Í tilefni opnunar sjónvarpsrásarinnar BBC Brit Channel í Noregi var efnt til skemmtilegrar keppni á milli fjögurra af þekktustu vetraríþróttamönnum Noregs og hins „óþekkta“ Stig úr Top Gear bílaþáttunum.
Íþróttamennirnir mynda boðgöngu- og stökksveit í kappi við brjálaðan akstur Stig á Mini World Rally bíl með 1,6 lítra forþjöppuvél. Úr þessu verður hið mesta sjónarspil sem engin ástæða er til að greina frá hvernig fer. Sem fyrr er sjón sögu ríkari.
Bílar