Tiger Woods verður meðal þátttakenda á Players meistaramótinu 24. apríl 2015 22:00 Tiger Woods er að komast af stað á ný. Getty Tiger Woods gaf það út á Twitter í dag að hann muni taka þátt í Players meistaramótinu sem fram fer á TPC Sawgrass vellinum en hann hefur tvisvar sigrað á þessu stóra móti sem oft er nefnt fimmta risamótið í golfheiminum. Woods segir á Twitter að hann vonist eftir því að endurtaka leikinn frá árinu 2013 þar sem hann sigraði með tveimur höggum en hann sigraði einnig á mótinu árið 2001. Players mótið fer fram sjötta til tíunda maí en þessi tilkynning Woods kemur degi eftir að Jack Nicklaus gaf út að Woods myndi vera með á Memorial mótinu sem Nicklaus heldur sjálfur ár hvert í júní. Woods tók sér níu vikna frí frá golfi áður en hann sneri til baka á Masters mótinu fyrr í apríl en hann endaði þar í 17. sæti og sýndi að hann væri kominn til baka til þess að keppa við þá bestu á ný eftir erfiða tíma fyrr á árinu þar sem bakmeiðsli gerðu honum lífið leitt. Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods gaf það út á Twitter í dag að hann muni taka þátt í Players meistaramótinu sem fram fer á TPC Sawgrass vellinum en hann hefur tvisvar sigrað á þessu stóra móti sem oft er nefnt fimmta risamótið í golfheiminum. Woods segir á Twitter að hann vonist eftir því að endurtaka leikinn frá árinu 2013 þar sem hann sigraði með tveimur höggum en hann sigraði einnig á mótinu árið 2001. Players mótið fer fram sjötta til tíunda maí en þessi tilkynning Woods kemur degi eftir að Jack Nicklaus gaf út að Woods myndi vera með á Memorial mótinu sem Nicklaus heldur sjálfur ár hvert í júní. Woods tók sér níu vikna frí frá golfi áður en hann sneri til baka á Masters mótinu fyrr í apríl en hann endaði þar í 17. sæti og sýndi að hann væri kominn til baka til þess að keppa við þá bestu á ný eftir erfiða tíma fyrr á árinu þar sem bakmeiðsli gerðu honum lífið leitt.
Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira