Forsætisráðherra gagnrýnir hækkun stjórnarlauna Heimir Már Pétursson skrifar 16. apríl 2015 12:11 Forsætisráðherra segir óæskilegt og afleitt á allan hátt að stjórnarmenn fyrirtækja hækki laun sín um tugi prósenta. Segir stjórnvöld tilbúin að greiða fyrir kjarasamningum. Forsætisráðherra tók undir gagnrýni þingmanna á hækkanir stjórnarlauna fyrirtækja um tugi prósenta á Alþingi í morgun. Hann sagði ríkisstjórnina tilbúna að stuðla að stöðugleikasamningum á vinnumarkaði, en fyrst yrði að sjást til lands í þeim kjaraviðræðum sem nú stæðu yfir. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna gerði nýlega hækkun launa stjórnarmanna hjá HB Granda um rúm 33 prósent að umtalsefni í fyrirspurn til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Alþingi í morgun. Katrín sagðist hafa miklar áhyggjur á stöðunni á vinnumarkaðnum og stöðu kjaraviðræðna. „Og nýjustu tíðindin af kjaraviðræðum eru nú ekki björguleg þegar þegar stjórnarmenn í HB Granda ákveða að hækka sín laun og eru nýlega hins vegar búnir að bjóða starfsmönnum íspinna í bónus. Satt að segja, herra forseti, finnst mér þetta eins og úr skáldsögu eftir Halldór Laxnessog ég velti því fyrir mér, hvert erum við komin ef þetta er undur kjarabaráttunnar,“ sagði Katrín.Sjá einnig: Sýður á starfsfólki HB Granda: „Erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt“ Formaður Vinstri grænna minnti á að forsætisráðherra hefði lýst yfir að hækka ætti lægstu laun og spurði hvort von væri á einhverju útspili frá ríkisstjórninni til að greiða fyrir kjarasamningum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagðist deila áhyggjum með formanni Vinstri grænna á stöðunni á vinnumarkaðnum. „Það er margt sem gerir hana erfiða og flókna en þó eru ýmis sóknarfæri. Það má ekki gleyma því. Það má heldur ekki gleyma því að ástæðan fyrir því að þessi staða er uppi er að menn telja nú loksins að eitthvað sé til skiptana. Það sé eitthvað að hafa út úr kjarasamningum,“ sagði Sigmundur Davíð. Það væri hins vegar mikilvægt að traust ríkti milli hópa í þjóðfélaginu um að ávinningnum verði skipt jafnt á milli þeirra.Sjá einnig: Óttast að hluthafar HB Granda flýðu ef arðgreiðslum yrði breytt „Og þess vegna er ástæða til að taka undir athugasemdir háttvirts þingmanns um hversu óæskilegt og raunar bara afleitt á allan hátt það er þegar á sama tíma er farið í tug prósenta hækkun t.d. á stjórnarlaunum. En ekki bara í þessu tiltekna fyrirtæki sem háttvirtur þingmaður nefndi því við höfum séð ýmis dæmi um slíkar hækkanir á stjórnarlaunum annars staðar að undanförnu,“ sagði forsætisráðherra. „Ég og hæstvirtur forsætisráðherra höfum bæði áhyggjur en það er ekki nóg. Er það ætlun ríkisstjórnarinnar að bíða eftir því að samningar náist áður en einhverju verður spilað út,“ spurði Katrín. „Stjórnvöld þurfa að sjálfsögðu að sjá til lands í þessum viðræðum áður en hægt er að meta hvaða aðgerðir nýtast best. Og raunar þarf að sjá til lands svo hægt sé að meta hvort aðgerðir geti hreinlega verið skaðlegar og ýtt undir verðbólgu. Ef það stefnir í það sem mætti kalla verðbólgusamninga,“ sagði forsætisráðherra á Alþingi í morgun. Alþingi Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Forsætisráðherra tók undir gagnrýni þingmanna á hækkanir stjórnarlauna fyrirtækja um tugi prósenta á Alþingi í morgun. Hann sagði ríkisstjórnina tilbúna að stuðla að stöðugleikasamningum á vinnumarkaði, en fyrst yrði að sjást til lands í þeim kjaraviðræðum sem nú stæðu yfir. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna gerði nýlega hækkun launa stjórnarmanna hjá HB Granda um rúm 33 prósent að umtalsefni í fyrirspurn til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Alþingi í morgun. Katrín sagðist hafa miklar áhyggjur á stöðunni á vinnumarkaðnum og stöðu kjaraviðræðna. „Og nýjustu tíðindin af kjaraviðræðum eru nú ekki björguleg þegar þegar stjórnarmenn í HB Granda ákveða að hækka sín laun og eru nýlega hins vegar búnir að bjóða starfsmönnum íspinna í bónus. Satt að segja, herra forseti, finnst mér þetta eins og úr skáldsögu eftir Halldór Laxnessog ég velti því fyrir mér, hvert erum við komin ef þetta er undur kjarabaráttunnar,“ sagði Katrín.Sjá einnig: Sýður á starfsfólki HB Granda: „Erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt“ Formaður Vinstri grænna minnti á að forsætisráðherra hefði lýst yfir að hækka ætti lægstu laun og spurði hvort von væri á einhverju útspili frá ríkisstjórninni til að greiða fyrir kjarasamningum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagðist deila áhyggjum með formanni Vinstri grænna á stöðunni á vinnumarkaðnum. „Það er margt sem gerir hana erfiða og flókna en þó eru ýmis sóknarfæri. Það má ekki gleyma því. Það má heldur ekki gleyma því að ástæðan fyrir því að þessi staða er uppi er að menn telja nú loksins að eitthvað sé til skiptana. Það sé eitthvað að hafa út úr kjarasamningum,“ sagði Sigmundur Davíð. Það væri hins vegar mikilvægt að traust ríkti milli hópa í þjóðfélaginu um að ávinningnum verði skipt jafnt á milli þeirra.Sjá einnig: Óttast að hluthafar HB Granda flýðu ef arðgreiðslum yrði breytt „Og þess vegna er ástæða til að taka undir athugasemdir háttvirts þingmanns um hversu óæskilegt og raunar bara afleitt á allan hátt það er þegar á sama tíma er farið í tug prósenta hækkun t.d. á stjórnarlaunum. En ekki bara í þessu tiltekna fyrirtæki sem háttvirtur þingmaður nefndi því við höfum séð ýmis dæmi um slíkar hækkanir á stjórnarlaunum annars staðar að undanförnu,“ sagði forsætisráðherra. „Ég og hæstvirtur forsætisráðherra höfum bæði áhyggjur en það er ekki nóg. Er það ætlun ríkisstjórnarinnar að bíða eftir því að samningar náist áður en einhverju verður spilað út,“ spurði Katrín. „Stjórnvöld þurfa að sjálfsögðu að sjá til lands í þessum viðræðum áður en hægt er að meta hvaða aðgerðir nýtast best. Og raunar þarf að sjá til lands svo hægt sé að meta hvort aðgerðir geti hreinlega verið skaðlegar og ýtt undir verðbólgu. Ef það stefnir í það sem mætti kalla verðbólgusamninga,“ sagði forsætisráðherra á Alþingi í morgun.
Alþingi Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira