Jordan Spieth áfram í sérflokki á Masters Kári Örn Hinriksson skrifar 10. apríl 2015 20:09 Þessi myndi lýsir gengi Jordan Spieth á Augusta ágætlega. Getty Jordan Spieth komst í sögubækurnar í dag en enginn kylfingur hefur leikið fyrstu tvo hringina á Masters mótinu á jafn fáum höggum. Spieth, sem hefur í síðustu þremur mótum á PGA-mótaröðinni sigrað eitt og endað í öðru sæti í hinum tveimur, hélt áfram að leika sér að Augusta National vellinum í dag og kom inn á 66 höggum eða sex undir pari. Hann er því á 14 höggum undir pari eftir hringina tvo og leiðir þegar að þetta er skrifað með fimm höggum. Bandaríkjamaðurinn Charley Hoffman er í öðru sæti eins og er á níu höggum undir pari en margir sterkir kylfingar eiga enn eftir að koma inn.Tiger Woods leit ágætlega út í dag þrátt fyrir að hann eigi lítinn möguleika á því að gera atlögu að Spieth um helgina. Woods lék fyrsta hring á 73 höggum eða einu yfir pari en hann lék gott golf á öðrum hring og kom inn á 69 höggum eða þremur undir par. Hann er því á tveimur höggum undir pari og meðal efstu manna sem verður að teljast gott miðað við erfileika þessa magnaða kylfings á undanförnu ári. Hann var líka í mjög góðu skapi eftir hringinn í dag í viðtali við Sky Sports. „Ég spilaði vel í dag og bjargaði mér nokkrum sinnum með góðum púttum. Undanfarnir mánuðir hafa verið erfiðir en ég hef verið duglegur að æfa mig og það er mjög skemmtilegt að vera byrjaður að berjast við bestu kylfinga heims á ný." Woods hefur sýnt og sannað að stutta spilið hans er komið aftur í lag og virðist vera með sjálfstraust sem hann hefur ekki sýnt í mörg ár. „Ég ætla að reyna að setja pressu á kylfingana fyrir framan mig á morgun, það er gaman að vera svona ofarlega á skortöflunni og ég er mjög spenntur fyrir restinni af tímabilinu.“ Masters mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina og hófst útsending frá öðrum hring klukkan 19:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Jordan Spieth komst í sögubækurnar í dag en enginn kylfingur hefur leikið fyrstu tvo hringina á Masters mótinu á jafn fáum höggum. Spieth, sem hefur í síðustu þremur mótum á PGA-mótaröðinni sigrað eitt og endað í öðru sæti í hinum tveimur, hélt áfram að leika sér að Augusta National vellinum í dag og kom inn á 66 höggum eða sex undir pari. Hann er því á 14 höggum undir pari eftir hringina tvo og leiðir þegar að þetta er skrifað með fimm höggum. Bandaríkjamaðurinn Charley Hoffman er í öðru sæti eins og er á níu höggum undir pari en margir sterkir kylfingar eiga enn eftir að koma inn.Tiger Woods leit ágætlega út í dag þrátt fyrir að hann eigi lítinn möguleika á því að gera atlögu að Spieth um helgina. Woods lék fyrsta hring á 73 höggum eða einu yfir pari en hann lék gott golf á öðrum hring og kom inn á 69 höggum eða þremur undir par. Hann er því á tveimur höggum undir pari og meðal efstu manna sem verður að teljast gott miðað við erfileika þessa magnaða kylfings á undanförnu ári. Hann var líka í mjög góðu skapi eftir hringinn í dag í viðtali við Sky Sports. „Ég spilaði vel í dag og bjargaði mér nokkrum sinnum með góðum púttum. Undanfarnir mánuðir hafa verið erfiðir en ég hef verið duglegur að æfa mig og það er mjög skemmtilegt að vera byrjaður að berjast við bestu kylfinga heims á ný." Woods hefur sýnt og sannað að stutta spilið hans er komið aftur í lag og virðist vera með sjálfstraust sem hann hefur ekki sýnt í mörg ár. „Ég ætla að reyna að setja pressu á kylfingana fyrir framan mig á morgun, það er gaman að vera svona ofarlega á skortöflunni og ég er mjög spenntur fyrir restinni af tímabilinu.“ Masters mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina og hófst útsending frá öðrum hring klukkan 19:00
Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira