Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Afturelding 25-24 | Arnór hetja ÍR Henry Birgir Gunnarsson í Austurbergi skrifar 18. apríl 2015 00:01 Arnór Freyr Stefánsson. vísir/valli ÍR jafnaði einvígið gegn Aftureldingu í dag með eins marks sigri í skrautlegum leik. Fyrri hálfleikur var eign heimamanna frá a til ö. Þeir mættu gríðarlega vel stemmdir til leiks. Spiluðu góða framliggjandi vörn þar sem vinnslan var til mikillar fyrirmyndar. Afturelding komst varla í opið skot. Þegar það gerðist þá varði Svavar Már oftar en ekki í markinu en hann var með 59 prósent markvörslu í hálfleiknum. Markvarslan hjá Aftureldinga var aftur á móti ekki nema fjögur skot eða 25 prósent. ÍR keyrði líka upp hraðann í leiknum. Gerði hraða árás við hvert tækifæri og með hverri mínútu jókst munurinn á liðunum. Þegar blásið var til leikhlés var munurinn orðinn átta mörk, 15-7, og útlitið ekki bjart fyrir gestina. Það var ekkert sem benti til annars um miðbik seinni hálfleiks en að ÍR væri að fara að valta yfir gestina. Þá náði liðið tíu marka forskoti, 22-12. Jóhann Jóhannsson, leikmaður Aftureldingar, fékk svo að líta rauða spjaldið fyrir fólskulegt brot. Mosfellingar efldust aftur á móti við mótlætið. Þjöppuðu sér saman og Davíð datt loksins í gírinn. Upphófst einhver mesta endurkoma sem maður hefur séð lengi. Afturelding fékk tækifæri til þess að jafna leikinn en Arnór Freyr Stefánsson varði skot Arnar Inga Bjarkasonar á lokasekúndunni og sá til þess að staðan í einvígi liðanna er jöfn. Virkilega sterkur sigur hjá ÍR en síðustu 15 mínútur leiksins hjá þeim er áhyggjuefni. Þá fór liðið algjörlega á taugum. Sóknarleikurinn hrundi, menn urðu hræddir og hættu að sækja. Ef Arnór hefði ekki bjargað þeim í lokin þá hefði Afturelding unnið þennan leik í framlengingu. Það var allt í tjóni hjá ÍR en þeir sluppu með skrekkinn. Markvarslan hjá þeim reið baggamuninn í þessum leik sem og frábær varnarleikur framan af. Afturelding mætti ekki til leiks fyrr en korter var eftir. Samt tókst liðinu næstum að krækja í framlengingu. Það segir sitt um styrkleika liðsins. Markvarslan vonbrigði hjá þeim en ungu mennirnir Birkir og Elvar leiddu endurkomuna sem náðist ekki að fullkomna. Þessi rimma stendur vel undir væntingum og kæmi engum á óvart ef við fengjum oddaleik.Arnór: Aldrei verið hetjan áður Arnór Freyr Stefánsson, markvörður ÍR, var að vonum brosmildur eftir að hafa bjargað sínu liði i dag. "Það var virkilega gott að verja lokaskotið. Ég held ég hafi aldrei lent í því áður að verja skot á lokasekúndunni. Tilfinningin er virkilega góð," sagði Arnór Freyr og brosti hringinn. "Varnarleikur Aftureldingar í lokin var frábær og þeir komu á okkur af fullu afli. Við unnum og það er það eina sem skiptir máli. Skiptir ekki máli hvernig eða með hve mörgum mörkum. Staðan í einvígi er 1-1. Það eru einu tölurnar sem skipta máli." Markvörðurinn átti fá svör við því hvað hefði gerst í leik hans liðs á síðustu mínútunum. "Ég veit ekki hvað gerist. Þeir hitta vissulega vel á markið og stela af okkur boltanum. Ég veit ekki hvað gerðist. Ég stend bara í búrinu. Það er mitt hlutverk."Einar Andri: Drullusvekkjandi að fá ekki framlengingu "Eins og fyrri hálfleikurinn var ömurlegur þá var seinni hálfleikurinn hjá okkur jafn frábær," sagði svekktur þjálfari Aftureldingar, Einar Andri Einarsson. "Ég verð að hrósa kjúklingunum, í orðsins fyllstu merkingu, fyrir að spila sóknarleikinn svona vel. Þeir spiluðu eins og kóngar og það var drullusvekkjandi að komast ekki í framlengingu." Einar Andri lét dómarana heyra það í leikslok en hann var ósáttur við að Arnar Birkir skildi ekki fá rautt spjald fyrir gróft brot einum fjórum sekúndum fyrir leikslok. "Dómgæslan var samt ekki vandamálið í dag. Það vorum við sjálfir," segir þjálfarinn en hvernig útskýrir hann þennan hörmulega fyrri hálfleik hjá hans liði? "Það er erfitt að útskýra hann. Það eru oft miklar sveiflur í úrslitakeppninni. Ég ætla ekki að afsaka okkur á því að við séum með ungt lið eða eitthvað svoleiðis. Við vorum búnir að vinna þrjá leiki í röð og menn héldu kannski að þeir væru betri en þeir eru og við fengum á baukinn fyrir vikið. Við verðum samt að fara yfir þetta því þessi fyrri hálfleikur er það lélegasta sem við höfum sýnt í vetur." Olís-deild karla Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
ÍR jafnaði einvígið gegn Aftureldingu í dag með eins marks sigri í skrautlegum leik. Fyrri hálfleikur var eign heimamanna frá a til ö. Þeir mættu gríðarlega vel stemmdir til leiks. Spiluðu góða framliggjandi vörn þar sem vinnslan var til mikillar fyrirmyndar. Afturelding komst varla í opið skot. Þegar það gerðist þá varði Svavar Már oftar en ekki í markinu en hann var með 59 prósent markvörslu í hálfleiknum. Markvarslan hjá Aftureldinga var aftur á móti ekki nema fjögur skot eða 25 prósent. ÍR keyrði líka upp hraðann í leiknum. Gerði hraða árás við hvert tækifæri og með hverri mínútu jókst munurinn á liðunum. Þegar blásið var til leikhlés var munurinn orðinn átta mörk, 15-7, og útlitið ekki bjart fyrir gestina. Það var ekkert sem benti til annars um miðbik seinni hálfleiks en að ÍR væri að fara að valta yfir gestina. Þá náði liðið tíu marka forskoti, 22-12. Jóhann Jóhannsson, leikmaður Aftureldingar, fékk svo að líta rauða spjaldið fyrir fólskulegt brot. Mosfellingar efldust aftur á móti við mótlætið. Þjöppuðu sér saman og Davíð datt loksins í gírinn. Upphófst einhver mesta endurkoma sem maður hefur séð lengi. Afturelding fékk tækifæri til þess að jafna leikinn en Arnór Freyr Stefánsson varði skot Arnar Inga Bjarkasonar á lokasekúndunni og sá til þess að staðan í einvígi liðanna er jöfn. Virkilega sterkur sigur hjá ÍR en síðustu 15 mínútur leiksins hjá þeim er áhyggjuefni. Þá fór liðið algjörlega á taugum. Sóknarleikurinn hrundi, menn urðu hræddir og hættu að sækja. Ef Arnór hefði ekki bjargað þeim í lokin þá hefði Afturelding unnið þennan leik í framlengingu. Það var allt í tjóni hjá ÍR en þeir sluppu með skrekkinn. Markvarslan hjá þeim reið baggamuninn í þessum leik sem og frábær varnarleikur framan af. Afturelding mætti ekki til leiks fyrr en korter var eftir. Samt tókst liðinu næstum að krækja í framlengingu. Það segir sitt um styrkleika liðsins. Markvarslan vonbrigði hjá þeim en ungu mennirnir Birkir og Elvar leiddu endurkomuna sem náðist ekki að fullkomna. Þessi rimma stendur vel undir væntingum og kæmi engum á óvart ef við fengjum oddaleik.Arnór: Aldrei verið hetjan áður Arnór Freyr Stefánsson, markvörður ÍR, var að vonum brosmildur eftir að hafa bjargað sínu liði i dag. "Það var virkilega gott að verja lokaskotið. Ég held ég hafi aldrei lent í því áður að verja skot á lokasekúndunni. Tilfinningin er virkilega góð," sagði Arnór Freyr og brosti hringinn. "Varnarleikur Aftureldingar í lokin var frábær og þeir komu á okkur af fullu afli. Við unnum og það er það eina sem skiptir máli. Skiptir ekki máli hvernig eða með hve mörgum mörkum. Staðan í einvígi er 1-1. Það eru einu tölurnar sem skipta máli." Markvörðurinn átti fá svör við því hvað hefði gerst í leik hans liðs á síðustu mínútunum. "Ég veit ekki hvað gerist. Þeir hitta vissulega vel á markið og stela af okkur boltanum. Ég veit ekki hvað gerðist. Ég stend bara í búrinu. Það er mitt hlutverk."Einar Andri: Drullusvekkjandi að fá ekki framlengingu "Eins og fyrri hálfleikurinn var ömurlegur þá var seinni hálfleikurinn hjá okkur jafn frábær," sagði svekktur þjálfari Aftureldingar, Einar Andri Einarsson. "Ég verð að hrósa kjúklingunum, í orðsins fyllstu merkingu, fyrir að spila sóknarleikinn svona vel. Þeir spiluðu eins og kóngar og það var drullusvekkjandi að komast ekki í framlengingu." Einar Andri lét dómarana heyra það í leikslok en hann var ósáttur við að Arnar Birkir skildi ekki fá rautt spjald fyrir gróft brot einum fjórum sekúndum fyrir leikslok. "Dómgæslan var samt ekki vandamálið í dag. Það vorum við sjálfir," segir þjálfarinn en hvernig útskýrir hann þennan hörmulega fyrri hálfleik hjá hans liði? "Það er erfitt að útskýra hann. Það eru oft miklar sveiflur í úrslitakeppninni. Ég ætla ekki að afsaka okkur á því að við séum með ungt lið eða eitthvað svoleiðis. Við vorum búnir að vinna þrjá leiki í röð og menn héldu kannski að þeir væru betri en þeir eru og við fengum á baukinn fyrir vikið. Við verðum samt að fara yfir þetta því þessi fyrri hálfleikur er það lélegasta sem við höfum sýnt í vetur."
Olís-deild karla Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira