Fast & Furious 7 tekjuhæsta kvikmynd frá upphafi í Kína Finnur Thorlacius skrifar 29. apríl 2015 10:18 Jason Statham, einn leikara í Fast & Furious 7. Nýjasta kvikmyndin í Fast & Furious myndaröðinni, sú sjöunda, er nú í sýningu um allan heim og gengur gríðarlega vel. Svo vel gengur að sýna hana í Kína að engin kvikmynd hefur halað inn meiri tekjur í kínverskum kvikmyndahúsum frá upphafi. Í kína hefur myndin skapað 326 milljón dala tekjur og 11,5 milljón manns hafa séð myndina þar. Margir furða sig á þessum miklu vinsældum myndarinnar í Kína, sem og í öðrum löndum heims. Ekki síst er það í ljósi þess að myndin hefur almennt fengið slæma dóma kvikmyndagagnrýnenda og þykir mikil froða um ekki neitt og afar óraunhæfar senur þekja myndina alla og að hún gengur mun meira út á sprengingar en flott bílaatriði. Að því er ekki spurt ef peningarnir streyma í kassann og framleiðendur myndarinnar fara hlæjandi í bankann og gera áætlanir um næstu mynd, sem koma á út í apríl árið 2017. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent
Nýjasta kvikmyndin í Fast & Furious myndaröðinni, sú sjöunda, er nú í sýningu um allan heim og gengur gríðarlega vel. Svo vel gengur að sýna hana í Kína að engin kvikmynd hefur halað inn meiri tekjur í kínverskum kvikmyndahúsum frá upphafi. Í kína hefur myndin skapað 326 milljón dala tekjur og 11,5 milljón manns hafa séð myndina þar. Margir furða sig á þessum miklu vinsældum myndarinnar í Kína, sem og í öðrum löndum heims. Ekki síst er það í ljósi þess að myndin hefur almennt fengið slæma dóma kvikmyndagagnrýnenda og þykir mikil froða um ekki neitt og afar óraunhæfar senur þekja myndina alla og að hún gengur mun meira út á sprengingar en flott bílaatriði. Að því er ekki spurt ef peningarnir streyma í kassann og framleiðendur myndarinnar fara hlæjandi í bankann og gera áætlanir um næstu mynd, sem koma á út í apríl árið 2017.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent