Trúir svo á sigur Hafþórs að húðflúr er komið á kálfann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. apríl 2015 19:00 Andri Reyr og Einar Magnús ætla að styðja vel við sinn mann í Malasíu. Vísir/Pjetur Félagarnir Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson halda í nótt í sólarhringsferðalag til Malasíu. Á laugardaginn hefst keppin Sterkasti maður heims þar sem vinur þeirra, Hafþór Júlíus Björnsson, og Benedikt Magnússon verða á meðal keppenda. Hafþór ætlar sér sigur en hann hafnaði í öðru sæti í keppninni í fyrra. „Það munaði hálfu stigi eða 0,24 sekúndum eftir því hvernig þú vilt líta á það,“ segir Andri Reyr sem líkt og Einar Magnús er afar spenntur. Þeir félagar snæddu síðast með Hafþóri, betur þekktum sem Fjallinu af aðdáendum Game of Thrones utan landsteinanna, í gær. Var afar góður andi yfir hópnum en þeim félögum er tíðrætt um 'anda'. „Í okkar hópi þurfa menn að vera í rosalega góðum anda,“ segir Andri Reyr. Þegar menn séu í góðum anda geri þeir hluti sem venjulegt fólk samþykki einfaldlega ekki að sé hægt. Einar rifjar upp stutta sögu til útskýringar frá æfingu í Jakabóli. Hann sé ekki jafnsterkur og flestir strákarnir sem lyfti í Jakabóli og var í þessu tilfelli gert grín að þyngdunum sem hann var að taka. „„Það skiptir ekki neinu helvítis máli hvað maður lyftir þungu. Það er bara vera í anda,“ segir Einar og hlær. Þögn hafi skollið á hópinn og allir samþykkt svarið. „Við ætlum að vera í miklum anda í Malasíu,“ segir Einar.Hafþór ætlar sér stóra hluti í Kuala Lumpur.„Ég var trylltur úti!“ Aðspurðir segja þeir félagar ástæðuna fyrir ferðalagi sínu einfalda. Þeir ætli að styðja sinn vin og halda utan um hann á meðan hann stendur í ströngu í keppninni. Aðspurðir um möguleika Hafþórs segir Andri: „Ef allt gengur upp þá tekur hann titilinn.“ Riðlakeppni hefst á laugardaginn og stendur í fjóra daga. Reikna þeir með því að Hafþór muni eiga greiða leið í úrslitin sem fara fram aðra helgi. Þar muni keppnin að óbreyttu standa á milli Hafþórs, Bandaríkjamannsins Brian Shaw og Litháans Zydrunas Savickas sem á titil að verja eftir baráttuna við Hafþór í fyrra.Sjá einnig:„Alveg grátlegt því það munaði svo litlu“ Aðspurðir hvort árið hefði verið lengi að líða eftir svekkelsið í fyrra segir Andri svo ekki vera. Hafþór hafi verið mjög fljótur að jafna sig. „Hann notaði þetta bara sem hvatningu. Til að efla sjálfan sig í því að koma tilbaka,“ segir Andri. Einar bætir við að hann hafi strax ákveðið að ætla að vinna keppnina að ári. „Andri var hins vegar brjálaður í tvær vikur,“ segir Einar og hlær. Andri hristir hausinn. „Já, ég var trylltur úti!“Húðflúrið sem komið er á kálfa Einars.Vísir/PjeturHafþór fær auka hamborgara í desert Húðflúr skipa oftar en ekki stóran sess hjá kraftajötnum. Hafþór, Andri og Einar eru engin undantekning. Skemmst er frá að segja að þeir félagar lofuðu Hafþóri báðum að skella húðflúri á kálfann sinn myndi hann landa titlinum í ár. Einar tók svo forskot á sæluna. „Þetta kom upp í einum 'anda'-hádegisverði,“ segir Einar. Þeir snæði reglulega sjö til átta saman og peppa Hafþór upp. „Þá er yfirleitt tvöfaldur hamborgari á alla og Hafþór fær einn auka í desert.“ Um daginn kom svo til tals við hádegisverðinn hvort það væri ekki best að drífa húðflúrunina af. Einar segist hafa tekið vel í það enda hafi hann það mikla trú á Hafþóri. Þeir brunuðu til vinkonu Einars í Tattú og skart. Svo vel vildi til að hún átti lausan tíma og þá var ekki aftur snúið. „Ég lagðist á magann og var kominn með logo-ið á kálfann á innan við klukkutíma,“ segir Einar og sýnir blaðamanni eðli málsins samkvæmt húðflúrið. Um er að ræða mynd af Hafþóri halda á nýþungum steini sem er eitt af merkjunum sem hann notar á bolina. Gangi allt eftir og Hafþór verður krýndur sterkasti maður heims ætlar Einar að láta breyta steininum í Atlas og hafa undirskrift Hafþórs neðan við merkið.Andri er með húðflúr af konu sinni og börnum á hægri handleggnum.Vísir/PjeturKonurnar sáttar „Ég hef fullan trú á því að hann sé að fara að taka þetta,“ segir Einar. Hann bætir þó við, til vonar og vara, að hann verði burtséð frá því stoltur af því að eiga hann sem vin hvernig sem fari. Aðspurður um hvaða breytingum húðflúrið mun taka vinni Hafþór ekki sigur segist Einar ekki tímabært að greina frá því. Hafþór sé í það minnsta ekki spenntur fyrir þeim breytingum. En hvað segja betri helmingar þeirra félaga um þá ákvörðun að fá sér húðflúr af Hafþóri? „Það er ekki spurt. Þetta er okkar líkami,“ segir Einar og hlær. Andri bendir á að hann sé nú þegar með húðflúr af konu sinni og börnum á handleggnum. „Kærastan mín sagði að þetta væri bara töff!“ bætir Einar við. Andri og Einar halda sem fyrr segir utan í nótt en framundan er sólarhringsferðalag til Kuala Lumpur. Þeir félagar verða með puttann á púlsinum fyrir Vísi og verður grannt fylgst með gangi mála hjá okkar mönnum, þeim Benedikt og Hafþóri, í baráttu við sterkustu menn í heiminum. Game of Thrones Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Fjallað um áhuga NFL á Hafþóri Júlíusi Eins og áður hefur verið fjallað um var NFL-liðið Indianapolis Colts að íhuga að semja við kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson. 20. maí 2014 14:30 Kristján Ara vill fjallið í landsliðið: Ekki slæmt að fá svona mann í vörnina Landsliðsmaðurinn fyrrverandi kynnti áhugaverða hugmynd á súpufundi FH í dag. 27. febrúar 2015 14:30 „Alveg grátlegt því það munaði svo litlu“ „Þetta er allt á réttri leið. Maður verður að líta á björtu hliðarnar,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson, næststerkasti maður heims. 30. mars 2014 01:12 Fjallið pantaði sjö heila kjúklinga Peter Dinklage sagði "sanna sögu“ af Hafþóri í Daily show í Bandaríkjunum í gær. 8. apríl 2015 16:33 Passar betur í hásætið en flugvélaklósettið Hafþór Júlíus Björnsson, næststerkasti maður heims, virðist hafa það gott við tökur á sjónvarpsþáttunum Game of Thrones ef marka má mynd sem hann birtir af sjálfum sér á Facebook. 20. október 2014 16:56 Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Fleiri fréttir Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Sjá meira
Félagarnir Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson halda í nótt í sólarhringsferðalag til Malasíu. Á laugardaginn hefst keppin Sterkasti maður heims þar sem vinur þeirra, Hafþór Júlíus Björnsson, og Benedikt Magnússon verða á meðal keppenda. Hafþór ætlar sér sigur en hann hafnaði í öðru sæti í keppninni í fyrra. „Það munaði hálfu stigi eða 0,24 sekúndum eftir því hvernig þú vilt líta á það,“ segir Andri Reyr sem líkt og Einar Magnús er afar spenntur. Þeir félagar snæddu síðast með Hafþóri, betur þekktum sem Fjallinu af aðdáendum Game of Thrones utan landsteinanna, í gær. Var afar góður andi yfir hópnum en þeim félögum er tíðrætt um 'anda'. „Í okkar hópi þurfa menn að vera í rosalega góðum anda,“ segir Andri Reyr. Þegar menn séu í góðum anda geri þeir hluti sem venjulegt fólk samþykki einfaldlega ekki að sé hægt. Einar rifjar upp stutta sögu til útskýringar frá æfingu í Jakabóli. Hann sé ekki jafnsterkur og flestir strákarnir sem lyfti í Jakabóli og var í þessu tilfelli gert grín að þyngdunum sem hann var að taka. „„Það skiptir ekki neinu helvítis máli hvað maður lyftir þungu. Það er bara vera í anda,“ segir Einar og hlær. Þögn hafi skollið á hópinn og allir samþykkt svarið. „Við ætlum að vera í miklum anda í Malasíu,“ segir Einar.Hafþór ætlar sér stóra hluti í Kuala Lumpur.„Ég var trylltur úti!“ Aðspurðir segja þeir félagar ástæðuna fyrir ferðalagi sínu einfalda. Þeir ætli að styðja sinn vin og halda utan um hann á meðan hann stendur í ströngu í keppninni. Aðspurðir um möguleika Hafþórs segir Andri: „Ef allt gengur upp þá tekur hann titilinn.“ Riðlakeppni hefst á laugardaginn og stendur í fjóra daga. Reikna þeir með því að Hafþór muni eiga greiða leið í úrslitin sem fara fram aðra helgi. Þar muni keppnin að óbreyttu standa á milli Hafþórs, Bandaríkjamannsins Brian Shaw og Litháans Zydrunas Savickas sem á titil að verja eftir baráttuna við Hafþór í fyrra.Sjá einnig:„Alveg grátlegt því það munaði svo litlu“ Aðspurðir hvort árið hefði verið lengi að líða eftir svekkelsið í fyrra segir Andri svo ekki vera. Hafþór hafi verið mjög fljótur að jafna sig. „Hann notaði þetta bara sem hvatningu. Til að efla sjálfan sig í því að koma tilbaka,“ segir Andri. Einar bætir við að hann hafi strax ákveðið að ætla að vinna keppnina að ári. „Andri var hins vegar brjálaður í tvær vikur,“ segir Einar og hlær. Andri hristir hausinn. „Já, ég var trylltur úti!“Húðflúrið sem komið er á kálfa Einars.Vísir/PjeturHafþór fær auka hamborgara í desert Húðflúr skipa oftar en ekki stóran sess hjá kraftajötnum. Hafþór, Andri og Einar eru engin undantekning. Skemmst er frá að segja að þeir félagar lofuðu Hafþóri báðum að skella húðflúri á kálfann sinn myndi hann landa titlinum í ár. Einar tók svo forskot á sæluna. „Þetta kom upp í einum 'anda'-hádegisverði,“ segir Einar. Þeir snæði reglulega sjö til átta saman og peppa Hafþór upp. „Þá er yfirleitt tvöfaldur hamborgari á alla og Hafþór fær einn auka í desert.“ Um daginn kom svo til tals við hádegisverðinn hvort það væri ekki best að drífa húðflúrunina af. Einar segist hafa tekið vel í það enda hafi hann það mikla trú á Hafþóri. Þeir brunuðu til vinkonu Einars í Tattú og skart. Svo vel vildi til að hún átti lausan tíma og þá var ekki aftur snúið. „Ég lagðist á magann og var kominn með logo-ið á kálfann á innan við klukkutíma,“ segir Einar og sýnir blaðamanni eðli málsins samkvæmt húðflúrið. Um er að ræða mynd af Hafþóri halda á nýþungum steini sem er eitt af merkjunum sem hann notar á bolina. Gangi allt eftir og Hafþór verður krýndur sterkasti maður heims ætlar Einar að láta breyta steininum í Atlas og hafa undirskrift Hafþórs neðan við merkið.Andri er með húðflúr af konu sinni og börnum á hægri handleggnum.Vísir/PjeturKonurnar sáttar „Ég hef fullan trú á því að hann sé að fara að taka þetta,“ segir Einar. Hann bætir þó við, til vonar og vara, að hann verði burtséð frá því stoltur af því að eiga hann sem vin hvernig sem fari. Aðspurður um hvaða breytingum húðflúrið mun taka vinni Hafþór ekki sigur segist Einar ekki tímabært að greina frá því. Hafþór sé í það minnsta ekki spenntur fyrir þeim breytingum. En hvað segja betri helmingar þeirra félaga um þá ákvörðun að fá sér húðflúr af Hafþóri? „Það er ekki spurt. Þetta er okkar líkami,“ segir Einar og hlær. Andri bendir á að hann sé nú þegar með húðflúr af konu sinni og börnum á handleggnum. „Kærastan mín sagði að þetta væri bara töff!“ bætir Einar við. Andri og Einar halda sem fyrr segir utan í nótt en framundan er sólarhringsferðalag til Kuala Lumpur. Þeir félagar verða með puttann á púlsinum fyrir Vísi og verður grannt fylgst með gangi mála hjá okkar mönnum, þeim Benedikt og Hafþóri, í baráttu við sterkustu menn í heiminum.
Game of Thrones Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Fjallað um áhuga NFL á Hafþóri Júlíusi Eins og áður hefur verið fjallað um var NFL-liðið Indianapolis Colts að íhuga að semja við kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson. 20. maí 2014 14:30 Kristján Ara vill fjallið í landsliðið: Ekki slæmt að fá svona mann í vörnina Landsliðsmaðurinn fyrrverandi kynnti áhugaverða hugmynd á súpufundi FH í dag. 27. febrúar 2015 14:30 „Alveg grátlegt því það munaði svo litlu“ „Þetta er allt á réttri leið. Maður verður að líta á björtu hliðarnar,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson, næststerkasti maður heims. 30. mars 2014 01:12 Fjallið pantaði sjö heila kjúklinga Peter Dinklage sagði "sanna sögu“ af Hafþóri í Daily show í Bandaríkjunum í gær. 8. apríl 2015 16:33 Passar betur í hásætið en flugvélaklósettið Hafþór Júlíus Björnsson, næststerkasti maður heims, virðist hafa það gott við tökur á sjónvarpsþáttunum Game of Thrones ef marka má mynd sem hann birtir af sjálfum sér á Facebook. 20. október 2014 16:56 Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Fleiri fréttir Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Sjá meira
Fjallað um áhuga NFL á Hafþóri Júlíusi Eins og áður hefur verið fjallað um var NFL-liðið Indianapolis Colts að íhuga að semja við kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson. 20. maí 2014 14:30
Kristján Ara vill fjallið í landsliðið: Ekki slæmt að fá svona mann í vörnina Landsliðsmaðurinn fyrrverandi kynnti áhugaverða hugmynd á súpufundi FH í dag. 27. febrúar 2015 14:30
„Alveg grátlegt því það munaði svo litlu“ „Þetta er allt á réttri leið. Maður verður að líta á björtu hliðarnar,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson, næststerkasti maður heims. 30. mars 2014 01:12
Fjallið pantaði sjö heila kjúklinga Peter Dinklage sagði "sanna sögu“ af Hafþóri í Daily show í Bandaríkjunum í gær. 8. apríl 2015 16:33
Passar betur í hásætið en flugvélaklósettið Hafþór Júlíus Björnsson, næststerkasti maður heims, virðist hafa það gott við tökur á sjónvarpsþáttunum Game of Thrones ef marka má mynd sem hann birtir af sjálfum sér á Facebook. 20. október 2014 16:56