Sólveig keppti ólétt og á leið í þungunarrof Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2024 09:31 Sólveig Sigurðardóttir var að ganga í gegnum afar erfiða tíma þegar hún keppti í fyrsta og eina sinn á heimsleikunum í crossfit. Instagram/@solasigurdardottir Sólveig Sigurðardóttir, sem var ein fremsta Crossfit-kona Íslands, hefur nú útskýrt hvað hún gekk í gegnum á sínum fyrstu og einu heimsleikum, árið 2022. Hún keppti á leikunum ólétt og búin að ákveða að fara í þungunarrof. Sólveig greinir frá þessu í viðtali í Dagmálum á mbl.is. Þessi 29 ára íþróttakona hefur áður talað um að sér hafi fundist hún hafa valdið vinum og fjölskyldu vonbrigðum með frammistöðu sinni á heimsleikunum, þar sem hún endaði í 34. sæti af 39 keppendum. Hún ætlaði sér mun meira en hefur nú greint frá því að sex vikum fyrir heimsleikana komst hún að því að hún væri ólétt. „Ég var að ganga í gegnum erfiða tíma í mínu persónulega lífi þegar ég komst að því að ég væri ófrísk. Ég hef aldrei talað um þetta opinberlega áður en mig hefur oft langað til þess að ræða þetta því mér finnst leiðinlegt hvernig fór á heimsleikunum. Ég hef viljað útskýra það fyrir fólki af hverju mér gekk svona illa. Ég var í sambandi með manni sem ég vissi innst inni að ég ætti ekki að vera með. Þetta var ekki gott samband og ég náði í raun ekki að undirbúa mig almennilega fyrir heimsleikana. Það komst ekkert annað að en óléttan. Ég stóð líka frammi fyrir mjög erfiðri ákvörðun. Að fara í þungunarrof er mjög erfið ákvörðun og þetta er ákvörðun sem þú þarft að lifa með allt þitt líf. Það fer engin kona í þungunarrof af einhverri léttúð,“ sagði Sólveig í Dagmálum. Hún náði því aldrei að njóta sín á heimsleikunum sem höfðu verið hennar draumur og markmið í langan tíma. „Ég var í hálfgerðu móki á heimsleikunum. Ég var stödd á Mallorca að æfa þegar ég komst að þessu [að hún væri ólétt] og ég gerði mér engan veginn grein fyrir ferlinu sem var að fara af stað þarna. Ég kem heim því í mínum fullkomna heimi þá hélt ég að ég gæti bara látið þetta hverfa og svo undirbúið mig fyrir heimsleikana af fullum krafti. Konur sem hafa gengið í gegnum þetta vita hins vegar að þetta er ekki alveg svona einfalt. Úr varð að ég þurfti að keppa ófrísk á heimsleikunum. Þessi tími í mínu lífi er í algjörri móðu og ég var í rauninni bara á botninum. Það komst heldur ekkert annað að í hausnum á mér en hvað tæki við hjá mér strax eftir heimsleikana. Ég naut mín ekki í eina sekúndu,“ sagði Sólveig. Tímabil sem tók of mikinn toll Hún reyndi svo aftur að komast á heimsleikana árið 2023 en sat þá eftir í undanúrslitunum. Hún greindi svo síðar frá því að hún væri hætt að keppa í crossfit og fór yfir þá ákvörðun á myndbandsbloggi sínu á YouTube. Þar kvaðst hún hafa verið að glíma við persónuleg vandamál sem hún vildi þó ekki ræða nánar á þeim tímapunkti. „Ég hef notið íþróttaferils míns mjög mikið og hann hefur kennt mér svo mikið um mig sjálfa. Ég væri ekki sú persóna sem ég er í dag nema fyrir öll þessi ár mín í CrossFit. Það eru liðin tíu ár síðan ég byrjaði í CrossFit og þetta er búið að vera ferðalag sem ég gat ekki séð fyrir,“ sagði Sólveig í myndbandsblogginu og kvaðst þakklát fyrir þau tækifæri sem hún hefði fengið og skapað sér sjálf. Fyrrnefndir heimsleikar árið 2022 tóku hins vegar skiljanlega mikið á. „Ég hefði viljað sjá mig vera hundrað prósent þarna því ég náði ekki að gera mitt besta. Ég stóð mig ekki nógu vel og ég er leið yfir því. Það tímabil tók mikinn toll af mér andlega.“ CrossFit Þungunarrof Tengdar fréttir Sólveig hætt og útskýrir erfiðustu ákvörðun lífsins Sólveig Sigurðardóttir, ein besta Crossfit-kona Íslands, hefur ákveðið að hætta keppni. Hún fer yfir ákvörðunina í myndbandsbloggi á YouTube. 7. mars 2024 08:31 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Sjá meira
Sólveig greinir frá þessu í viðtali í Dagmálum á mbl.is. Þessi 29 ára íþróttakona hefur áður talað um að sér hafi fundist hún hafa valdið vinum og fjölskyldu vonbrigðum með frammistöðu sinni á heimsleikunum, þar sem hún endaði í 34. sæti af 39 keppendum. Hún ætlaði sér mun meira en hefur nú greint frá því að sex vikum fyrir heimsleikana komst hún að því að hún væri ólétt. „Ég var að ganga í gegnum erfiða tíma í mínu persónulega lífi þegar ég komst að því að ég væri ófrísk. Ég hef aldrei talað um þetta opinberlega áður en mig hefur oft langað til þess að ræða þetta því mér finnst leiðinlegt hvernig fór á heimsleikunum. Ég hef viljað útskýra það fyrir fólki af hverju mér gekk svona illa. Ég var í sambandi með manni sem ég vissi innst inni að ég ætti ekki að vera með. Þetta var ekki gott samband og ég náði í raun ekki að undirbúa mig almennilega fyrir heimsleikana. Það komst ekkert annað að en óléttan. Ég stóð líka frammi fyrir mjög erfiðri ákvörðun. Að fara í þungunarrof er mjög erfið ákvörðun og þetta er ákvörðun sem þú þarft að lifa með allt þitt líf. Það fer engin kona í þungunarrof af einhverri léttúð,“ sagði Sólveig í Dagmálum. Hún náði því aldrei að njóta sín á heimsleikunum sem höfðu verið hennar draumur og markmið í langan tíma. „Ég var í hálfgerðu móki á heimsleikunum. Ég var stödd á Mallorca að æfa þegar ég komst að þessu [að hún væri ólétt] og ég gerði mér engan veginn grein fyrir ferlinu sem var að fara af stað þarna. Ég kem heim því í mínum fullkomna heimi þá hélt ég að ég gæti bara látið þetta hverfa og svo undirbúið mig fyrir heimsleikana af fullum krafti. Konur sem hafa gengið í gegnum þetta vita hins vegar að þetta er ekki alveg svona einfalt. Úr varð að ég þurfti að keppa ófrísk á heimsleikunum. Þessi tími í mínu lífi er í algjörri móðu og ég var í rauninni bara á botninum. Það komst heldur ekkert annað að í hausnum á mér en hvað tæki við hjá mér strax eftir heimsleikana. Ég naut mín ekki í eina sekúndu,“ sagði Sólveig. Tímabil sem tók of mikinn toll Hún reyndi svo aftur að komast á heimsleikana árið 2023 en sat þá eftir í undanúrslitunum. Hún greindi svo síðar frá því að hún væri hætt að keppa í crossfit og fór yfir þá ákvörðun á myndbandsbloggi sínu á YouTube. Þar kvaðst hún hafa verið að glíma við persónuleg vandamál sem hún vildi þó ekki ræða nánar á þeim tímapunkti. „Ég hef notið íþróttaferils míns mjög mikið og hann hefur kennt mér svo mikið um mig sjálfa. Ég væri ekki sú persóna sem ég er í dag nema fyrir öll þessi ár mín í CrossFit. Það eru liðin tíu ár síðan ég byrjaði í CrossFit og þetta er búið að vera ferðalag sem ég gat ekki séð fyrir,“ sagði Sólveig í myndbandsblogginu og kvaðst þakklát fyrir þau tækifæri sem hún hefði fengið og skapað sér sjálf. Fyrrnefndir heimsleikar árið 2022 tóku hins vegar skiljanlega mikið á. „Ég hefði viljað sjá mig vera hundrað prósent þarna því ég náði ekki að gera mitt besta. Ég stóð mig ekki nógu vel og ég er leið yfir því. Það tímabil tók mikinn toll af mér andlega.“
CrossFit Þungunarrof Tengdar fréttir Sólveig hætt og útskýrir erfiðustu ákvörðun lífsins Sólveig Sigurðardóttir, ein besta Crossfit-kona Íslands, hefur ákveðið að hætta keppni. Hún fer yfir ákvörðunina í myndbandsbloggi á YouTube. 7. mars 2024 08:31 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Sjá meira
Sólveig hætt og útskýrir erfiðustu ákvörðun lífsins Sólveig Sigurðardóttir, ein besta Crossfit-kona Íslands, hefur ákveðið að hætta keppni. Hún fer yfir ákvörðunina í myndbandsbloggi á YouTube. 7. mars 2024 08:31
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn