Þýska knattspyrnufélagið Dortmund hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 11.30 vegna frétta af Jürgen Klopp, þjálfara liðsins.
Hann er sagður vilja losna undan samningi í lok leiktíðar, en núgildandi samningur hans rennur ekki út fyrr en sumarið 2018.
Búist er við að tilkynnt verði um afsögn Klopps á fundinum og hann yfirgefi félagið í lok tímabilsins.
Klopp gerði Dortmund að Þýskalandsmeisturum árin 2011 og 2012 og kom liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2013.
Það hefur átt skelfilegu gengi að fagna í þýsku 1. deildinni á yfirstandandi leiktíð, en liðið er í 10. sæti, sex stigum frá Evrópudeildarsæti og var lengi vel í fallbaráttu.
Klopp sagður vera hætta hjá Dortmund
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1


Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn



