Ólafur Stefánsson verður aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2015 15:03 Ólafur Stefánsson. Vísir/AFP Aron Kristjánsson, karlalandsliðsþjálfari í handbolta, hefur valið tuttugu manna landsliðshóp fyrir leikina á móti Serbíu nú í lok mánaðarins sem eru í riðlakeppninni fyrir EM 2016. Liðið kemur saman til æfinga 27. apríl en leikir við Serba verða 29. apríl í Laugardalshöllinni og 3. maí í Serbíu. Aron velur tvo unga nýliða í hópinn eða þá Egil Magnússon úr Stjörnunni og Pétur Júníusson úr Aftureldingu. Ólafur Indriði Stefánsson, einn leikreyndasti og dáðasti handknattleiksmaður þjóðarinnar, verður í þjálfarateymi Arons Kristjánsson, landsliðsþjálfara, í komandi verkefnum og tekur þar sæti Erlings Richardssonar. Erlingur tekur sem kunnugt er við þjálfun þýska úrvalsdeildarliðsins Füsche Berlin í sumar og hefur ekki verið með landsliðinu síðan á æfingamóti fyrir HM og vill HSÍ nota tækifærið og þakka Erlingi fyrir þann tíma sem hann var með karlalandsliðinu og óska honum jafnframt góðs gengis í nýju verkefni. Ólafur mun einnig spila stórt hlutverk í Afrekshópum HSÍ, sem hleypt verður af stokkunum innan skamms. Þessum afrekshópum er ætlað að efla, bæta og þróa unga leikmenn, bæði í karla- og kvennaflokki, og stytta leið þeirra að A-landsliðum. Reynsla Ólafs og þekking eru dýrmæt í þessu samhengi og endurkoma hans að A-landsliðinu gerir það að verkum að hann getur miðlað þeim áhersluatriðum sem unnið er með hjá landsliðinu beint til afrekshópanna.Íslenski landsliðshópurinn:Markmenn: Aron Rafn Eðvarðsson, Eskilstuna Guif Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball ClubAðrir leikmenn: Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen Arnór Atlason, St. Raphael Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club Aron Pálmarson, THW Kiel Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes Bjarki Már Gunnarsson, Aue Egill Magnússon, Stjarnan Guðjón Valur Sigurðsson, Barcelona Gunnar Steinn Jónsson, Vfl Gummersbach Kári Kristján Kristjánsson, Valur Ólafur Guðmundsson, TSV Hannover-Burgdorf Pétur Júníusson, Afturelding Róbert Gunnarsson, Paris Handball Rúnar Kárason, TSV Hannover-Burgdorf Snorri Steinn Guðjónsson, Selestat Alsace HB Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen Sverre Andreas Jakobsson, Akureyri Vignir Svavarsson, HC Midtjylland ApS EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Sjá meira
Aron Kristjánsson, karlalandsliðsþjálfari í handbolta, hefur valið tuttugu manna landsliðshóp fyrir leikina á móti Serbíu nú í lok mánaðarins sem eru í riðlakeppninni fyrir EM 2016. Liðið kemur saman til æfinga 27. apríl en leikir við Serba verða 29. apríl í Laugardalshöllinni og 3. maí í Serbíu. Aron velur tvo unga nýliða í hópinn eða þá Egil Magnússon úr Stjörnunni og Pétur Júníusson úr Aftureldingu. Ólafur Indriði Stefánsson, einn leikreyndasti og dáðasti handknattleiksmaður þjóðarinnar, verður í þjálfarateymi Arons Kristjánsson, landsliðsþjálfara, í komandi verkefnum og tekur þar sæti Erlings Richardssonar. Erlingur tekur sem kunnugt er við þjálfun þýska úrvalsdeildarliðsins Füsche Berlin í sumar og hefur ekki verið með landsliðinu síðan á æfingamóti fyrir HM og vill HSÍ nota tækifærið og þakka Erlingi fyrir þann tíma sem hann var með karlalandsliðinu og óska honum jafnframt góðs gengis í nýju verkefni. Ólafur mun einnig spila stórt hlutverk í Afrekshópum HSÍ, sem hleypt verður af stokkunum innan skamms. Þessum afrekshópum er ætlað að efla, bæta og þróa unga leikmenn, bæði í karla- og kvennaflokki, og stytta leið þeirra að A-landsliðum. Reynsla Ólafs og þekking eru dýrmæt í þessu samhengi og endurkoma hans að A-landsliðinu gerir það að verkum að hann getur miðlað þeim áhersluatriðum sem unnið er með hjá landsliðinu beint til afrekshópanna.Íslenski landsliðshópurinn:Markmenn: Aron Rafn Eðvarðsson, Eskilstuna Guif Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball ClubAðrir leikmenn: Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen Arnór Atlason, St. Raphael Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club Aron Pálmarson, THW Kiel Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes Bjarki Már Gunnarsson, Aue Egill Magnússon, Stjarnan Guðjón Valur Sigurðsson, Barcelona Gunnar Steinn Jónsson, Vfl Gummersbach Kári Kristján Kristjánsson, Valur Ólafur Guðmundsson, TSV Hannover-Burgdorf Pétur Júníusson, Afturelding Róbert Gunnarsson, Paris Handball Rúnar Kárason, TSV Hannover-Burgdorf Snorri Steinn Guðjónsson, Selestat Alsace HB Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen Sverre Andreas Jakobsson, Akureyri Vignir Svavarsson, HC Midtjylland ApS
EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Sjá meira