Vika í að veiðin hefjist í þjóðgarðinum á Þingvöllum Karl Lúðvíksson skrifar 13. apríl 2015 14:05 Bjarki Már Jóhannsson með stórurriða úr Þingvallavatni síðasta sumar Vorveiðin í Þingvallavatni er farin að draga að erlenda veiðimenn til landsins enda ekki víða í heiminum þar sem hægt er að glíma við jafn stóra fiska. Það er líklega hvergi í heiminum hægt að eiga jafn góða möguleika á að ná 10-20 punda urriða á flugu eins og í vorveiðinni í þingvallavatni hvað þá fyrir jafn lítinn pening. Það eina sem þarf til að vera löglegur fyrir landi þjóðgarðsins er að vera með Veiðikortið uppá vasann og ódýrari veiði er varla hægt að finna. Veiðin hefst í þjóðgarðinum 20.apríl og má eingöngu veiða á flugu ásamt því að veiðimenn eru hvattir til að sleppa öllum urriða þar sem hinu frábæra uppbyggingarstarfi er hvergi nærri lokið en með því hefur orðið mikil fjölgun í stofni urriðans veiðimönnum til mikillar ánægju. Erlendum veiðimönnum fjölgar á hverju vori við bakkann og núna í sumar er von á nokkrum hópum á vegum innlendra fyrirtækja veiðileiðsögumanna sem eru gagngert komnir hingað til að veiða urriðann í vorveiðinni. Hróður Þingvallavatns sem eins af bestu stórurriðavötnum í heiminum hefur borist víða því samkvæmt heimildum Veiðivísis er t.d. fimm manna hópur frá Nýja Sjálandi að koma í lok maí sem verður hér við veiðar í tvær vikur, þar af eina viku í Þingvallavatni. Það verður spennandi að sjá hvernig veiðin fer af stað en næstu sjö dagar þar til þjóðgarðurinn opnar fyrir veiðimenn gætu orðið lengi að líða fyrir einhverja. Við hvetjum veiðimenn til að deila með okkur veiði og veiðimyndum á síðuna hjá okkur hér á Vísi með því að senda póst á kalli@365.is eða á Facebook þar sem við erum Veiðivísir. Stangveiði Mest lesið Leirvogsá á lausu Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði Fyrstu lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Bleikjan á Þingvöllum komin í hrygningu Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði Að elska og hata flugur Veiði Vefsala SVFR opnuð Veiði Skæðustu flugurnar í laxveiðiánum 2014 Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Mikið vatn í ánum á vesturlandi Veiði
Vorveiðin í Þingvallavatni er farin að draga að erlenda veiðimenn til landsins enda ekki víða í heiminum þar sem hægt er að glíma við jafn stóra fiska. Það er líklega hvergi í heiminum hægt að eiga jafn góða möguleika á að ná 10-20 punda urriða á flugu eins og í vorveiðinni í þingvallavatni hvað þá fyrir jafn lítinn pening. Það eina sem þarf til að vera löglegur fyrir landi þjóðgarðsins er að vera með Veiðikortið uppá vasann og ódýrari veiði er varla hægt að finna. Veiðin hefst í þjóðgarðinum 20.apríl og má eingöngu veiða á flugu ásamt því að veiðimenn eru hvattir til að sleppa öllum urriða þar sem hinu frábæra uppbyggingarstarfi er hvergi nærri lokið en með því hefur orðið mikil fjölgun í stofni urriðans veiðimönnum til mikillar ánægju. Erlendum veiðimönnum fjölgar á hverju vori við bakkann og núna í sumar er von á nokkrum hópum á vegum innlendra fyrirtækja veiðileiðsögumanna sem eru gagngert komnir hingað til að veiða urriðann í vorveiðinni. Hróður Þingvallavatns sem eins af bestu stórurriðavötnum í heiminum hefur borist víða því samkvæmt heimildum Veiðivísis er t.d. fimm manna hópur frá Nýja Sjálandi að koma í lok maí sem verður hér við veiðar í tvær vikur, þar af eina viku í Þingvallavatni. Það verður spennandi að sjá hvernig veiðin fer af stað en næstu sjö dagar þar til þjóðgarðurinn opnar fyrir veiðimenn gætu orðið lengi að líða fyrir einhverja. Við hvetjum veiðimenn til að deila með okkur veiði og veiðimyndum á síðuna hjá okkur hér á Vísi með því að senda póst á kalli@365.is eða á Facebook þar sem við erum Veiðivísir.
Stangveiði Mest lesið Leirvogsá á lausu Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði Fyrstu lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Bleikjan á Þingvöllum komin í hrygningu Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði Að elska og hata flugur Veiði Vefsala SVFR opnuð Veiði Skæðustu flugurnar í laxveiðiánum 2014 Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Mikið vatn í ánum á vesturlandi Veiði