Fékk þrjá væna urriða á Þingvöllum þar af einn 90 sm Karl Lúðvíksson skrifar 27. apríl 2015 11:45 Bjarki Már Jóhannsson með 90 sm urriðann úr Þingvallavatni. Þrátt fyrir kuldann síðustu daga hafa veiðimenn fjölmennt á Þingvelli enda er besti tíminn núna til að setja í stóra urriða. Svo fjölmennt hefur verið sumar daga að einn ágætur veiðimaður kallaði Þjóðgarðinn „200.000 nobblera útihátíðina“ og er það ekki ofsögum sagt því þegar mesta fjölmennið hefur verið við vatnið er stundum vandamál að finna bílastæði. Veiðin er þó upp og ofan og ekki eru allir svo heppnir að ná því takmarki að setja í stóra urriða. Bjarki Már Jóhannsson er þó einn af þeim sem er duglegur að mæta við bakka vatnsins og afraksturinn er eftir því. Á sumardaginn fyrsta var hann við vatnið hluta úr degi í Þjóðgarðinum og setti í þrjá væna urriða, þar af einn sem mældist 90 sm. Þetta er stærsti urriðinn sem við höfum frétt af hingað til en töluvert hefur veiðst af fiskum 70-80 sm og þá sérstaklega í Þorsteinsvík. Besti tíminn er framundan næstu tvær vikur í urriðanum en síðan fer hægt og rólega að hægja á veiðinni en þá kemur bleikjan líka sterk inn. Þeir sem vilja reyna ná þessum tröllum á flugu er bent á að besta leiðin til árangurs þykir yfirleitt vera sú að veiða djúpt og draga hægt inn, þá helst að nota straumflugur og einhverra hluta vegna hafa flugur með miklu hvítu verið að gefa vel. Síðan er auðvitað nauðsynlegt að muna að nota sterka tauma því fiskur af þessari stærð gefur ekkert eftir. Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði
Þrátt fyrir kuldann síðustu daga hafa veiðimenn fjölmennt á Þingvelli enda er besti tíminn núna til að setja í stóra urriða. Svo fjölmennt hefur verið sumar daga að einn ágætur veiðimaður kallaði Þjóðgarðinn „200.000 nobblera útihátíðina“ og er það ekki ofsögum sagt því þegar mesta fjölmennið hefur verið við vatnið er stundum vandamál að finna bílastæði. Veiðin er þó upp og ofan og ekki eru allir svo heppnir að ná því takmarki að setja í stóra urriða. Bjarki Már Jóhannsson er þó einn af þeim sem er duglegur að mæta við bakka vatnsins og afraksturinn er eftir því. Á sumardaginn fyrsta var hann við vatnið hluta úr degi í Þjóðgarðinum og setti í þrjá væna urriða, þar af einn sem mældist 90 sm. Þetta er stærsti urriðinn sem við höfum frétt af hingað til en töluvert hefur veiðst af fiskum 70-80 sm og þá sérstaklega í Þorsteinsvík. Besti tíminn er framundan næstu tvær vikur í urriðanum en síðan fer hægt og rólega að hægja á veiðinni en þá kemur bleikjan líka sterk inn. Þeir sem vilja reyna ná þessum tröllum á flugu er bent á að besta leiðin til árangurs þykir yfirleitt vera sú að veiða djúpt og draga hægt inn, þá helst að nota straumflugur og einhverra hluta vegna hafa flugur með miklu hvítu verið að gefa vel. Síðan er auðvitað nauðsynlegt að muna að nota sterka tauma því fiskur af þessari stærð gefur ekkert eftir.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði