Keane segir Arteta að taka lyfin sín Aron Guðmundsson skrifar 23. september 2024 10:02 Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal og Roy Keane, sparkspekingur og fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður Vísir/Samsett mynd Roy Keane, sparkspekingur og fyrrum leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United er allt annað en sáttur með Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal, og ummæli hans um Michael Oliver og dómarateymið í stórleik Arsenal gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en Arsenal hékk á 2-1 forystu sinni alveg þar til að nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum og John Stones jafnaði metin fyrir Manchester City. Skytturnar léku einum manni færri allan seinni hálfleikinn eftir að Belginn Leandro Trossard fékk að líta sitt fyrsta gula spjald með stuttu millibili eftir að hafa sparkað knettinum í burtu eftir að dómari leiksins, téður Michael Oliver, hafði flautað og dæmt aukaspyrnu í kjölfar tæklingar Trossard á Bernardo Silva sem hann fékk sitt seinna gula spjald fyrir. Arteta var allt annað en sáttur með dómarateymi leiksins í viðtali eftir leik og benti á tvö atvik í leiknum sem vörðuðu leikmenn Manchester City sem hann taldi svipuð því atviki sem að Trossard fékk gult spjald fyrir þegar að hann sparkaði knettinum í burtu eftir flaut Oliver. Þar taldi stjóri Arsenal að gula spjaldið hefði þá einnig átt að fara á loft. Roy Keane er ekki ánægður með þróunina hjá knattspyrnustjórum deildarinnar sem hann segir að kvarti of mikið. „Knattspyrnustjórar eru að tjá sig í hverri einustu viku og taka fyrir allar ákvarðanir sem þeir telja að séu gegn sér,“ sagði Roy Keane í útsendingu Sky Sports í kringum leikinn. „Stígðu bara fram og sættu þig við þetta. Innst inni er hann sáttur við stigið. Sýndu bara smá klassa. Þú sem knattspyrnustjóri Arsenal. Segðu frekar: „Hann átti ábyggilega skilið að fá rauða spjaldið, liðið brást vel við því að vera manni undir og svo höldum við áfram frá þessu.“ Taktu lyfin þín og haltu áfram.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Varamaðurinn tryggði meisturunum dramatískt stig Arsenal og Manchester City, liðin sem höfnuðu í efstu tveimur sætum ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, gerðu dramatískt 2-2 jafntefli er liðin mættust í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 22. september 2024 15:02 Ótrúleg og áður óséð tölfræði: Tveir Arsenal-menn áttu enga sendingu Þeir Kai Havertz og Jurriën Timber áttu sinn þátt í 2-2 jafntefli Arsenal gegn Manchester City í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær. Hvorugur þeirra átti þó eina einustu sendingu á samherja. 23. september 2024 08:01 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Fleiri fréttir Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Sjá meira
Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en Arsenal hékk á 2-1 forystu sinni alveg þar til að nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum og John Stones jafnaði metin fyrir Manchester City. Skytturnar léku einum manni færri allan seinni hálfleikinn eftir að Belginn Leandro Trossard fékk að líta sitt fyrsta gula spjald með stuttu millibili eftir að hafa sparkað knettinum í burtu eftir að dómari leiksins, téður Michael Oliver, hafði flautað og dæmt aukaspyrnu í kjölfar tæklingar Trossard á Bernardo Silva sem hann fékk sitt seinna gula spjald fyrir. Arteta var allt annað en sáttur með dómarateymi leiksins í viðtali eftir leik og benti á tvö atvik í leiknum sem vörðuðu leikmenn Manchester City sem hann taldi svipuð því atviki sem að Trossard fékk gult spjald fyrir þegar að hann sparkaði knettinum í burtu eftir flaut Oliver. Þar taldi stjóri Arsenal að gula spjaldið hefði þá einnig átt að fara á loft. Roy Keane er ekki ánægður með þróunina hjá knattspyrnustjórum deildarinnar sem hann segir að kvarti of mikið. „Knattspyrnustjórar eru að tjá sig í hverri einustu viku og taka fyrir allar ákvarðanir sem þeir telja að séu gegn sér,“ sagði Roy Keane í útsendingu Sky Sports í kringum leikinn. „Stígðu bara fram og sættu þig við þetta. Innst inni er hann sáttur við stigið. Sýndu bara smá klassa. Þú sem knattspyrnustjóri Arsenal. Segðu frekar: „Hann átti ábyggilega skilið að fá rauða spjaldið, liðið brást vel við því að vera manni undir og svo höldum við áfram frá þessu.“ Taktu lyfin þín og haltu áfram.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Varamaðurinn tryggði meisturunum dramatískt stig Arsenal og Manchester City, liðin sem höfnuðu í efstu tveimur sætum ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, gerðu dramatískt 2-2 jafntefli er liðin mættust í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 22. september 2024 15:02 Ótrúleg og áður óséð tölfræði: Tveir Arsenal-menn áttu enga sendingu Þeir Kai Havertz og Jurriën Timber áttu sinn þátt í 2-2 jafntefli Arsenal gegn Manchester City í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær. Hvorugur þeirra átti þó eina einustu sendingu á samherja. 23. september 2024 08:01 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Fleiri fréttir Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Sjá meira
Varamaðurinn tryggði meisturunum dramatískt stig Arsenal og Manchester City, liðin sem höfnuðu í efstu tveimur sætum ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, gerðu dramatískt 2-2 jafntefli er liðin mættust í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 22. september 2024 15:02
Ótrúleg og áður óséð tölfræði: Tveir Arsenal-menn áttu enga sendingu Þeir Kai Havertz og Jurriën Timber áttu sinn þátt í 2-2 jafntefli Arsenal gegn Manchester City í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær. Hvorugur þeirra átti þó eina einustu sendingu á samherja. 23. september 2024 08:01