Nýr Subaru sýndur í Shanghai Finnur Thorlacius skrifar 17. apríl 2015 10:27 Subaru Exiga Crossover 7. Þessi nýi tilraunabíll Subaru, Exiga Crossover 7, verður sýndur á bílasýningunni í Shanghai sem opnar eftir helgina. Þessi bíll er 7 sæta með þremur sætaröðum og svipar mjög til Subaru Outback og er háfættur jepplingur. Hann er byggður á sama undirvagni og Outback og er með sömu 2,5 lítra boxervélina og finna má í Outback og skilar 171 hestafli í þessum bíl. Þessi nýi bíll er sérstaklega ætlaður fyrir heimamarkað í Japan og Fuji Heavy Industries, eigandi Subaru bílasmiðsins, mun aðeins framleiða um 600 eintök af honum í hverjum mánuði. Enn er beðið eftir arftaka Tribeca jeppans sem beint verður að Bandaríkjamarkaði og þessi bíll er ekki sá bíll, né undanfari hans. Þar mun væntanlega fara mun stærri bíll sem fellur í flokk jeppa en ekki jepplinga. Slíkur bíll mun henta betur fyrir Bandaríkjamarkað. Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent
Þessi nýi tilraunabíll Subaru, Exiga Crossover 7, verður sýndur á bílasýningunni í Shanghai sem opnar eftir helgina. Þessi bíll er 7 sæta með þremur sætaröðum og svipar mjög til Subaru Outback og er háfættur jepplingur. Hann er byggður á sama undirvagni og Outback og er með sömu 2,5 lítra boxervélina og finna má í Outback og skilar 171 hestafli í þessum bíl. Þessi nýi bíll er sérstaklega ætlaður fyrir heimamarkað í Japan og Fuji Heavy Industries, eigandi Subaru bílasmiðsins, mun aðeins framleiða um 600 eintök af honum í hverjum mánuði. Enn er beðið eftir arftaka Tribeca jeppans sem beint verður að Bandaríkjamarkaði og þessi bíll er ekki sá bíll, né undanfari hans. Þar mun væntanlega fara mun stærri bíll sem fellur í flokk jeppa en ekki jepplinga. Slíkur bíll mun henta betur fyrir Bandaríkjamarkað.
Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent