Golf

Níu ára Rory skrifaði Tiger bréf

Tiger og Rory á góðri stund.
Tiger og Rory á góðri stund. vísir/getty
Rory McIlroy vissi ungur hvað hann ætlaði sér að gera. Er hann var 9 ára árið 1999 þá skrifaði hann Tiger Woods bréf þar sem stóð að hann ætlaði sér að verða betri en hann.

Það eru afar takmarkaðar líkur á því að Tiger hafi lesið bréfið á sínum tíma en það er nú orðið sögulegt í ljósi þess að Rory er efstur á heimslistanum en Tiger er í 104. sæti.

„Ég man eftir því að hafa sent þetta bréf," viðurkenndi Rory sem er orðinn stærsta stjarna golfsins.

Rory er aðalmaðurinn hjá Nike í dag og er einnig kominn framan á golftölvuleik EA þar sem Tiger hefur verið svo lengi sem elstu menn muna.

Þetta kallar maður að standa við stóru orðin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×