Handbolti

Dagur reynir að draga úr væntingum

Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson. vísir/getty
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, reynir nú að ná þýskum handboltaáhugamönnum niður á jörðina fyrir leikinn gegn Spánverjum í lok mánaðarins.

Bæði Spánn og Þýskaland hafa unnið báða leiki sína í riðlinum og bítast því um toppsætið í þessum leik.

Þýska landsliðið blómstraði undir stjórn Dags á HM í Katar og væntingarnar hafa því farið hratt upp.

„Við getum ekki búist við því að það sé sjálfsagt mál að liðinu haldi áfram að ganga svona vel. Við erum enn að byggja upp lið sem á að spila til verðlauna á HM 2019 sem og á ÓL 2020," sagði Dagur.

Dagur segir að Spánverjar séu á meðal þeirra fjögurra þjóða sem skari fram úr í heiminum.

„Frakkland, Króatía, Spánn og Danmörk eru aðeins á undan öllum hinum liðunum núna. Okkar markmið núna er að reyna að verða fimmta besta liðið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×