákvæmlega það sem ég vil!Hvaða æfingu af æfingaáætluninni þinni finnst þér erfiðust? Það eru "burpees" (armbeygjuhopp), án efa. Þeir eru miskunnarlausir en erfiðisins virði.Hvaða æfing finnst þér skemmtilegust ? Þessi þar sem maður situr á rassinum og þarf að gera ákveðnar hreyfingar með löppunum án þess að búkurinn sigi niður.Hvaða íþróttakonu dáist þú mest að? Jessica Ennis, hún var Ólympíumeistari í sjöþraut á Ólympíuleikunum í London. Ég dáist af líkamanum hennar og öllum kraftinum sem hún býr yfir.Hvar er uppáhalds hlaupastaðurinn þinn í London? Hyde Park, Regent Park, Primrose Hill fyrir stutt hlaup, en mér finnst gaman að prófa nýja staði til að hlaupa á í hvert skipti sem ég heimsæki nýja borg. Í gær til dæmis var ég í Barcelona og mér fannst mjög gaman að hlaupa á Römblunni.Finnst þér mikilvægt að vera í fötum í stíl þegar þú stundar íþróttir? Þegar ég hleyp finnst mér mikilvægast að fötin sem ég er í séu þægileg og að það sé ekkert að trufla mig á meðan áreynslunni stendur. Ég klæðist þeim fötum sem mér líður best í og láta mér líða vel með mig.Hefur þú einhver ráð fyrir þá sem vilja byrja að hlaupa og stunda líkamsrækt?Skóbúnaður er það mikilvægasta þegar maður er að byrja, eða byrja aftur í íþróttum. Svo þarf maður bara að finna sinn eigin takt og taka upp nýjar venjur sem er auðvelt fyrir mann að fylgja. Þetta er það sem mér finnst best að gera þegar maður byrjar að þjálfa líkamann sinn. Bootcamp. Complete. Too. Bright. *robotvoice* A photo posted by elliegoulding (@elliegoulding) on Mar 6, 2015 at 9:22am PST #nikewomen can take a punk out. A photo posted by elliegoulding (@elliegoulding) on Feb 28, 2015 at 1:44am PST A photo posted by elliegoulding (@elliegoulding) on Mar 4, 2015 at 5:34am PST
Mest lesið Adidas var svalasta fatamerki ársins 2016 Glamour Caitlyn Jenner og Kim Kardashian tala ekki saman Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Kim Kardashian hefur sjaldan litið betur út Glamour Rauðar varir eiga alltaf við Glamour Teymi Melaniu Trump tjáir sig um sniðgöngu fjölda hönnuða Glamour Barn númer tvö á leiðinni Glamour Förðunin fyrir helgina Glamour Flugeldasýning Victoria´s Secret í París Glamour Unglingar tískufyrirmyndirnar í Mílanó Glamour