Hekla frumsýnir bíl ársins í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2015 11:18 Langbaksútfærsla Volkswagen Passat. Laugardaginn 18. apríl verður bíll ársins í Evrópu 2015, Volkswagen Passat, frumsýndur í húsnæði Heklu. Þó nokkur eftirvænting hefur verið á Íslandi síðustu mánuði fyrir bílnum. Þetta er áttunda kynslóð Volkswagen Passat, sem hefur verið framleiddur óslitið síðan 1973 í alls um 22 milljónum eintaka. Volkswagen Passat hefur síðustu mánuði sópað að sér verðlaunum um allan heim, hann hefur verið verðlaunaður meðal annars fyrir hönnun, útlit og öryggi. Nú síðast var hann, eins og áður sagði, kosinn bíll ársins í Evrópu 2015. Þar hlaut hann yfirburðarsigur með 340 stig en bíllinn í öðru sæti hlaut 248 stig. Ný viðmið í hönnun og nýjasta tækni hafa gert Volkswagen kleift að hanna bíl sem er stærri en áður en samt 85 kílóum léttari og eyðir minna eldsneyti, í stuttu máli: betur byggður, með meiri tækni og minni eyðslu. „Við hjá HEKLU erum afar spennt að geta kynnt nýjan Volkswagen Passat á Íslandi. Bíllinn er frábær í akstri, lítur sérstaklega vel út og alveg fullkominn fyrir fjölskyldufólk. Hægt er að fá hann fjórhjóladrifinn og sem langbak sem er mikill kostur fyrir fólk sem vill geta ferðast um landið með allt sitt,“ segir Árni Þorsteinsson, sölustjóri Volkswagen. Nýr Passat er fáanlegur með 150 hestafla bensínvél og fjórum dísilvélum frá 120 til 240 hestöfl. Verðið er frá aðeins 3.990.000 krónum. Volkswagen Passat fæst með ýmiskonar aðstoðarkerfum eins og kerruaðstoð, 360 gráðu myndavél og stafrænu mælaborði. Volkswagen Passat verður frumsýndur næstkomandi laugardag, 18. apríl, milli kl. 12 og 16.Sedan útfærsla PassatSnotur innrétting í Passat. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent
Laugardaginn 18. apríl verður bíll ársins í Evrópu 2015, Volkswagen Passat, frumsýndur í húsnæði Heklu. Þó nokkur eftirvænting hefur verið á Íslandi síðustu mánuði fyrir bílnum. Þetta er áttunda kynslóð Volkswagen Passat, sem hefur verið framleiddur óslitið síðan 1973 í alls um 22 milljónum eintaka. Volkswagen Passat hefur síðustu mánuði sópað að sér verðlaunum um allan heim, hann hefur verið verðlaunaður meðal annars fyrir hönnun, útlit og öryggi. Nú síðast var hann, eins og áður sagði, kosinn bíll ársins í Evrópu 2015. Þar hlaut hann yfirburðarsigur með 340 stig en bíllinn í öðru sæti hlaut 248 stig. Ný viðmið í hönnun og nýjasta tækni hafa gert Volkswagen kleift að hanna bíl sem er stærri en áður en samt 85 kílóum léttari og eyðir minna eldsneyti, í stuttu máli: betur byggður, með meiri tækni og minni eyðslu. „Við hjá HEKLU erum afar spennt að geta kynnt nýjan Volkswagen Passat á Íslandi. Bíllinn er frábær í akstri, lítur sérstaklega vel út og alveg fullkominn fyrir fjölskyldufólk. Hægt er að fá hann fjórhjóladrifinn og sem langbak sem er mikill kostur fyrir fólk sem vill geta ferðast um landið með allt sitt,“ segir Árni Þorsteinsson, sölustjóri Volkswagen. Nýr Passat er fáanlegur með 150 hestafla bensínvél og fjórum dísilvélum frá 120 til 240 hestöfl. Verðið er frá aðeins 3.990.000 krónum. Volkswagen Passat fæst með ýmiskonar aðstoðarkerfum eins og kerruaðstoð, 360 gráðu myndavél og stafrænu mælaborði. Volkswagen Passat verður frumsýndur næstkomandi laugardag, 18. apríl, milli kl. 12 og 16.Sedan útfærsla PassatSnotur innrétting í Passat.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent