„Ekki vera hrædd við að gera heimskulega hluti“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2015 09:30 Fjölmargir úr tölvuleikjaiðnaðinum sóttu Slush Play ráðstefnuna í Reykjavík. Mynd/Halldóra Ólafs Fjölmargir úr tölvuleikjaiðnaðinum sóttu Slush Play Reykjavík ráðstefnuna sem lauk nú í gær. Þar mátti sjá forsvarsmenn íslenskra fyrirtækja sem og erlendra. Tengslamyndun spilaði stóran þátt í ráðstefnunni og var markmið hennar að koma forsvarsmönnum sprotafyrirtækja í samband við fjárfesta og hvora aðra. Þar ræddu vanir leikjaframleiðendur um hvaða áhættum nýliðarnir þyrftu að passa sig á og hvað hefði reynst vel.Framtíðarviðmót sýndarveruleika Mörg hinna nýju fyrirtækja hér á landi vinna að þróun leikja fyrir sýndarveruleika. Meðal ræðumanna á ráðstefnunni var Chet Faliszek frá fyrirtækinu Valve sem fór yfir þróun sýndarveruleika. Hann fór yfir hvaða atriði framleiðendur ættu að forðast og margt fleira. Faliszek fjallaði meðal annars um ákveðið vandamál sem frumkvöðlar sýndarveruleika glíma nú við. Það er að þeir vinna nú á ókönnuðu svæði og óvíst er hvert framtíðin mun leiða þá. Sem dæmi benti hann á að á nokkrum af allra fyrstu bílunum voru sett stýri eins og eru á árábátum. Það var það sem fólk þekkti best og því var rökrétt að notast við slík stýri á bílum. Eins og frumkvöðlar bílanna uppgötvuðu þá lá framtíðin ekki í slíkum stýrum á bílum og nú er það frumkvöðla sýndarveruleika að uppgötva hvert framtíðarviðmót sýndarveruleika verði. „Ekki vera hrædd við að gera heimskulega hluti,“ sagði Faliszek. Hann hvatti fólk til að prófa sig áfram og að hugsa út fyrir rammann.Mikil gróska á Íslandi Á ráðstefnunni var einnig haldinn kynningarkeppni þar sem forsvarsmenn sprotafyrirtækja kynntu vörur sínar fyrir fjárfestum sem voru í hlutverki dómara. Sænska fyrirtækið Poppermost vann keppnina, en í verðlaun fengu þeir miða og sýningarbás á Slush ráðstefnunni í Helsinki í nóvember. Hér á landi er mikil gróska í tölvuleikjaiðnaðinum og hefur leikjaframleiðendum farið fjölgandi síðustu misseri. Um fimm hundruð störf hafa myndast í geiranum hér á landi og veltir íslenski leikjaiðnaðurinn um tólf milljörðum króna á ári. Framtíðarsýn samtaka íslenskra leikjaframleiðenda er að gera Ísland að einu helsta leikjaframleiðslusvæði heimsins. Leikjavísir Tengdar fréttir Sýndarveruleiki það sem koma skal EVE Fanfest hátíðin hófst í dag í ellefta sinn og stendur fram yfir helgi. Í ár leggur tölvuleikjafyrirtækið CCP áherslu á nýjustu tilraunir sínar á sviði sýndarveruleika. 19. mars 2015 20:18 Ný stikla fyrir EVE Valkyrie kynnt á Fanfest Sjáið risastóra geimorrustu í heimi EVE. 19. mars 2015 22:51 Vilhjálmur fjárfestir í Sólfari Nýtt íslenskt leikjafyrirtæki, Sólfar Studios, lauk í dag hlutafjáraukningu með þátttöku breiðs hóps erlendra og innlendra fjárfesta. 24. apríl 2015 13:55 Ástríðan stýrir indieframleiðendum Stjórnarformaður Íslenskra leikjaframleiðenda vill fleiri framleiðendur á Íslandi. 28. apríl 2015 10:45 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Fjölmargir úr tölvuleikjaiðnaðinum sóttu Slush Play Reykjavík ráðstefnuna sem lauk nú í gær. Þar mátti sjá forsvarsmenn íslenskra fyrirtækja sem og erlendra. Tengslamyndun spilaði stóran þátt í ráðstefnunni og var markmið hennar að koma forsvarsmönnum sprotafyrirtækja í samband við fjárfesta og hvora aðra. Þar ræddu vanir leikjaframleiðendur um hvaða áhættum nýliðarnir þyrftu að passa sig á og hvað hefði reynst vel.Framtíðarviðmót sýndarveruleika Mörg hinna nýju fyrirtækja hér á landi vinna að þróun leikja fyrir sýndarveruleika. Meðal ræðumanna á ráðstefnunni var Chet Faliszek frá fyrirtækinu Valve sem fór yfir þróun sýndarveruleika. Hann fór yfir hvaða atriði framleiðendur ættu að forðast og margt fleira. Faliszek fjallaði meðal annars um ákveðið vandamál sem frumkvöðlar sýndarveruleika glíma nú við. Það er að þeir vinna nú á ókönnuðu svæði og óvíst er hvert framtíðin mun leiða þá. Sem dæmi benti hann á að á nokkrum af allra fyrstu bílunum voru sett stýri eins og eru á árábátum. Það var það sem fólk þekkti best og því var rökrétt að notast við slík stýri á bílum. Eins og frumkvöðlar bílanna uppgötvuðu þá lá framtíðin ekki í slíkum stýrum á bílum og nú er það frumkvöðla sýndarveruleika að uppgötva hvert framtíðarviðmót sýndarveruleika verði. „Ekki vera hrædd við að gera heimskulega hluti,“ sagði Faliszek. Hann hvatti fólk til að prófa sig áfram og að hugsa út fyrir rammann.Mikil gróska á Íslandi Á ráðstefnunni var einnig haldinn kynningarkeppni þar sem forsvarsmenn sprotafyrirtækja kynntu vörur sínar fyrir fjárfestum sem voru í hlutverki dómara. Sænska fyrirtækið Poppermost vann keppnina, en í verðlaun fengu þeir miða og sýningarbás á Slush ráðstefnunni í Helsinki í nóvember. Hér á landi er mikil gróska í tölvuleikjaiðnaðinum og hefur leikjaframleiðendum farið fjölgandi síðustu misseri. Um fimm hundruð störf hafa myndast í geiranum hér á landi og veltir íslenski leikjaiðnaðurinn um tólf milljörðum króna á ári. Framtíðarsýn samtaka íslenskra leikjaframleiðenda er að gera Ísland að einu helsta leikjaframleiðslusvæði heimsins.
Leikjavísir Tengdar fréttir Sýndarveruleiki það sem koma skal EVE Fanfest hátíðin hófst í dag í ellefta sinn og stendur fram yfir helgi. Í ár leggur tölvuleikjafyrirtækið CCP áherslu á nýjustu tilraunir sínar á sviði sýndarveruleika. 19. mars 2015 20:18 Ný stikla fyrir EVE Valkyrie kynnt á Fanfest Sjáið risastóra geimorrustu í heimi EVE. 19. mars 2015 22:51 Vilhjálmur fjárfestir í Sólfari Nýtt íslenskt leikjafyrirtæki, Sólfar Studios, lauk í dag hlutafjáraukningu með þátttöku breiðs hóps erlendra og innlendra fjárfesta. 24. apríl 2015 13:55 Ástríðan stýrir indieframleiðendum Stjórnarformaður Íslenskra leikjaframleiðenda vill fleiri framleiðendur á Íslandi. 28. apríl 2015 10:45 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Sýndarveruleiki það sem koma skal EVE Fanfest hátíðin hófst í dag í ellefta sinn og stendur fram yfir helgi. Í ár leggur tölvuleikjafyrirtækið CCP áherslu á nýjustu tilraunir sínar á sviði sýndarveruleika. 19. mars 2015 20:18
Ný stikla fyrir EVE Valkyrie kynnt á Fanfest Sjáið risastóra geimorrustu í heimi EVE. 19. mars 2015 22:51
Vilhjálmur fjárfestir í Sólfari Nýtt íslenskt leikjafyrirtæki, Sólfar Studios, lauk í dag hlutafjáraukningu með þátttöku breiðs hóps erlendra og innlendra fjárfesta. 24. apríl 2015 13:55
Ástríðan stýrir indieframleiðendum Stjórnarformaður Íslenskra leikjaframleiðenda vill fleiri framleiðendur á Íslandi. 28. apríl 2015 10:45